Austurland - 01.04.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR, 1. APRÍL 1992.
5
Ráðstefna á Eskifirði um sjávarútvegsstefnu
Vel heppnað skref
í átt til niðurstöðu
Á fyrsta fundi sem nýkjörin
stjórn kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi hélt
5. janúar sl. var farið yfir þau
mál sem að mati stjórnar ættu
að hafa forgang í starfi Alþýðu-
bandalagsins hér fyrir austan.
Eitt þessara mála var að standa
að ráðstefnu þar sem skýrð yrðu
sjónarmið og mótuð stefna í
sjávarútvegsmálum. Þetta er að
sjálfsögðu mál sem varðar ís-
lendinga alla og alla stjórnmála-
flokka en að mati stjórnar varð-
ar þetta alþýðubandalagsfólk á
Austurlandi sérstaklega og því
við hæfi að frá því komi innlegg
í þá umræðu sem fram fer um
þessi mál bæði innan flokks og
utan. Pessi ráðstefna hefur nú
verið haldin og þótti takast með
ágætum.
Pótt ekki liti vel út með ráð-
stefnuhald þegar setja átti ráð-
stefnuna á Eskifirði 930 á laugar-
daginn var, - snjóflóð og þæf-
ingur héldu ráðstefnugestum
föngnum bæði norðan og sunn-
an Eskifjarðar, rættist úr og um
hádegi voru ráðstefnugestir
orðnir 27 og átti eftir að fjölga.
í þessum 27 manna hópi voru
flestir þeir sem áttu að hafa
framsögu á ráðstefnunni. Fram-
söguerindum var skipt í þrennt.
Fyrst töluðu fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins í sjávarútvegs-
nefnd Alþingis þeir Steingrímur
Sigfússon og Jóhann Ársælsson.
Þá var liður sem kallaðist „Frá
austfirskum sjónarhóli" þar sem
hagsmunaaðilar af Austfjörðum
skýrðu sín viðhorf. Jórunn
Bjarnadóttir fiskverkakona og
Ölver Guðnason fiskmatsmað-
ur fluttu stutt erindi. Birgir Al-
bertsson formaður smábátaeig-
enda á Austurlandi var tepptur
á Stöðvarfirði en símsendi ráð-
stefnunni snjallt erindi sem lesið
var af Hjörleifi Guttormssyni.
Finnbogi Jónsson framkvæmda-
stjóri flutti síðan ítarlegt erindi
um sjávarútveg og fiskveiði-
stefnu. Þriðji liður framsöguer-
inda var þáttur Hjörleifs Gutt-
ormssonar þar sem hann skýrði
þau tengsl sem eru á milli þeirr-
ar umræðu sem fram fer um sjá-
varútvegsstefnu annarsvegar og
hinsvegar þess sem er að gerast
þessa mánuði varðandi sam-
skipti íslands við önnur lönd.
Eftir framsöguerindin voru
almennar umræður, - ítarlegar
og líflegar í senn. Það var mál
manna eftir ráðstefnuna að tek-
ist hefði að varpa ljósi á þær
forsendur sem gengið er út frá.
Þótt áherslur í framsögu og al-
Björn Vigfússon.
mennum umræðum hafi verið
mismunandi virðist vera ljóst að
sameiginleg lending alþýðu-
bandalagsfólks í sjávarútvegs-
málum er innan sjónmáls. Þessi
lending hlýtur að þýða að sam-
eign íslensku þjóðarinnar á
auðlindum hafsins verði óvé-
fengjanleg og ævarandi og að
þetta verði tryggt með þeim
hætti að ekki aukist enn frekar
fjárstreymið frá framleiðslu
landsbyggðarinnar til neyslu
höfuðborgarsvæðisins.
Þótt eitt og annað hafi verið
alþýðubandalagsfólki andsnúið
við þetta ráðstefnuhald, - bæði
veðurguðir og kjarasamningar
sem héldu þeim Birni Grétari
Sveinssyni og Sigurði Ingvars-
syni föngnum í Reykjavík, náð-
ust sett markmið með ráðstefn-
unni. Alþýðubandalagið á
Austurlandi stendur betur að
vígi eftir ráðstefnuna. Sérstök
ástæða er til að nefna þá félaga
á Eskifirði sem skipulögðu og
sáu um framkvæmd ráðsíefn-
unnar. Það var þeim til sóma.
BV
Einstakt atvinnutækifæri
Olíuverslun íslands (OLÍS) leitar að áhugasömum
einstaklingi til að reka bensínstöð og söluskála
félagsins í Neskaupstað. Þarf að geta starfað
sjálfstætt. Ný og bætt starfsaðstaða. Umsóknum
um starfið skal skilað til:
Olíuverslunar íslands
P.O. Box 310
121 Reykjavík
eða
Olíusamlags Útvegsmanna
Neskaupstað
fyrir 10. apríl nk. II
Olíuverslun íslands
100 milljarda skuldir
Skrautfjöður á
undirstöður
Að kvöldi miðvikudags 22.
jan. í fréttum á rás 1 kl. 19 var
rætt af fréttamanni um skulda-
mál útgerðar og fiskvinnslu og
tíundaðar tölur: Skuldir þessar-
ar meginundirstöðu mannlífs á
fósturlandi okkar taldar vera
um þessi áramót eitt hundrað
milljarðar króna! Þessu var fylgt
eftir með umræðu eða vanga-
veltum sem ég greip á þann hátt
að orsakir væru alls kyns ráð-
leysi, vanhæfni, allt of dýr veiði-
floti og smákóngaráðleysi og ég
man óglöggt allt sem til var tínt,
því í sannleika sagt funaði ég
upp, svo hastarlega reiddist ég.
