Birtingur - 01.01.1965, Side 65

Birtingur - 01.01.1965, Side 65
borðflötinn með glæru lími sem mannskapur- inn úðaði á þetta, og svo var það flutt á sýn- ingu í skýjakljúfi yfir frelsisstyttunni. En það var daufara hjá öðrum því hann hafði því miður ekki þrek til að sinna skyldum listamanna í samkvæmislífi heldur lá hann alltaf í rúmi sínu og örvænti um heiminn og trúði heldur ekki á framhaldslífið svo hann hélt áfram að tóra. Einn morgun hringir sím- inn líka hjá honum: það er sko þetta með sýn- inguna, segir hin kuldalega rödd. Á, svarar listamaðurinn. Já nú er ekkert sem heitir, segir hin ópersónulega rödd með miskunnar- leysi viðskiptaheimsins. Æ, segir listamaður- inn. Svo staulast hann framúr og vill ekkert láta vera að argast í sér, liann verður skyndi- lega heitreiður og slengir rúminu upp á vegg- inn og fer á kló. I því komu flutningakall- arnir og eru orðnir ýmsu vanir hjá listamönn- um: þetta eru skrítnar skrúfur, segja þeir og þurrka svitann framan úr sér og klóra sér á maganum. Og nú halda þeir náttúrlega að þetta sé listaverkið því hvað annað er í her- berginu en þetta rúm með skítugu líninu og fara með það á sýninguna. Þetta líkaði svo vel að listamaðurinn varð frægur og öðlaðist trú á lífið, einkum samkvæmislífið. Þetta ágæta listaverk var drifið um borð í skip því nú var hver seinastur að komast með sitt á alþjóðamarkaðinn. Yfir Atlanzhafið og beint á ameríska konsúlatið í Feneyjum framhjá skrifurunum með stimplana og skjölin sem þorðu varla að ræskja sig. En á seinustu stundu kom sá þriðji með það eina sem hann mátti missa: það var vask- urinn heima hjá honum sem var skrúfaður með viðhöfn upp á vegg með spegli fyrir of- an, svo fékk listamaðurinn lánaðan varalit- inn hjá sendiherrafrúnni til að ljúka smíðinni með því að skrifa á spegilinn: Why not? Hvers vegna ekki? Nýtt leiltritaskdld Hvers eiga áhorfendur Þjóðleikhússins að gjalda af hálfu yfirstjórnar leikhússins? Eiga þeir bara að hafa reykinn af réttunum? Er- lendum leikhúsum hefur verið gefinn kost- ur á gómsætu efni að sögn með sérstökum meðmælum leikhússins: leikriti eftir Ómar Berg sem þegar hefur vakið þjóðarathygli þótt ungur sé á bókmenntasviðinu með afvopnandi ævintýri: Prinsinn og rósin. Þessi rósaprins er svo ferskt afl í listalífinu að beðið er með ójrreyju eftir að guð laugi rósir í nýjan kranz. Og nú hefur það frétzt að sjálft Þjóðleikhúsið hafi gert sig sekt um það að mæla með nýju verki frá hendi þessa höfundar í Moskvu og Stokkhólmi áður en íslenzkum áhorfendum og velunnurum Þjóðleikhússins hafi gefizt kostur á að njóta. Hið nýja verk er leikrit, og BIRTINGUR 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.