Austurland


Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 2

Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR, 29. MAÍ 1991. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Rítstjóri: Smári Geirsson (ábm.) ® 71630 Ljósmyndari: Ari Benediktsson Ritstjórnarskrifstofa: ® 71750 og 71571 Auglýsingar og dreifing: Sólveig Hafsteinsdóttir S 71571, 71750 og 71930 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 8 Pósthólf 75 - 740Neskaupstaður • ® 71750og71571 AU STLTRLAND er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Prentun: Nesprent Sj ómannadagurinn Á hátíöarstundum er oft haft á orði að sjómanna- stéttin sé sú stétt manna sem íslenska þjóðin eigi mest að þakka hina almennu velferð. Auðvitað er erfitt að leggja slíkan mælikvarða á einstakar stéttir í jafn fjölbreyttu þjóðfélagi og þjóðfélagi nútím- ans. Hitt er flestum ljóst að með margvíslegum rökum er hægt að benda á að mikilvægi þeirra starfa sem sjómenn vinna fyrir þjóðarbúið í heild er mjög mikið. Sú stétt sem færir til lands undirstöðu verðmæta- sköpunar þjóðarbúsins hlýtur óhjákvæmilega að skipa virðingarsess meðal þjóðarinnar. Oft á tíðum vill gleymast hlutur sjómanna þegar almennt er rætt um stöðu og mikilvægi sjávarútvegs, Hlutur þeirra þykir sjálfsagður og það er ekki fyrr en eitthvað stöðvar hið venjulega að menn átta sig á hve mikil- vægt er að afli berist að landi. Miklar breytingar hafa átt sér stað í sjávarútvegi á síðustu árum og áratugum. Flestar þessara breyt- inga snerta sjómenn beint eða óbeint. Á síðasta ári hafa m.a. verið áberandi þær breytingar sem orðið hafa á ákvörðun fiskverðs og þær afleiðingar sem slíkt hefur haft á kjör sjómanna. Nokkrar deilur hafa verið milli sjómanna og ein- stakra útgerðaraðila sem benda til þess að í framtíð- inni verði að finna nýjar leiðir til ákvörðunar um kjör sjómanna. Hinn mikli munur milli launakjara sjómanna eftir því hvaða farveg afli þeirra fer til neytandans er algerlega óviðunandi. Hlutur sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum er svo mikill að nauðsynlegt er að allir þeir aðilar sem við þann atvinnuveg starfa búi við sem best kjör. Þessi staðreynd blasir við flestum þeim sem búa í hinum mörgu sjávarbyggðum allt umhverfis landið, en því miður er ýmislegt sem bendir til að sá hópur sem ekki áttar sig á þessari staðreynd fari stækkandi og það sem verra er að völd þeirra fari vaxandi. Það er vel til fundið að ár hvert skuli dagur einn vera kenndur við sjómannastéttina og þann dag skapi íbúar sjávarbyggðanna sannkallaða hátíð. Víða er sjómannadagshelgin ein aðal hátíðarhelgi ársins og segir það meira en margt annað um þann hug sem almennt er borinn til sjómannastéttarinnar í þessum byggðum. AUSTURLAND óskar öllum sjómönnum til ham- ingju með sjómannnadaginn og hvetur til almennrar þátttöku í hátíðarhöldum dagsins. ems. Sveitarstjórnarmenn á Eskifirði og Reyðarfirði álykta um jarðgangagerð Á sameiginlegum fundi sveit- arstjórnarmanna á Eskifirði og Reyðarfirði sem haldinn var fyr- ir skömmu var samþykkt álykt- un um jarðgöng á Austurlandi. Ályktun þessi hefur verið kynnt í fjölmiðlum og vakið allmiklar umræður. Umrædd ályktun er svofelld: 1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi er sammála um að jarðgöng frá Héraði til Vopnafjarðar hafi forgang þegar jarðgangagerð hefst á Austurlandi. 