Birtingur - 01.01.1965, Side 83

Birtingur - 01.01.1965, Side 83
næstu verkum hans var flytjandinn ekki leng- ur talningamaskína, þræll tónskáldsins, held- ur áttu báðir þátt í sköpun verksins. Flytjend- ur fengu frelsi innan ákveðinna takmarka, fengu að ráða nokkru um gang verksins, þ. e. a. s. túlka það á sinn hátt. Klavierstuck XI er ein blaðsíða, og á hana er dreift 19 grúpp- urn, sem má spila í hvaða röð sem er, en hver grúppa ákveður einkenni þeirrar næstn, ltver sem hún verður, hraða hennar, styrk og ásláttarform. í Zyklus fyrir einn slagverkara notaði Stockhausen níu týpur af strúktúrum, sem hver um sig veitti flytjandanum mismik- ið frelsi. í Refrain fyrir þrjá flytjendur koma fyrir sex „viðlög", og ráða flytjendur að nokkru, livenær þau eru spiluð, en um leið og þeir hafa ákveðið stað fyrsta „viðlagsins", hafa þeir tekið ákvörðun um, hvenær hin fimm komi fyrir. Þetta kallar Stockhausen „margrætt form“. Hann segir, að af mörgum möguleikum músikalsks samhengis þurfi eng- inn einn að vera beztur né verstur, heldur geti kannski allir verið jafngóðir. Það sé því sama, hvaða leið sé valin. En hver ákvörðun, hvert val verður að hafa óafturkallanleg áhrif á gang verksins, afleiðingar sem ekki verði aftur teknar. Frelsi er ábyrgð. I næsta verki sínu, Kontakte fyrir elektrónisk hljóð, píanó og slagverk reyndi Stockhausen að brúa bilið milli elektróniskra liljóða og hljóðfærablæs. Tónblær hljóðfæranna er ó- breytanlegur, en hvaða blæ sem er má semja elektróniskt. Stockhausen kompóneraði elektróniskan blæ, sem líktist blæ þeirra hljóð- færa er notuð voru í verkinu, og skala sem mundaði í algjörlega óþekktum blæ, sem aldr- ei hafði heyrzt áður. Tínrinn gegndi nýju hlutverki í Kontakte. Músikalskur tími er u. þ. b. 21 áttund (átt- und er hlutfallið 1:2 eða 2:1 eins og áður var sagt). Ef tónn er 4096 sveiflur á sekúndu, þá er hver sveifla tónsins 1/4096 úr sekúndn. Svo stuttan tíma skynjum við ekki sem rítma, heldur senr tónhæð. Þær sjö tímaáttundir senr við skynjunr sem tónhæð líta svo út: (4096Hz) - 2048Hz - 1024Hz - 512Hz - 256Hz - 128Hz - 64Hz - 32Hz - 16Hz. Dýpsti tónn sem við heyrum er 16 sveiflur á sekúndu, færri sveiflur á sekúndu (dýpri tón) skynjum við sem rítma. Þessar eru sjö áttundir músikalsks tíma, sem við skynjum sem rítma: 1/16 sek — 1/8 sek —1/4 sek — 1/2 sek — 1 sek — 2 sek — 4 sek — 8 sek. Þegar atburðir vara lengur en 8 sekúndur, skynjum við þá ekki senr rítnra, röð af breyt- ingum, heldur sem fornr. Hinar sjö áttundir formsins líta svo út: 8 sek — 16 sek — 32 sek — 64 sek — 128 sek — 256 sek — 512 sek — 1024 sek — (2048 sek). Með því að færa sér í nyt nýjar vinnuaðferðir KIRTINGUR 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.