Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Side 11
Rætt um útvarpið
Þegar maður talar við mann um dagskrá ís-
lenzka ríkisútvarpsins, er það næsta fátítt að
henni sé hrósað. Nú er slíkt engan veginn örugg
sönnun þess að þar komi ekkert nýtilegt fram,
heldur mun þessi almenna skoðun fremur eiga
rót sína að rekja til þess að margir eiga örðugt
með að gera sér þess fulla grein, hvað þeir vilja
hlusta á og hvað ekki, og hliðra sér hjá að beita
heilbrigðri dómgreind í mati sínu á þessu mjög
svo þýðingarmikla menningartaeki.
í þessum línum mun ég leitast við að gera
grein fyrir því, sem ég tel miður fara hjá ráða-
mönnum útvarpsins. Verður þó rúmleysis vegna
að stikla á stóru, og gagnrýni á einstökum dag-
skrárliðum get ég ekki farið út í að þessu sinni.
Þó skal, áður en lengra er farið, viðurkennt, að
í dagskrá útvarpsins flýtur stundum eitt og ann-
að með, sem er allra góðra gjalda vert, en fyrir-
ferð þess er svo lítil, á móti öllu hinu, sem öðru
máli gegnir um, að útkoman verður allt annað
en glæsileg. Það er vægt til orða tekið að segja,
að í heild er hið talaða orð í útvarpinu einhliða
og harla fjörefnasnautt. Sömu menn ræða þar æ
ofan í æ og hafa fyrir löngu gefizt upp við þá
viðleitni, að hafa eitthvað að segja. Um marga
er það að segja, að hlustendur eru farnir að
þekkja þá allt of vel til þess að búast framar við
nokkru frá þeim, sem eftirvænting sé í eða full-
nægt geti þeirri nýungagirni, sem þorra fólks er
í blóð borin.
Ráðamenn útvarpsins verða að gera meira að
því en verið hefir að leita til fleiri manna um
efnisflutning í útvarpinu. Til er margt hæfra
manna víðsvegar um landið, sem aðeins skortir
tækifæri til þess að segja í hljóðnemann, það sem
þeir telja eiga erindi til landsmanna. Og eflir að
tök urðu á því að taka talað orð upp á plötur
eða stálþráð, er það stórum auðveldara að ná til
annarra landsmanna, en þeirra, sem heima eiga í
Reykjavík.
Ég hefi orðið þess var að þeir eru fleiri en ég,
sem eiga bágt með að skilja hið svokallaða „hlut-
leysi“ útvarpsins. Nú veit ég, að meðal hlustenda
finnast einhverjir, sem fyllast strax vandlætingu
og hneikslun ef þeir heyra eitthvað, sem ekki
samþýðist lífsskoðun sjálfra þeirra. Hinir eru þó
áreiðanlega stórum fleiri, sem þola að heyra
haldið fram öðrum skoðunum en þeir hafa sjálfir,
og án þess að bíða tjón á sál eða sannfæringu.
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ
Þessi „hlutleysisstefna" virðist hafa heltekið
ráðamenn útvarpsins, og hlýtur að leiða til ó-
farnaðar með menningargildi útvarpsins ef svo
heldur áfram, sem orðið er.
Og sannleikurinn er sá, að útvarpið er engan
veginn hlutlaus stofnun. Má aðeins benda á að
þjóðkirkjan íslenzka hefir t. d. fullkomin forrétt-
indi á öllum flutningi í útvarpið, sem heyrir und-
ir trúmál. Er þó trúfrelsi viðurkennt á pappírn-
um í þessu landi, og samkvæmt því ættu önnur
trúarbrögð að hafa þar sömu aðstöðu. Það skal
þó tekið fram að slíkt væri engan veginn æski-
legt, og væri meir en þörf á að takmarka all-
verulega þau forréttindi, sem fulltrúar íslenzku
kirkjunnar hafa í útvarpinu.
Ekkert er og fjarlægara „hlutleysi" en frétta-
flutningur útvarpsins. Erlendar fréttir eru nær
eingöngu upptugga úr brezka útvarpinu, og í
öllu eftir þeim sjónarmiðum, sem þar ráða, um
val og túlkun. Örsjaldan fá einkaskeyti frá
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn að fljóta með, en
þó ekki oftar en svo, að slíkir viðburðir mega
helzt teljast til sjaldgæfra náttúruviðburða. Hvað
veldur því að ekki er hægt að fá fréttir beint frá
fleiri útvarpsstöðvum í Evrópu, sem heyrast hér
á landi?
Ég er viss um að vinsældir útvarpsins myndu
aukast mjög ef slakað yrði verulega á þeim
hömlum um efnisval og efnismeðferð, sem nú
ríkja þar. Útvarpinu tekst ekki að rækja menn-
ingarhlutverk sitt meðan svo er ástatt að flutn-
ingsmenn verða að lifa í stöðugum ótta um hirt-
ingu ef þeir segja eitthvað, sem ekki samrýmist
þeirri túlkun á „hlutleysi” útvarpsins, sem meiri
hluti útvarpsráðs viðurkennir sem lög í þeirri
stofnun.
Sjaldgæft er að heyra í útvarpinu um nýjustu
uppfinningar og framfarir á sviði tækni, vísinda,
atvinnuhátta, svo aðeins fátt sé nefnt af mörgu.
Allt eru þetta þó málefni, sem almenningur lætur
sig miklu varða. Og ég vil gera það að tillögu
minni að útvarpið taki upp rökræður um stjórn-
mál, bókmenntir og aðrar listir, og yrði þar að
sjálfsögðu séð fyrir því að allir flokkar og stefn-
ur hefðu jafna aðstöðu til sóknar og varnar sín-
um málstað.
Og að endingu þetta:
Ráðamenn útvarpsins mega ekki gleyma því,
að útvarpið er fyrst og fremst eign islenzku þjóð-
arinnar allrar, en ekki einkastofnun þeirra, sem
nú ráða þar húsum. Og ef ekki verður aflétt
þeirri dauðu hönd, sem svo mjög háir allri menn-
ingarstarfsemi þess nú, er mjög teflt í tvísýnu
með framtíð þess.
S. R.
11