Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR, 29. MAÍ 1991.
3
Reyðarfjarðarkirkja.
Reyðarfjarðarkirkja
80 ára
Hinn 18. júní nk. verður
Reyðarfjarðarkirkja 80 ára en
afmælis hennar var minnst
19.maí sl., á hvítasunnudag.
Kirkjan var vígð 18. júní 1911
og sama ár var kirkjan á Hólm-
um rifin og lögð niður. Hólmar
voru hinsvegar prestssetur allt
til 1930. Það var Rögnvaldur
Ólafsson sem teiknaði Reyðar-
fjarðarkirkju.
Þegar afmælis kirkjunnar var
minnst sl. hvítasunnudag var
efnt til hátíðarguðsþjónustu og
að henni lokinni tók Guðmund-
ur Magnússon safnaðarfulltrúi
fyrstu skóflustunguna að nýju
safnaðarheimili sem reisa á við
kirkjuna. Síðar um daginn var
boðið upp á kirkjukaffi í Félags-
lundi þar sem flutt voru ávörp
og tónlistardagskrá.
Til lesenda
og auglýsenda
í suraar, eða frá og með 1. júní, verður rit-
stjórnarskrifstofa AUSTURLANDS opin kl. 830
— 1200 alla virka daga. Tekið er einnig á móti
auglýsingum í síma 71571 á mánudögum og
þriðjudögum kl. 1300 - 1600.
Þeir sem vilja hafa samband við ritstjóra
utan skrifstofutíma hringi í síma 71630 eða
tah skilaboð inn á símsvara í síma 71750.
Kappróður
Þær sveitir sem ætla að taka þátt í kappróðri
sjómannagsins í Neskaupstað, sem fram fer
á laugardaginn láti skrá sig hjá Gísla í síma
71464 eða 71333
Sjómannadagsráð Neskaupstaðar
Glæsilegt sjómannadagsblað
14. árgangur Sjómannadagsblaðs Neskaupstaðar að koma út
Um þessar mundir er verið að
ljúka vinnslu 14. árgangs Sjó-
mannadagsblaðs Neskaupstað-
ar. Þetta blað verður einkar
glæsilegt og 132 blaðsíður að
stærð. »
í blaðinu er mjög fjölbreytt
efni sem ætti að höfða til allra
Austfirðinga og auk norðfirsks
efnis má nefna greinar sem
snerta sérstaklega Eskifjörð,
Reyðarfjörð, Austur-Skafta-
fellssýslu, Seyðisfjörð, Hérað
og fleiri staði ásamt greinum
sem fjalla um málefni sjávarút-
vegs á Austurlandi almennt.
Af einstökum greinum má
t. d. nefna umfjöllun Jóhanns
Sigurjónssonar sjávarlíffræð-
ings um hvali og hvalveiðar ,við
Austfirði og samantekt Smára
Geirssonar um Andrafélagið' á
Eskifirði sem var brautryðjandi
á sviði togaraútgerðar í fjórð-
ungnum. Þá eru í blaðinu merk
viðtöl eins og t. d. við Karl Lúð-
víksson frá Norðfirði.
Greinarhöfundar í blaðinu
eru fjölmargir. Á meðal þeirra
eru Magni Kristjánsson, Aðal-
steinn Gíslason, Smári Geirs-
son, Jóhann Sigurjónsson, Gísli
Björnsson, Guðmundur
Bjarnason, Jósafat Hinriksson,
Hilmar Bjarnason, Friðrik
Steinsson og Björgúlfur Gunn-
laugsson.
Sjómannadagsblað Neskaup-
staðar er gefið út af Sjómanna-
dagsráði Neskaupstaðar en rit-
stjóri blaðsins er Sntári Geirs-
son og framkvæmdastjóri útgáf-
unnar Magni Kristjánsson.
Blaðið er sett og brotið um í
Nesprenti hf. í Neskaupstað en
prentað í Odda hf. í Reykjavík.
Nú geta áhugasamir lesendur
þessa ágæta blaðs gerst áskrif-
endur að því með því að hringja
í síma 71707 og láta skrá sig.
Nýr umdæmissíjóri
Flugleiða á Austurlandi
Bergþór Erlingsson hefur hjá Flugleiðum sem flugaf-
verið ráðinn umdæmisstjóri greiðslumaður á Akureyrarflug-
Flugleiða á Austurlandi með að- velli árið 1978. Hann varð síðar
setur á Egilsstöðum. Hann tek- afgreiðslustjóri á Akureyri og
ur við af Rúnari Pálssyni, sem staðgengill umdæmisstjóra þar.
lét af störfum um síðustu mán- Bergþór er kvæntur Heiðdísi
aðamót. Þorvaldsdóttur og eiga þau fj ög-
Bergþór Erlingsson hóf störf ur börn.
Hótel Egilsbúð
Fimmtudag 30. maí
Pizzakvöld kl. 1800 - 2100
Stúkan opin til kl. 2330
Föstudag 31. maí
Stórdansleikur með
Síðan skein sól
kl. 2300 - 0300
Aldurstakmark 16 ár
Stúkan opin til kl. 0300
Laugardag 1. júní
Stúkan opin til kl. 0300
Sunnudag 2. júní
Dansleikur kl. 2300 - 0300
Súellen leikur
Aldurstakmark 18 dr - Snyrtilegur klæðnaður
Hótel Egilsbúð 71321