Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Blaðsíða 14
legasta stúlkan í svetinni. Hún var nú 18
vetra gömul og meðallagi há vexti; hún var
grannvaxin, en mjúkvaxin og limuð vel,
kringluleit í andliti og fremur föl, augun
dökk og augnahárin löng og þétt. Hún
hafði gult há,r mikið og frítt, og tók það
niður fyrir mitti. Móðir hennar, sem hét
Björg, dó af barnsförum að henni, og faðir
hennar drukknaði fyrir rúmum mánuði áð-
ur, svo að nýfædda barnið átti engan að,
svo menn vissu af, nema Gróu gömlu á
Hrauni, sem var alsystir Bjargar. En Gróa
var bláfátæk, tæplega sjálfbjarga, og gat
með engu móti tekið barnið að sér, svo að
það var alið upp á sveitinni. Þegar eftir
fremingu sína fór Anna í vist til Þuríðar á
Borg og hafði verið þar vinnukona siðan
og unað sér vel, enda var tæplega hægt að
hugsa sér þann samastað, að Anna yndi sér
þar ekki, því hún var bæði léttlynd og eftir
því kát. Það var sannast að segja, að það var
ekki á henni að sjá, að hún væri munaðar-
leysingi alin upp á sveitinni; hún var allt-
af síhlæjandi og gamansöm og hló svo kala-
laust og inniiega, að það datt engum manni
í hug að reiðast við hana. Það var því ekki
að furða, þó hún kæmi sér vel við vinnu-
fólkið á Borg, enda var hún líka augasteinn
allra, og allir vildu vera í verki með henni.
Það var orðið að orðtæki, ef duttlungar eða
Vikan sem leið
Frh. af bls. 9.
sældir. Nægir í því sambandi að nefna t. d.
Sigurð Ólafsson, Ólaf Magnússon frá Mos^
felli, Svöfu Þorbjarnard., Sigrúnu Magnús-
dóttur o. fl.
ÞAÐ VAR EITT,
sem setti heldur leiðinlegan svip á söng
útvarpskórsins á fyrst.a vetrardag, cn það
var meðferð kórsins á laginu: Sofðu unga
ástin mín í útsetningu Langsky-Ottos. Þetta
lag er skapað af alþýðunni og hún á heimt-
ingu.á að það sé ekki bjagað í meðförum,
og ef útvarpskórinn syngur lag þetta aftur
á næstunni, munu menn án efa vilja heyra
það sungið með sínum blæ, en ekki útfært
eftir geðþótta einstöku manna.
AL Kielland
höfundur útvarpssögunnar, var norskur,
fæddur 1849 og lézt 1906. Hann var lög-
fræðingur að menntun. Fyrsta verk hans
kom út 1879 og síðan rak hver bókin aðra
og varð hann fljótt einn af öndvegisskáld-
um Norðmanna, nefndur samtímis Björns-
son og Ibsen. Kielland hafði á sýnum tíma
mikil áhrif á ung skáld, einkum þau, sem
aðhylltust raunsæisstefnuna (realisman) og
meðal þeirra var íslenzki rithöfundurinn
Gestur Pálsson.
Saga sú, sem nú er útvarpssaga er eitt af
síðari verkum Kiellands, kom fyrst út 1891.
Bárður Jakobsson, sem les söguna, er hlust-
endum kunnur af erindum þeim og ferða-
þáttum, sem hann hefur flutt öðru hvoru í
útvarpið.
Hákarl, slátur, harðfiskur, J
hrossakjötið góða,
j allt sem svangur óskar sér Verzlunin VON
á hún Von að bjóða. Laugaveg 55 . Sími 4448 í
14
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