Birtingur - 01.01.1965, Page 48

Birtingur - 01.01.1965, Page 48
svo er hinn sem er engum öðrum líkur, eilítið á undan samtíð sinni eða til hliðar við hana, fyllir ekki flokk, ræður gjarnan straumi en berst ekki með. IJar skilur á milli miðlungs- mennsku og þess sem er ofar henni, og þar einhvers staðar er snilldin. Ekki mun ofsagt að Sigurjón sé engum öðr- um líkur. Þó mundi ofsagt að verk samtíðar- manna hans hafi látið hann með öllu ósnort- inn. Þegar hann sér verk, sem honum líkar, sem ekki er oft, verður það honum gjarnan hvati til þess að gera eitthvað allt öðruvísi, og væri óskandi að frönsk menning hefði verkað þannig á okkur hina. Og merkilegt rannsóknarefni er Sigurjón, þessi furðulegi og skemmtilegi tvískinnungur, þar sem raunar tveir listamenn eiga sér bú- stað í einum. Eg á þar við hina mögnuðu hausa annars vegar, sem einir hefðu nægt hon- um til brautargengis, og leikinn með form hins vegar þar sem hann nær sér oft upp á fluginu en fatast stundum. Nú er í tízku ýmiss konar leikur með efni. Útkoman vill oft verða æði yfirborðskennd því að efnið á það til að taka ráðin af lista- mönnunum og leika á eigin spýtur, Ekki vantar það, vænt þykir Sigurjóni um efnivið sinn. Sjái hann girnilegan stein eða sollinn rekaviðarbút er hann óðar búinn að gera við þá bandalag, og þá um lýkur heldur hver sínu, Sigurjón, steinninn og drumburinn. Eins og oft er um mikla hæfileikamenn, er listfengi Sigurjóns eins og framlenging af per- sónuleika hans, öflugri en maðurinn sjálfur og ekki nema að marki háð skynsemi eða íhugun. Slík náttúrunnar börn eiga gott séu hæfileikar miklir, annars er oftast hætt við ferlegum óskapnaði. Og hvað skal svo segja um sýningu hans? I reykvískum dagblöðum og útvarpi hefur lengi verið uppi annars vegar fagmannlegur vaðall um myndlist, hins vegar venjulegur vaðall þar sem höfundar hefja oft mál sitt með því að þeir viti ekkert um list, og síðan er hleypt af öllum sleggjudómakanónum í skjóli þeirrar landplágu sem kallast brjóstvit. Nú, listskýrendur eru eflaust allir af vilja gerðir þegar þeir tíunda verðleika eða ágalla verks númer þetta eða hitt, en ekki er mér kunnugt um að neinn sá er telur sig ekki „skilja" list, hafi orðið nokkurs vísari fyrir atbeina skriffinna nema væru enn ruglaðri en ella. Fyrir hina þarf ekki að skrifa. Og því er mál að linni og tekið sé til við að skoða. Það er ekki langt inn í Laugarnes. Ljósmyndir mcð greininni tók Oddur Ólafsson 46 Samstæða, gips 1965
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.