2. Það er krafa bæjaryfirvalda á Eskifirði og Reyðarfirði að næsti áfangi í jarðgangagerð þar á eftir, séu jarðgöng úr Reyðarfirði til Fáskrúðs- fjarðar eða suður í Breiðdal með hliðargöngum í Fá- skrúðsfjörð, ef það er hag- kvæmara. 3. Jafnframt telj a bæj aryfirvöld á Eskifirði og Reyðarfirði að kanna beri möguleika á rekstri opinnar lítillar bíl- ferju yfir Berufjörð. 4. Bæjaryfirvöld á Eskifirði og Reyðarfirði telja að tengja beri Neskaupstað og Seyðis- fjörð við strandbyggðirnar með göngum frá Eskifirði til Norðfjarðar og þaðan til Mjóafjarðar og svo til Seyð- isfjarðar. Með þessu móti yrðu báðir staðirnir inni á at- vinnusóknarsvæði væntan- legrar stóriðju á mið-Aust- urlandi. Auk þess skapast auknir möguleikar á sérhæf- ingu í fiskiðnaði með bættum sarúgöngum milli sjávarút- vegsstaðanna. 5. Það er álit bæjaryfirvalda á Eskifirði og Reyðarfirði að framangreind forgangsröð verkefna muni koma fjórð- ungnum öllum til góða, og stuðla að eflingu og jafnvægi milli einstakra þjónustu- kjarna á Austurlandi. AUSTURLAND hafði sam- band við Arngrím Blöndahl bæjarstjóra á Eskifirði og innti hann eftir ástæðum þess að esk- firskir og reyðfirskir sveitar- stjórnarmenn ályktuðu um framkvæmdir á sviði samgöngu- mála með þessum hætti. Arn- grímur sagði að nú stæðu menn frammi fyrir því að ákveða með hvaða hætti rannsóknarfé vegna jarðgangagerðar á Austurlandi yrði nýtt og því væri nauðsyn- legt að hefja umræðu um þessi mál. Hann sagði aðstcfnumörk- un á sviði jarðgangagerðar á Austurlandi væri ekki nógu skýr nema hvað varðar Vopnafjörð og því væri nauðsynlegt að menn áttuðu sig á þeim verkefn- um sem fyrir lægju og í hvaða röð ætti að sinna þeim. „Þessi ályktun er innlegg í þá umræðu sem þarf að fara fram vegna stefnumörkunar með hagsmúni alls fjórðungsins í huga“ sagði Arngrímur í samtali við blaðið. Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði og fulltrúi í Jarðganganefnd samgöngu- ráðuneytisins var inntur álits á ályktun þeirra Eskfirðinga og Reyðfirðinga. Þorvaldur sagði það sína skoðun að mjög óheppilegt væri að einstakar sveitarstjórnir væru að álykta um þessi mál á þessu stigi. „Við Austfirðingar þurfum að kom- ast að endanlegri niðurstöðu um jarðgangaframkvæmdir á okkar eigin vettvangi en ekki deila um þetta mikla hagsmunamál okkar í fjölmiðlum" sagði Þorvaldur í lok samtalsins við AUSTUR- LAND. í lok síðustu viku samþykkti sveitarstjórn Búðahrepps stuðningsyfirlýsingu við ályktun Eskfirðinga og Reyðfirðinga. Sigurður Jónsson í leik með Arsenal. Hann mun leiðbeina ungum knattspyrnumönnum í Neskaupstað í sumar. Knattspyrnuskóli Þróttar SigurðurJónsson mun heimsækja skólann Starfsemi knattspyrnuskóla Þróttar hefst 30 maí nk. og eru nemendur beönir að mæta í Þróttarher- bergið í íþróttahúsinu til skráningar þann dag kl. 14tKl. Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 6 - 10 ára og verður skólagjaldið 4.800 kr. Leiðbeinandi verður Guðbjartur Magnason en í lok júní mun Sigurður Jónsson, atvinnumaður hjá enska liðinu Arsenal, leiðbeina krökkunum í viku- tíma.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.