Birtingur - 01.01.1965, Side 66

Birtingur - 01.01.1965, Side 66
að sögn þjóðleikhússtjóra er alltaf hörgull á nýjum íslenzkum leikritum. Hvers eigum við að gjalda? Eru hér annarleg öfl að verki? Það hlýtur að vera frábært verk sem bjóð- leikhúsið mælir með við erlend leikhús. Hið unga efnilega skáld ætti ekki að sætta sig við svona meðferð. Eða hvað? Lagerkrantz og Dante Þar kom að því að Norðurlandamenn fengu kynningu við hæfi á höfuðskáldinu Dante. Skáldið Olof Lagerkrantz, allir vita að hann er líka ritstjóri stórblaðs, kom til Reykjavíkur að þiggja verðlaun Norðurlandaráðsins fyrir bókina sína um Dante: Frá Viti til Paradisar. Þetta er eflaust aðgengilegasta bókin fyrir okkur að kynnast Dante. Ætlar ekki eitthvert bókaforlagið að láta þýða þessa snjöllu bók sem er ekki aðeins rituð af frábærri þekkingu og gáfum heldur sérdeilislega læsileg og skemmtileg. Ég er ekki að ætlast til að Menn- ingarsjóður stilli sig um að gefa út bók þingeyska stórlaxins sem er sjálfsagt við hæfi sumra þeirra sem nú sitja í Menntamálaráði miklu fremur en höfuðskáldið frá Flórenz. Ég veit að það þýðir ekki á íslandi í dag að gera slíkar kröfur. En væri einhver alvara í þess- ari stofnun og skyldurækni ráðandi, þá væri hér hið ákjósanlegasta tækifæri til að bera á vit íslendingum efni sem í eina tíð hefði áreiÖanlega þótt bjóðandi fróðleiksfúsu fólki. Lagerkrantz vitnar í T. S. Eliot sem sagði að hann þráöi að nálgast Dante í þroska sín- um eftir því sem aldurinn færðist yfir. Það vildi ég líka, segir Lagerkrantz. Allsstaðar skynjum við ást Lagerkrantz á viðfangsefninu, sú ást er ekki fædd og alin blind heldur er bókin skrifuð af skarpskyggni og gagnrýni. Við finnum að Lagerkrantz hefur kannað Dante þegar hann var sjálfur í sálarnauð og dregið sér styrk úr skáldverki Dante á ferða- lagi með skáldinu úr myrkri í ljósið. Alls- staðar spyr Lagerkrantz: hvað getur Dante sagt okkur sem lifum í dag? Og þess vegna er bókin verðmætust. Uppákomur Delerantar alheimsandans hafa fundið upp á nýju leikformi sem kemur væntanlega hing- að eftir nokkur ár þegar það er dautt annars- staðar: Happenings, Uppákomur. Þar virðist allt vera jafngilt sem kemur upp á. Gott ef það byrjaði ekki í Bandaríkjunum með því sniði sem nú hefur tíðkazt. í París var haldin mikil hátíð þar sem hug- vitsmennirnir sem voru ungir saklausir Banda- ríkjamenn í París sýndu meðal annars fólk að elskast í plastpoka uppi á bílþaki; en sá sem þótti beztur gekk inn á sviðið, settist á stól og stillti sig um að gera nokkuð. Hann 64 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.