Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Síða 12

Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Síða 12
1 GESTUR PÁLSSON: Kærleiksheimilið i. Það var mesta rausnarkona hún Þuríður á borg, mesti skörungur í héraðinu. Hún hafði verið þrígiit og lifað menn sína alla, og verið jafnt húsbóndi sem húsmóðir fyr- ir þá alla. Nú var hún komin yfir fimmtugt, en var þó ern og fjörug enn; hún var lág vexti, föl í andliti, en þó þykkleit, og hafði verið lagleg kona á yngri árum, en var nú orðin töluvert feitlagin með aldrinum. Þur- íður var kona vel fjáð, bæði að fasteign og lausafé. Auk jarðarinnar, Borgar, sem var stærsta og bezta jörðin þar um sveitir. Átti hún aðrar minni jarðir. Mest fé sitt hafði hún grætt eftir dauða manna sinna og sýnir það röskleik hennar og búshyggju. Jað skein líka rausnin og stórmennskan út úr henni; þegar hún gekk um hlaðið á Borg og skip- aði Jyrir um vinnu og heimilishagi og lióf röddina svo, að glöggt heyrðist úl fyrir tún- garð, þá var svipur á henni. Ráðsmann hafði hún, er Kristján hét, og gárungarnir kölluðu Kristján fjórða; ckki er gott að vita hvernig á því stóð; að þeim hafi þótt hann líkjast konunginum með því nafni, er ólíklegt, og næst mér er að halda, að þeir kunni að hafa setta hann í eitthvert sani- band við þrjá menn Juríðar. Kristján var húsmóður sinni þarfur maður. Því hann var eljamaður hinn mcsti, íáorður og hlýð- inn henni og dugnaðarmaður til allra verka, þótt hann, er saga þessi gerist, sé kominn yfir fertugt. Var því altalað þar, um hér- aðir, að Kristján lifði í góðu yfirlæti hjá ríku Þuríði á Borg og hann ætti meira en vinnumannsatlæti að fagna. Með seinasta manni sínum hafði Þuríður átt son, er Jón hét; það var einkabarn henn- ar og unni hún Jóni mjög, Hún liafði sýnt Jjað, að liún elskaði liann, með Jjví að aga liann í uppvextinum. Hún hafði ætlað að gera hann að fyrirmynd ungra manna að uppeldi, og til þess beitti hún jafnt prédik- unum, löngum kristindóms útskýringum og vendinum. Hún vann það líka á, að Jón varð mesta stillingarbarn, sem gerði sig aldreisekan í ærslum eða nokkurs konar ó- knyttum, því hann var svo hræddur við móður sína, að hann hélt að hún væri al- staðar nálægt sér. Þannig liðu vaxtarár Jóns. Nú var hann orðinn 19 vetra piltur, laglegur, en fremur lítill vexti, liinn stilt- asti, og kom sér vel við alla. Sóknarpresturinn Jjar í sveitinni hét séra Eggert og bjó á prestsetrinu Bakka, næsta bæ við Borg. Hann var maður hniginn að aldri, kominn um sextugt, en J)ó hielsugóð- ur enn. Hann var kallaður góður ræðumað- ur og virtur mjög og elskaður af flestum sóknarbörnum sínum. En ráðrlkur Jjótti liann nokkuð um flest liéraðsmál, og liin síðustu ár hafði hann orðið að standa í mesta stímabraki í hreppsnefndinni; hann var nokkuð uppstökkur og hráður, ef ein- hver hafði á móti skoÖunum hans, enda hafði hann áður verið óvanur því. En iyrir fáum árum var nýr maður kominn í svcit- ina, er Björn hét og bjó á Krossi. Hann var ungur maður, dugnaðar- og iðjumaður hinn mesti og greindur vel. Það var því eðlilegt að hann væri brátt kosinn í hreppsnefnd- ina, og var hann „Þrándur í Götu“ séra 12 NÝTT ÚTVARPSBLAÐ

x

Nýtt útvarpsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.