Austurland


Austurland - 17.11.1988, Qupperneq 6

Austurland - 17.11.1988, Qupperneq 6
Jólin nálgast Látið hreinsa tímanleqa fyrir jólin HREINSUN S 71288 NESKAUPSTAÐ VG Til sölu tveir básar í hesthúsinu við Naustahvamm í Neskaupstað Upplýsingar S 71123 Austurland Norðfjördur Ovíst hvenær flugstöðvarframkvæmdum verður fram haldið Nýlega var dregið í bílahappdrœtti Þróttar. Á myndinni er vinningshafinn, ína Gísladóttir við Skódann sem hún hlaut. Kvennaþingskonur með áskorun: Ekki stríðsleikföng Frá BSRB-þingi Nýja flugstöðin sem er í bygg- ingu á Norðfirði er nú frágengin að utan og þar með er lokið þeim framkvæmdum við hana sem áformaðar voru á þessu ári. Ingólfur Arnarson umdæmis- stjóri flugmálastjórnar sagði í samtali við blaðið að óvíst væri hvenær innréttingavinna og önnur vinna sem eftir er yrði framkvæmd. Hann sagði að gert væri ráð fyrir því að klára flug- Dagana 17. - 21. október var 35. þing BSRB haldið í Reykja- vík. Rétt til þingsetu höfðu 208 fulltrúar ríkis og bæja, þar af átti Félag opinberra starfs- manna á Austurlandi 2 fulltrúa, þá Andrés Gunnlaugsson, Eski- firði og Jóhann Sveinbjörnsson, Seyðisfiröi. Þar sem mörg mál komu fram verður aðeins stiklað á stóru og rakið það helsta. Fjárhagsstaða BSRB er þokkaleg og var því ákveðið að lækka félagsgjöld til BSRB úr 0,4% í 0,35%. Einnig á að koma betur til móts við hin einstöku félög við samningagerð og fleira. Ákveðið var að selja orlofs- hús þau er kennarar áttu til fé- laganna og einnig varð sú breyt- ing gerð að í stjórn BSRB skulu kosnir 19 aðalmenn í stað 11 áður. Varað var við hverskonar breytingum sem skert gætu líf- eyrisréttindi félagsmanna. Frá starfskjaranefnd kont eftirfarandi ályktun: „35. þing BSRB fordæmir að- för stjórnvalda í landinu að samningsrétti og krefst þess að gildandi kjarasamningar séu ekki gerðir ómerkir með ein- hliða aðgerðum. Þaðerog verð- ur ófravíkjanleg skoðun Banda- lagsins að alla samninga beri að virða. Það er einn af meginþátt- um lýðræðis í landinu." Lögð var áhersla á að krefjast sömu launa fyrir sömu vinnu og að fólki í sambærilegum störfum verði ekki mismunað í formi mismunandi starfsheita og dul- inna launagreiðslna. Að ríkj- andi skilgreining á ábyrgð verði endurskoðuð. Rætt var um styttingu vinnu- tíma, skattamál, mannréttindi, lenginu fæðingarorlofs í 52 vik- ur og margt fleira sem of langt mál yrði að telja upp hér. Eins og allir vita fór fram for- mannskjör. Þrír gáfu kost á sér til kjörs. Það voru þau Guðrún Árnadóttir, Ögmundur Jónas- son og Örlygur Geirsson. Hlaut Ögmundur Jónasson kosningu með 108 atkvæðum. Til fyrsta varaformanns var kosinn Har- aldur Hannesson og til annars varaformanns var kosinn Ragn- hildur Guðmundsdóttir. Við í FOSA óskum Ögmundi og öðru nýju starfsfólki BSRB farsældar í starfi. Stjórnarkjör fór þannig að ríkisstarfsmenn eiga 11 l'ulltrúa og bæjarstarfsmenn 8. Þingið þótti bæði langt og strangt og málin mörg sem af- greiðslu hlutu og vel að þeim staðið. Frétt frá Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi. stöðina í flugmálaáætlun fyrir 1989 en á næsta ári yrði Flug- málastjórn í fyrsta sinn að miða framkvæmdir við tekj ur sínar og þá kæmu tekjur til framkvæmda inn á skemmri tíma en á meðan framkvæmdir hefðu verið á fjár- lögum. Þetta gerir það að verk- um að líklegt er að framkvæmd- um við flugstöðina seinki fram á sumar, þó svo að hér sé um innivinnu að ræða sem heppilegt er að vinna að vetri til. Þó er ekkert afráðið í þessum efnum enn og því ekki ljóst hvort stöð- in verður tilbúin í ágústmánuði, eins og áformað var í upphafi, eða seinna á næsta ári. Ingólfur sagði að auk flug- stöðvar á Norðfirði ríkti sama óvissa með áframhald fram- kvæmda við flugstöðina á Egiis- stöðum. Hann sagði að fjögurra til sex mánaða vinna væri eftir við stöðina á Norðfirði og yrðu þær framkvæmdir boðnar út í einum pakka. Iib Hópur kvenna af Austur- landi, sem sótti kvennaþingið í Osló á dögunum, fundaði á Eg- ilsstöðum þann 6. nóvember sl. Hópurinn hefur sent frá sér áskorun, þar sem skorað er á börn, foreldra, afa, ömmur, nemendafélög, foreldrafélög og önnur félög að hefja umræðu um áhrif auglýsinga, sem ætlað er að höfða til barna í auglýs- ingaflóðinu fyrir jólin. Fundurinn varpar fram spurningum og ábendingum og í frétt frá hópnum er spurt: Hvaða áhrif hafa leikfangaaug- lýsingar í sjónvarpinu? - Erum við sátt við það, að auglýsingar segi börnunum hvað við eigum að gefa þem í jólagjöf? - Hvað getum við gert? Vöndum valið, veljum ekki stríðsleikföng né ljót leikföng. Hugsum um einstaklinginn, sem gjöfina á að fá og þá ábyrgð sem gefandi ber. Gildi gjafar felst ekki í háu verði. Jólin eru friðarhátíð. Úr frétt frá kvennaþingskonum Opið hús (f í tilefni af Norrænu tækniári verður opið hús hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins útibúinu Neskaupstað, sunnudaginn 20.nóv. næstkomandi. Stofnunin er til húsa í loðnubræðslu SVN og gengið er inn að austanverðu. Eru allir sem áhuga hafa velkomnir til að kynna sér starfsemi útibúsins á miUi kl. 13 og 17 þann dag. VIÐ ERUM FLUTT Verslun SÚN er ekki lengur í „Steininum" heldur í mun stærra húsnæði að Hafnarbraut 6 Vöruúrvalið vex dag frá degi - Lítið inn VERSLUN SÚN ^7 SÍiyiM V? NESKAUPSTAÐ S 711 33 Nýja flugstöðin. Mynd hb

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.