Austurland


Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 4

Austurland - 29.05.1991, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR, 29. MAÍ 1991. SUMARFERÐALAG VERKALÝDSFÉLAGS NORÐFIRÐINGA Fariö veröur frá Neskaupstaö mánudaginn 29. júlí kl. 900, ekiö sem leið liggur í Kirkjubæjarklaustur og gist þar. Gist 2 nætur á Hvolsvelli Gist 3 nætur á Laugarvatni Gist 3 nætur í Bifröst Gist 3 nætur í Sæluhúsinu Dalvík Skoðunarferðir frá öllum áningarstöðum. KOSTNAÐUR: Morgunveröur, kvöldmatur, gisting og bíll, 12 dagar kr. 5.000,- pr. dag á mann alls kr. 60.000,-. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS. Þeir sem hafa hug á að fara þessa ferð hafi samband við skrifstofu félagsins fyrir 1. júlí nk. Staðfestingargjald greiðist fyrir sama tíma. Sími 71230. Verkalýðsfélag Norðfirðinga Nýtt ISIýtt Höfum fengið inn nýja iínu af barnavörum: Heimilssdeild Kf. Fram ★ Stólar ★ Baðborð ★ Göngugrindur ★ Ferðarúm ★ Kerrur ★ Bílstólar ★ Bílpúðar ★ Barnavagnar Mikið úrval af leikföngum ÍSLANDSMÓTIÐ 3. DEILD: Neskaupstaðarvöllur (malarvöllur) Þróttur-Skallagrímur Laugardaginn 1. júní kl. 1415 ALLIR Á VÖLLINN Þróttur Glettingur Nýtt austfirskt tímarit , Nú um mánaðamótin maí- júní mun fyrsta hefti nýs aúst- firsks tímarits sjá dagsins ljós. Tímaritið mun bera heitiö Glettingur og áformað er að það komi út 4 - 6 sinnum á ári og hvert hefti verði 40 blaðsíður að stærð. Það er Prentverk Austurlands í Fellabæ sem gefur tímaritið út og mun Prentverkið sjá um alla þætti útgáfunnar að efnisöflun undanskilinni. Efnisöflunin verður í höndum ritnefndar og ritstjóra sem áformað er að ráða í hlutastarf. Fólk hefur þegar verið fengið til setu í ritnefnd- inni og er það búsett á svæðinu frá Bakkafirði í norðri til Hafn- ar í Hornafirði í suðri. Hlutverk ritnefndarmanna er að afla efnis úr sinni heimabyggð og hafa áhrif á ritstjórnarstefnu tíma- ritsins og skipulag þess. Eins og fyrr segir er áformað að ráða rit- stjóra til starfa við Gletting en fyrsta heftinu er ritstýrt af þeim Finni N. Karlssyni, Helga Hall- grímssyni og Sigurjóni Bjarna- syni. Glettingi er ætlað að vera eins konar millistig á milli fjórðungs- blaðanna og hérðastímaritanna Múlaþings og Skaftfellings. Tímaritinu er m. a. ætlað að birta gamlar og nýjar frásagnir, viðtöl, greinar á sviði sagnfræði, náttúruvísinda og austfirskra bókmennta, efni úr eldri ritum svo og skáldskap og ádrepur. Tímaritið á að vera ópólitískt að öðru eyti en því að það mun Syndum í sumar Hér í blaðinu í dag er auglýstur opnunartími sundlaugarinnar í Neskaupstað fyrir sumarið. Þar kemur fram að sundlaugin er opin frá klukkan 7 til 19 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, klukkan 7 til 21 þriðjudaga og fimmtudaga og á laugardögum og sunnudögum er sundlaugin opin frá klukkan 10 til 16. Hér er um verulega aukna opnun á sundlauginni að ræða og er með þessum opnunartíma reynt að koma til móts við óskir sem flestra. Aukin opnun á sundlauginni hefur að sjálfsögðu í för með sér aukinn rekstrarkostnað, en á móti kemur aukin aðsókn. Verið er að kaupa yfirbreiðslu á sundlaugina og á þessi yfir- breiðsla að draga verulega úr kyndingarkostnaði, en hún kostar um eina milljón króna. Á næsta ári er síðan ráðgert að fara í veruiegar endurbætur á sundlaugarkerinu. Við skorum á bæjarbúa að sækja sundlaugina reglulega í sumar og sýna í verki að menn meta það að sundlaugin sé meira opin en venja hefur verið til. Það er kunnara en frá þurfi að segjá hversu hollt það er að stunda sund og góð heilsa er gulli betri. Petrún Jónsdóttir Guðmundur Bjamason Fortnaður tómstundaráðs Bœjarstjóri draga taum fjórðungsins sem heildar. Fyrirmyndin að Glett- ingi mun að nokkru leyti vera tímaritið Gerpir sem gefið var út af Fjórðungsþingi Austfirð- inga á árunum 1947 - 1951. Sjálfsagt munu margir Aust- firðingar bíða spenntir eftir að fá fyrsta hefti þessa nýja rits í hendur. SG Skondin afmælisfrétt Af einhverjum undarlegum ástæðum flutti Ríkisútvarpið þá frétt á Rás 2 að morgni sl. fimmtudags að Verkalýðsfélag Norðfirðinga væri sjötugt þann dag. Kom þetta ýmsum í opna skjöldu og þá ekki síst Norðfirð- ingum en sumir brugðust þó skjótt við og sendu skeyti eða hófu að undirbúa kaup á blóma- körfum til að færa afmælisbarn- inu. Pegar leið á daginn áttuðu sig flestir á því að fréttin átti ekki við rök að styðjast og var þá skeytasendingum og blóma- kaupum slegið á frest. Staðreyndin er sú að Verka- lýðsfélag Norðfirðinga verður ekki sjötugt fyrr en á næsta ári. VerklýðsfélagNorðfjarðar, eins og félagið var nefnt í upphafi, var nefnilega stofnað árið 1922 en ekki árið 1921 eins og þeir útvarpsmenn virtust hafa upp- lýsingar um.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.