Austurland - 01.04.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR, 1. APRÍL 1992.
3
4* Hridds
8 pör mættu í tvímenninginn
hjá BN sl. mánudagskvöld. Sig-
urvegarar kvöldsins urðu Anton
og Magnús með 101 stig og í
öðru sæti Heimir og Víglundur
með 91 stig. Meðalskor 84. Nú
er fallið frá bridgenámskeiðinu
sem halda átti um aðra helgi
undir leiðsögn Einars Jónsson-
ar. Margt spilar þar inn í en fyrst
og fremst dræm þátttaka. Nám-
skeiðinu verður því frestað til
haustsins. 20 p>ör hafa nú þegar
látið skrá sig í Páskamótið og eru
þá aðeins eftir pláss fyrr 14 pör.
Næsta mánudagskvöld verður
væntanlega spilaður Barómeter
undir handleiðslu Kristjáns
Kristjánssonar forseta BSA.
Mætið tímanlega.
Reyðarfjörður
10. bekkur
í hringferð
í vetur hafa nemendur 10.
bekkjar verið að safna í ferða-
sjóð. Söfnunin hefur gengið vel
og munar þar mestu um þær tog-
aralandanir sem nemendur hafa
komist í. Góð samvinna hefur
verið á milh Skipakletts hf., sem
gerir út Snæfugl SU 20, og skól-
ans og nemendur hafa þannig
fengið að vinna við flestar
landanir togarans nú í vetur.
Farið verður í skólaferðalagið
fyrir miðjan maí og helstu áfanga-
staðir eru Vatnajökull, Vest-
mannaeyjar, Reykjavík, Bláa
lónið, Akureyri og Hrísey. ÞH
NESKAUPSTAÐUR
Kynningarfundur
Kynskiptar bekkjardeildir!!
Er það framtíðin?
Valgerður H. Bjarnadóttir jafnréttisfulltrúi og Sigríður K.
Bjarnadóttir kennari kynna verkefnið „kynskiptar
bekkjardeildir“ í 8. bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar í
Verkmenntaskóla Austurlands kl. 1600
mánudaginn 6. apríl
Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar
Skólanefnd Neskaupstaðar
Vinsælu fermingarpennastatífin okkar
með fornafni eða fangamarki auk
dagsetningar kosta 3.800,-
ALM
720 BORGARFIRÐI
Sími 97-29977 - Fax 29877
BAKARIIÐ
r
Fyrir fermingarnar:
Rjómatertur, marsipantertur, kransatertur,
kransahorn, kransakörfur, tertubrauö,
snittubrauð og margt fleira
Leitið upplýsinga í síma 71306
Bakarar Kf. Fram
m
TONSKOLI
NESKAUPSTAÐAR
Vortónleikar
'£):
Tónskóli Neskaupstaðar heldur að þessu sinni tvenna
nemendatónleika. Fyrri tónleikarnir verða mánudagskvöldið
6. apríl og þeir síðari þriðjudagskvöldið 7. apríl.
Báðir tónleikarnir verða í Egilsbúð og hefjast kl. 2030.
Fjölbreytt efnisskrá - Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir
TÓNSKÓLI NESKAUPSTAÐAR