Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Blaðsíða 3
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ 1. árgangur . 3. tölublað
Útvarp Reykjavík!
í síðasta tölublaði var minnst á áhrifa-
vald ltinna pólitísku flokka á starfsemi út-
varpsins, hvernig hinu pólitíska valdi hef-
ur verið misbeitt, og getur orðið misbeitt,
gagnvart þeim, sem llytja efni í útvarpið, og
þeim, sem nota það efni til að heyra, ef hin
hárnæma tunga hlutleysisins finnur eitt-
hvað bragð af efni, sem á einhvern hátt er
utan við paragraffinn um hlutleysi og ó-
virkleika að efni, sem er aðal stefna — og
hlýtur að vera aðalstefna útvarpsráðs, —
sem er skipað af pólitískum flokkum.
Það verður því að vera föst og markviss
stefna, að losa útvarpið undan slíkum yfir-
ráðum, og gera það sjálfstætt menningar-
tæki, er ekki lúti neinum boðum né bönn-
um, öðrum en hinnar siðlegu skyldu, að
fara aldrei út af mælisnúru siðlegrar túlk-
unar, hvað sem túlkað er.
Ekkert það efni er uppi á teningi með
menningarþjóð, er eigi má ná eyrum henn-
ar í gegnum siðlega túlkun — að ekki sé
nú talað um listræna túlkun —, og ekkert
siðað þjóðfélag getur meinað þegnum sin-
um að taka til máls um áhugaefni sín, ef
þeir að öllu leyti túlka mál sitt siðmann-
lega. Það er bara líf og andi Hafnarstrætis-
ins, sem á þangað ekkert erindi, en svo ein-
kennilega hefur viljað til í sögu útvarps-
ins undir flokkamenningarráðum, að tek-
inn hefur verið upp sérstakur þáttur fyrir
þetta stræti x útvarpinu, og það má segja til
athugunar um menningarástand þjóðarinn-
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ
ar, að það blöskraði ekki öllum. Og inní
sjálfu flokksmenningaráðinu munaukheld-
ur hafa verið til sá skilningur, að þetta væri
orðinn það „snar þáttur“ af þjóðlífinu, að
það ætti rétt á sínum anda í útvarpinu,
ef alls réttlætis væri gætt. Negra jass og jap-
anskur söngur voru svörin við óskum heils
átthagafélags og 335 prívat manna við frek-
ari túlkun á verkum afkastamesta tónskálds
þjóðarinnar. Og þegar sá, sem þetta ritar,
óskaði að fá að tala í útvarpið þrjú erindi
um manntalið 1703 á íslandi, þá var svarið
linnn erindi frá Palestínu. Að vísu var hann
ekki búinn að læra að tala, og sagði að Dan-
ir hefðu falið manntalið uppundir 200 ár,
en átti auðvitað að segja, að þeir hefðu
gengið svo vel frá því, að það hefði geymst
í næstu tæp 200 ár, til óbætanlegs tjóns fyrir
þjóðina í stjórnmálalegu og fræðintennsku-
legu tilliti. Þetta var óskapleg villa, því til
er handritmál, ákaflega stórt og viðkvæmt
mál, og líklgea ekki liægt að sigra í því máli,
nema eftir sömu leiðum og karlssynir frels-
uðu kóngadætur úr tröllahöndum í ævintýi'-
unum. Þetta er sagt til réttlætingar ráðinu!
En þessi dæmi nægja til að sýna, að nokkur
átök geta verið á leyndarplani útvarpsins,
sem þjóðin fær aldrei að vita um, enda er
það styrkur útvarpsins, að þjóðin veit hvað
hún hreppir í útvarpinu, en ekki hvað hún
ekki hreppir, en líka jafnframt hinn mikli
galdur, sem heitir útvai psstarfsemi, Jjví það
verður að vera betra, sem hún hreppir, en
það sent hún ekki hreppir, og er það eitt
hið mikla réttlæti og stranga hlutleysi, sem
ber að gæta í útvarpinu.
Það er ljóst mál, að ef útvarpsstarfsemi
á að vera hlutlaus af flokkapólitík, þá verð-
3