Nýtt útvarpsblað - 31.10.1948, Qupperneq 15
ólund koniu í einhvern: „Það er auðséð, að
Önnu vantar". Þar sem Anna var, var ætíð
nóg um gleði og gamanyrði. Gömlu Þuríði
þótti nú miðlungi vænt um þessa kátínu,
því hún hélt, að það tefði fyrir fólkinu. En
hún fyrirgaf Önnu mikið, því jafnvel hún
gat ekki að sér gert að brosa, þegar Anna
var að gera að gamni sínu. Henni þótti eig-
inlega bara eitt að henni, hvað hún væri
gjöful við flakkara og aumingja. Hún sagði
að það fylgdi því engin blessun að gefa
þessu hyski. Það væri bara að fleygja reit-
um sínum í sjóinn, og meistari Jón sagði,
að þeir sem ekki nenniu að vinna, þeir ættu
heldur ekki mat að fá. Allt þetta hyski
flakkaði, til þess að komast hjá að vinna,
og sníkti svo út hjá þeim, sem nenntu að
taka til einhvers hendinni. Hún minntist
oft á og gat aldrei gleymt því, að Anna
hafði gefið sparipilsið sitt kerlingu, sem
kom að Borg eitt haustið, og sagt henni að
EITT OG ANNAÐ UM
MENN OG KYNNl
eftir STEINDÓR SIGURÐSSON.
Höfundurinn er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur rithöfundur. í þessum minn-
ingarþáttum birtist hann ALLUR, bersögli hans og sannsögli um einkamál og
einkalíf og líf annarra mun vekja óskipta athygli. — Alinn upp á herrasetr-
um og kotbæjum í Skagafirði. Gerist ungur prentari, útgefandi margra blaða
og pésa. Las allt, sem hann gat komizt yfir. Auður og glasaglaumur ríkti ann-
an daginn, en sultur og neyð hinn. Þátttakandi i leynifélagi til að undirbúa
byltingu í Reykjavík á einni nóttu. Dvaldist í Danmörku, Noregi, Svíþjóð,
Þýzkalandi og Frakklandi. Týndist í París í tvo sólarhringa í smyglarahverfinu.
„Virkilega ógleymanlegt líf“.
Hér er aðeins stiklað á örfáum atriðum úr hinu viðburðarríku lífi höfundar.
Þetta er 'bók, sem allir þurfa að lsea.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar
AKUREYRI.
hafa það á krakkann sinn; en krakki kerl-
ingar var dálítil telpa, sem alltaf var hálf-
nakin og grátandi og oftastnær skjálfandi
af kulda.
Anna undi sér vel á Borg; af því kom það
auðvitað, að þótt henni hafði tvisvar sinn-
um boðist vist og betra kaup, þá hafnaði
hún öllum slíkum boðum. Vinnufólkið var
nú að hvísla því sín á milli, að það væri
engin von, að Anna litla færi frá Borg, því
að jsangað myndi hún hafa átt erindi, og
vinnukonurnar voru brosandi að tala utan
að því við hana, að hún byði jaeim í veizl-
una sína, þegar jjar að kæmi; en Anna sagði
hlæjandi að þær yrðu víst að bíða eftir
þeirri veizlunni, en gat þó ekki að því gert,
að hún roðnaði við.
Þeirn kom ofboð vel saman, Jóni, syni
Þuríðar, og önnu. Það fór oftastnær svo,
hvernig sem það atvikaðist, að þegar þau
tvö áttu að gjöra eitthvað verk, þá urðu það
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ
15