Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Page 13

Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Page 13
Eggerts, sem áður hafði öllu ráðið. Það hafði verið vaninn áður, að þegar séra Egg- ert sagði í hreppsnefndinni: „Okkur Þuríði minni á Borg hefur komið saman um það." Þá álitu aðrir hreppsnefndarmenn, að ekki þyrfti rneira að ræða það mál, en uppá- stungan var bókuð og samþykkt í einu hljóði. Björn fór nú óðar að fetta fingur út í þetta tal um „Þuríði mína á Borg“, því hann sagðist ekki þekkja neinn hrepps- nefndarmann með því nafni, og öllum upp- ástungum séra Eggerts lagði hann eitthvað á móti. Fyrst vann Björn ekkert á, en smátt og smátt fóru menn að gefa orðum hans meiri gaum og þar kom um síðir, að stund- um bar við að tillögum séra Eggerts og „Þuríðar minnar" var hrundið með at- kvæðafjölda. Allt þetta gerði presti gramt í geði, en varð einungis til þess að liann batt enn fastar vináttu við Þuríði, til þess að reka úlfinn úr hjörðinni, sem hann komst að orði, jregar hann var að tala við Þuríði um það, hvernig bezt mætti koina aftur á einingu og bræðralagi í sveitinni. Hann hafði þá skoðun að allt í söfnuðinum, eins sveitarmál og annað, ætti að ganga í kristi- legu bróðerni, án þess að nokkurt stríð eða keppni yrði úr, en það var auðvitað, að það var sóknarjjresturinn, sem eiginlega átti einn öllu að ráða með ráði hinna beztu og vitrustu manna. En eini maðurinn, sem hann áleit „beztan og vitrastan" í sinni sveit var Þuríður á Borg. Séra Eggert halði misst konu sína fyrir nokkrum árunt, og tekiö sér ]tað nærri, því hann liafði unnað lienni hugástum. Þau liöfðu átt cina dóttur barna, er Guðrún hót, og var nú fyrir búi með föður sínum, enda var hún löngu komin af æskuskeiði, á að geta nokkuð yfir þrítugt; ekki var hún fríð kona sýnum. Hún var grannleit og skarp- leit, nefið hátt og hvasst og munnurinn stór. Allt um það bauð Guðrún prestsdóttir ekki slæman þokka af sér, og kom það af því, að hún hafði blíðasta og mýksta málróm, og var hin þýðasfa í allri umgengni. Hún stóð líka reyndar vel fyrir búi föður síns, sem aldrei hafði auðugur verið, því að hann var enginn búsýslumaður. Það var undarlget að hún skildi hafa setið svo lcngi heima ógift, því að ekki kom það af því, að hún hefði lialnað biðlunum flokkum sarnan sökum mannvendni, heldur af hinu, að engan bið- il hafði borið að garði, svo menn vissu til, en bónorðsfarir og slíkt er vant að kvisast um sveitirnar. Engri konu unni Þuríður á Borg jafnt sem Guðrúnu á Bakka; það var ekki gott að vita, af hverju það kom. Hún var reynd- ar ljósa Guðrúnar, en það gerði víst lítið til; liitt var það, að Guðrún var kannske ffln eina kona, sem sýndi Þuríði nokkra blíðu í orðum og atlotum og hið gamla, stranga hjarta viknaði og kornst undirlega við, kannske reyndar mest af því, að þessi vináttumerki kontu frá göfugustu stúlkunui í svcitinni. Og Guðrún var heldur engin hræsnari, lnin halði unnað Guðrúnu frá æsku; það byrjaði náttúrlega með því, að huríður var að færa henni, og senda henni allskonar sælgæti og leikföng, sem urðu að pcninga- og latagjöfum, þegar Guðrún,, elt- ist. I>ess háttar ástir eða vináttur eru vax- andi, en minkandi. Og Þuríður var gagn- kunnug- mannlegu eðli í þá stefnu, svo að hún lét ekki vináttu prestsdóttur dofna eða slokkna útaf ræktarleysi frá sinni hlið. II. öllum ungum mönnum kom saman um það ,að hún Anna Sigurðardóttir væri fal- NÝTT ÚTVARPSBLAÐ 13

x

Nýtt útvarpsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.