Austurland - 29.05.1991, Page 7
MIÐVIKUDAGUR, 29. MAÍ 1991.
7
Sparisjóður Homafjarðar og
nágrennis er nýstofnaður og var
fyrsti afgreiðsludagur hans 3. maí
sl. AUSTURLAND hafði sam-
band við Önnu Sigurðardóttur
sparisjóðsstjóra og innti hana eft-
ir því hvemig nýja peningastofn-
unin hefði farið af stað.
Anna sagði að fyrsti af-
greiðsludagur sjóðsins hefði
verið hreint stórkostlegur. Pað
hefði verið fullt út úr dymm nær
allan daginn og viðskiptin hefðu
blómstrað strax. Og segja má að
opnunardagurinn hafi gefið tón-
inn því þegar þetta er skrifað
eru innlán orðin um 40 milljónir
króna og búið að stofna 540
Lífeyrissjóður Austurlands
- vaxandi sjóður
Landsbankahlaup
Landabankahlaup fór fram laugardaginn 25. maí sl. Hlaupið
var á tíu stöðum austanlands og var þátttaka góð.
Helstu úrslita í hlaupinu verður getið í næsta blaði.
Myndin sýnir ungar stúlkur í Neskaupstað spretta úr spori í
Landsbankahlaupi.
Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis
Samfelld uppsveifla
frá opnun
reikninga í sjóðnum. Þetta er
stórkostlegur árangur á rúmum
þremur vikum.
Aðspurð sagði Anna að for-
svarsmenn sjóðsins væru mjög
ánægðir með upphaf starfsem-
innar og móttökur íbúanna
sýndu að þeir kynnu að meta
það að sjóðurinn væri í eigu
heimamanna og undir heima-
stjórn.
Allt starfsfólk sparisjóðsins
að Önnu Sigurðardóttur undan-
skilinni starfaði áður við útibú
Samvinnubankans á Höfn þann-
ig að þó að stofnunin sé kornung
þá nýtur hún þekkingar reynds
starfsfólks.
Fulltrúafundur var haldinn í
Lífeyrissjóði Austurlands, að
Hótel Tanga, Vopnafirði,
fimmtudaginn 16. maí sl.
Formaður stjórnar Jón
Guðmundsson, setti fundinn og
kvaddi hann Sigurð Ingvarsson
til, sem fundarstjóra og Hrafn-
kel A. Jónsson, sem fundarrit-
ara.
f skýrslu stjórnar kom fram,
að rekstur sjóðsins er traustur
og að sjóðurinn er enn vaxandi.
Alls greiddu 5.595 félagar hjá
715 atvinnurekendum iðgjöld til
sjóðsins á árinu.
Iðgjöldin námu alls kr. 451
milljón, sem er 29% hækkun frá
fyrra ári. Lífeyrissjóðsgreiðslur
sjóðsins námu kr. 60 milljónum
sem er 37% hækkun frá fyrra
ári. Lífeyrisþegar voru 552 og
hafði þeim fjölgað um 50 frá ár-
inu áður. 336 fengu greiddan
ellilífeyri, 157 makalífeyri, 104
örorkulífeyri og 26 barnalífeyri.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu
lífeyris nam kr. 2.962 milljónum
í árslok, hafði hún hækkað um
kr. 758 milljónir milli ára eða
um 34%.
Lífeyrissjóður Austurlands
gekk á undan öðrum lífeyris-
sjóðum með lækkun á vöxtum
af lánum til sjóðfélaga í 6.9%.
Vegnir meðalvextir, sem áður
var miðað við eru í dag 7.9%.
Á árinu voru veitt lán til 139
sjóðfélaga að upphæð 86 millj.
26. febrúar sl. voru send út
sjóðíélagayfirlit í 3. sinn til
6.929 einstaklinga. 41 aðili átti
yfir 40 stig um síðustu áramót 1
átti yfir 50 stig og 1 62 stig.
Norðfirskum sjómönnum
og fjölskyldum þeirra eru
sendar innilegar
hamingjuóskir í tilefni
sjómannadags
jflW NESKAUPSTAÐUR
Lífeyrissjóður Austurlands Raunávöxtun á fjármunum
birti á árinu auglýsingar um rétt- sjóðsins var á árinu 8.4%, en
indi sjóðfélaga í fréttablöðum í var 8.8% árið áður.
umdæmi sínu, sem ætlað var að Framkvæmdastjóri lífeyris-
vekja athygli manna á réttind- sjóðsins er Gísli Marteinsson
um þeim, er aðild að sjóðnum Neskaupstað.
veitir.
Jaktu sjó-
manna-
VIÐ LÆKINN
NESKAUPSTAÐ ® 71288
Fasteignirtilsölu
Breiðablik 4 Rúmgott einbýlishús á 2 hæðum með
innbyggðum bílskúr, 220 m2, 6 svefnh., góð lóð
Gilsbakki 13 Tíu ára gamalt einbýlishús, 135 m2,5 svefnh.,
50 m2 bílskúr, góð lóð
Hafnarbraut 32 Efri hæð á tvíbýli, gott útsýni, 2 svefnh.
Hlíðargata 14a 5 herb. parhús á tveimur hæðum ásamt
kjallara
Hlíðargata 10 Lítið snoturt einbýlishús
Hólsgata 8 Þriggja herb. íbúð á neðri hæð
Naustahvammur 20 Lítið einbýlishús á tveimur hæðum,
4 herb.
Nesbakki 17 Fjögurra herb. íbúð á efstu hæð
Strandgata 22 Þriggja herb. íbúð á efstu hæð, gott útsýni
Tröliavegur 3 Lítið snoturt einbýlishús á tveimur hæðum,
2 svefnh.
Blómsturvellir 16 Þriggja herb. íbúð í parhúsi
Þórhólsgata 1 Þriggja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli
Atvinnuhúsnæði við Haf narbraut Til sölu eða leigu - miklir
möguleikar
ViðskiptaþjóuiLstfl AiLsturíand.s hf.
I'.gil.slmiui 11 - 740 Ni'.skiiup.sluóur
l ulsími 97-71790 - Mviul.sími 97-7I690