Og þetta er ekki í fyrsta skipti
sem heyrist bullað af alls konar
lýð um ráðleysi og hæfnisskort
margra þeirra er hafa lífsstarfið
á þessum sviðum. En aldrei
vottar fyrir glóru af skilningi á
sök samfélagsins, sem hefir
lengst af síðustu 10-12 árin
rænt og ruplað af þessum at-
vinnuvegi arðinum sem hann
hefir skapað! Með ósvífinni
gengisstjórnun og siðlausu verð-
bóta- og vaxtaokri afhent hann
til gróðaafla í valdaklíkum - í
braski, og viðskiptasveiflum.
Þar sem steinrunnir álhausar,
valdhroka og gróðahyggju
hreykja sér!
Æ koma mein eftir munuð
Eitt af spakmælum yfir tíma
og rúm: „Æ koma mein eftir
munuð“, felur í sér sannleik
tímabilsins. Munuð þjónustuog
neyslu. Mein framleiðslunnar,
lífgildis íslenskrar þjóðar.
Stöðugt gengi, tilbúin tala á
skrifstofu, handaflsstjórnun í
raun! Margar lotur þessi síðustu
ár að festa gengi - þar til stöðv-
un útflutningsframleiðslu var
komin í hlað.
Álhausar peningavalds hafa
áorkað það á þessu skeiði að
hundrað milljarðarnir eru eign-
aðir útgerð og fiskvinnslu í
skuld. Enga skarpskyggni þarf
þó til að skilja að sá hagnaður
sem orðið hefur til á þessu tíma-
bili, er að meginhluta kominn
frá fiskveiðum og fiskvinnslu.
En það hefir tekist með siðlausri
stjórnun peninga- og vaxta-
mála, með ólögum gengisskrán-
ingar að hirða gróðann til pen-
inga og fjármagns en „skreyta"
lífsbjargariðju þjóðarinnar með
100 milljarða skuld!
Að skilja skylduna
við skráningu gengis!
Frá þeim tíma er svonefndir
íslendinga!
Gatt samningar voru gerðir í lok
sjöunda áratugarins hefir hagur
innlendrar iðju mjög fallið. Mér
er ekki launung á að öll mín
hugsun var í raun andstæð
grunni og yfirbragði málsins.
Tíu ára aðlögunartími átti að
slétta úr áhrifunum. En sjálfs-
björg íslendinga er á mörgum
sviðum horfin. En við höfum þó
alltaf átt einn kost til að vernda
og tryggja íslenska framleiðslu
- það er gengið!
íslenska krónan í þágu ís-
lensks afla og iðju til útflutnings
og eigin nota! Þessa hefir ekki
verið gætt! En þegar neyðin hef-
ir valdið gengisbreytingu, lækk-
un íslensku krónunnar, þá hefir
alltaf vantað nauðsynlega gerð:
Enga hækkun innlendrar fram-
leiðslu í innanlandssölu a. m. k.
16 mánuði! Lækkun gengis hefði
aðeins verðhækkun í för með
sér á innfluttri vöru og þjónustu.
með þeim hætti næðist bættur
hagur útflutnings án verulegra
áhrifa á innlent verðlag. Til þess
eru íslensk stjórnvöld að stjórna
- ekki aðeins með handafli held-
ur fyrst og síðast af viti!
Helst þagað við rökum!
Á öllu þessu skeiði, 10 - 12
árum hafa komið fram menn
sem sáu ófarnaðinn, ránið í
formi fastgengis, verðbóta og
vaxta frá frumframleiðslu, iðju
og útflutningsgreina, og inn-
lendrar sjálfsbjargar - yfir til
peninga og fjármagns. Ég nefni
dr.. Magna Guðmundsson,
Gunnar Tómasson, Bjarna Ein-
arsson og nú ekki alls fyrir löngu
Brynjólfur Jónsson hagfræðing-
ur í skarpri ádrepu um daginn
og veginn. Annað hvort er þag-
að við eða álkór valdsins veifar
veldissprotanum! Og það grát-
lega fyrirbæri birtist í þjóðlífinu
að verkalýðs- og alþýðuforustan
virðist heilluð af þeirri hagstjórn
að pissa í skóinn!
En þetta verður ekki til rétt-
lætingar viðhorfi forsætisráð-
herra sem virðist lifa í myrkvuð-
um hugarheimi, í horfi til ís-
lensks atvinnulífs um strönd og
dali, fiskveiða, búskapar og
hvers konar iðju og bjargræðis
af íslenskum rótum.
Atvinnuleysi á íslandi!
Heimskulegasta fyrirbæri nú-
tímans! Efni í aðra grein!
Á útmánuðum 1992
Jónas Pétursson