Birtingur - 01.01.1965, Side 24

Birtingur - 01.01.1965, Side 24
V. Hér verða þáttaskil í útgáfu Fjölnis, og líða nokkur ár, þar til af honum spyrst að nýju. Vorið 1839 hafði Jónas farið út til íslands, og dvaldist honum þar við náttúrufræðirannsóknir fram undir árslok 1842. Voru þá aðeins tveir útgefendanna eftir í Kaupmannahöfn, og er sem þá skorti móð og dug til að koma ritinu í höfn einir. Vorið 1840 stofnuðu nokkrir íslendingar í Kaupmannahöfn félag að frumkvæði Brynjólfs og Konráðs til að halda fram útgáfunni. Þeir fengu Jón Sigurðsson og nokkra fylgismenn hans í lið með sér um skeið, en bráðlega tók að brydda á ágreiningi. Samkomulag náðist ekki um nafn ritsins, og fleira smávægilegt bar á milli, svo að samstarfið fór út um þúfur. Jón Sigurðsson sagði sig úr félaginu við sjötta mann í febrúar 1841 og tók síðar á árinu að gefa út Ný félagsrit. En á sama ári gengust 17 Hafnar-íslendingar — líklega úr báðum hópum — fyrir útgáfu á þremur ritgerðum eftir Tómas. Hafa þær ef til vill verið ætl- aðar í 6. árgang Fjölnis, en Fjölnisnafninu verið sleppt til að forðast sundrungu. Ritgerðirnar hétu „Um hina íslenzku kaupverslun", „Um alþíng“ og „Um Hugvekju herra Johnsens“. En nú verður Fjölnir fyrir þungu áfalli. í maímánuði 1841 andaðist Tómas Sæmundsson úr tæringu, sem hann hafði fengið í París á heim- leið úr suðurgöngunni miklu og þjáðst af alla tíð síðan. Með honum var horfin mesta eldsálin úr hópnum og atorkumaðurinn, sem alltaf hafði rekið á eftir, enda ef til vill fundið á sér, að hann mætti engan tíma missa. Landar í Kaupmannahöfn hörmuðu Tómas sáran. Við frá- fall hans hjöðnuðu deilur Fjölnismanna og Félagsritamanna um stund, og þeir tóku höndum saman um fjársöfnun til að reisa honum minnis- varða að Breiðabólstað í Fljótshlíð. En þó að Tómas væri dáinn, sveif andi hans enn lengi yfir vötnunum. Kemst Björn M. Ólsen prófessor svo að orði, að Tómas hafi látið „Fjölnismönnum eftir hinn pólitíska arf sinn, skoðanir sínar uni það mál, sem þá var efst á dagskrá, stjórn- 22 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.