Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Síða 2
Söngtextar
SAKNAÐARLJÓÐ
X þýddi. Massenel.
Þau liðu min unaðar ár,
ó, hversu fljótt glataði ég þeirra frið.
Horfinn er himininn blár,
heyrt get ég vart fuglanna glaðvœra klið.
Hamingjuskeiðið leið skjótt, —
skildi mig eftir i kolsvarlri nótt;
nii sé ég varla, þótt sólin verrni hvern ein-
mana hlyn.
Allt er svo dimmt; að fœrist eefinnar kvöld.
Hjartað er sœrt, sál min þjökuð og köld.
Fölnað er allt, frosið i hel.
ÚTI ERT ÞÚ VIÐ EYJAR BLÁR
Þjóðvísa. Þjóðlag úr Ólafsfirði.
Bjarni Þorsteinsson raddsetti.
Úti ert þú við eyjar blár,
en ég er vestur á Dröngum;
fagur blóminn kvenna klár,
kalla ég löngum,
ltalla ég löngum á livöldin.
í FJALLADAL
Guðm. Guðmundsson. Þýzkt þjóðlag.
/ fjalladal, i fjalladal
er fagurt oft á vorin,
er grcenkar hlið og glóa blóm
og glymur loft af svanahlfóm.
/ fjalladal, i fjalladal
er fagurt oft á vorin.
SVÖRTU AUGUN
Texti: Kolbeinn Högnason. Rússn. þjóðlag.
Enn þann undramátt,
enn þann töframátt,
þvi í rökkurhyl
þinna augna átt.
I þeirri œginátt
sá ég brenna bál,
það er kœrleikskvöl
kveikti minni sál.
Hve þú bindur mig.
Hve þú leiðir mig.
Hve þú blindar mig.
Hve þú seiðir mig.
Og ég elska þig,
en ég hrceðist þig.
— Ó sú ólánsstund
að ég hitti þig.
En ég sakna ei hót,
að ég sá þig snót,
er mín léttúð lund
lagði undir fót.
Heilsa ég helju saill
farist fleytan min,
sökum þess ég sá
svörtu augun þín.
Hve þú hindur mig.
Hve þú leiðir mig.
Hve þú blindar mig.
Hve þú seiðir mig.
°g ég elsha þig,
en ég hrœðist þig.
— Ó sú ólánsstund
að ég hitti þig.
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ. Vikublað. — Ritstjórar: Ben. Gíslason frá Hofteigi og Helgi Kristinsson.
Útgefandi: Nýtt útvarpsblað h.f., Tjarnargötu 10 (gengið inn frá Vonarstræti). Sími 80221.
PRENTVERK GUOM. KRISTJAN5SONAR
2 NÝTT ÚTVARPSBLAÐ