Austurland - 01.04.1992, Blaðsíða 8
Neskaupstaður
Atvinnumál í brennidepli
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Neskaupstaðar voru tvær tillög-
ur frá atvinnumálanefnd kaupstaðarins teknar til umræðu og voru
þær báðar afgreiddar með jákvæðum hætti. Önnur tillagan fjallar
um fyrirhugað átaksverkefni í atvinnumálum bæjarins en hin fjall-
ar um stofnun sérstaks eignarhaldsfyrirtækis á fiskveiðiheimildum.
Bæjarstjórnin samþykkti á
fundinum að möguleikar á því
yrðu kannaðir að atvinnumála-
nefnd bæjarins stæði fyrir átaks-
verkefni sem tæki tvö ár og
myndi það hefjast á hausti kom-
anda. Átaksverkefnið byggir á
því að virkja bæjarbúa til að
stofna til nýs atvinnurekstrar
eða þróa þann rekstur sem fyrir
er. Almennt séð er hugsunin á
bak við verkefni af þessu tagi sú
að komið verði af stað hreyfingu
til eflingar byggðarlagsins.
Axel Beck iðnráðgjafi Aust-
urlands hefur þegar komið til
Eskifjörður
Mokafli hjá Sæljóninu
Sæljón SU landaði á mánu-
daginn rúmlega 42 tonnum af
þorski hjá Friðþjófi hf. og hefur
skipið nú landað um 260 tonn-
um af boltaþorski frá 8. mars.
Sæljónið er á netum og leggur
tvisvar í hverri veiðiferð. Aðal-
veiðisvæðið hefur verið út af
Hvítingunum. Meðalvigt þorsks-
ins hefur verið nálægt sjö kílóum.
Fiskurinn fer allur í salt hjá
Friðþjófi hf. og þar hefur verið
nóg að gera að undanförnu.
Auk þess að salta fiskinn af
Sæljóninu stendur enn yfir síld-
arflökun hjá fyrirtækinu og eru
sendir út 1 - 2 gámar af síldar-
flökum vikulega. Að sögn Unn-
ars Björgólfssonar hjá Friðþjófi
hafa þeir fengið síld víða að til
vinnslu og enn eiga þeir um 200
tunnur af ferskskorinni síld til
vinnslu. Hjá Friðþjófi starfa nú
um 30 manns.
Neskaupstaðar og kynnt full-
trúum í atvinnumálanefndinni
og bæjarfulltrúum eðli átaks-
verkefna en efnt hefur verið til
slíkra verkefni áður hér eystra.
Bæjarstjórn samþykkti einnig
á fundi sínum að atvinnumála-
nefndin hefði frumkvæði að því
að kanna áhuga á stofnun sér-
staks eignarhaldsfyrirtækis á
fiskveiðiheimildum í Neskaup-
stað. Fyrirtækið myndi starfa
með þeim hætti að það leigði
kvóta sinn útgerðum í bænum
en fengist ekki við útgerð á eigin
vegum. Samkvæmt heimildum
blaðsins mun fyrirtæki af þess-
um toga vera starfrækt á Húsa-
vík.
Samþykkti bæjarstjórnin að
ef áhugi reyndist vera fyrir
stofnun fyrirtækisins þá myndi
bæjarsjóður gerast þar eignar-
aðili.
Könnun hefur farið fram á
hugsanlegum rekstri þessa eign-
arhaldsfyrirtækis og bendir flest
til að reksturinn geti orðið hag-
kvæmur miðað við núverandi
forsendur. SG
Seyðisfjörður
Nýtt félag stofnað
Fáskrúðsfjörður
Stórtjón
í bruna
Eins og kunnugt er af fréttum
varð stórtjón á Fáskrúðsfirði að-
faranótt sl. miðvikudags er
200 m2 stálgrindarhús í eigu
Guðlaugs Einarssonar skipa-
smiðs brann. Guðlaugur Einars-
son stofnaði skipasmíðastöð á
Fáskrúðsfirði 1980 og sl. sumar
var tekinn í notkun nýr slippur
við stöðina. Skipasmíðastöðin
hefur veitt talsverða vinnu í
gegnum árin. Þar hafa starfað 5
- 8 manns og þar hafa verið
smíðaðir um 20 bátar á þeim 12
árum sem stöðin hefur verið
rekin. Starfsmenn eru þó aðeins
3 um þessar mundir. Minnstu
munaði að eldurinn næði til nær-
liggjandi húsa en slökkviliðið
einbeitti sér að því að verja þau.
Húsið var vátryggt fyrir um 9
milljónir króna en óvíst er með
verkfæri og annað innanhúss.
Ekki er talið líklegt að skipa-
smíðastöðin verði endurbyggð.
MSIEG
Þann 26. mars sl. var stofnað
nýtt félag hér í bæ. Það heitir
Framtíðin félag eldra fólks á
Seyðisfirði. Á stofnfundi voru
félaginu sett lög sem hafa sama
markmið og félög eldri borgara
í öðrum byggðarlögum. Stofn-
fundinn sátu 20 manns en stofn-
félagar eru 25 sem er innan við
fjórðungur þeirra sem gætu
gerst beinir félagar, en félagið
er opið öllum 60 ára og eldri.
Var því ákveðið að gefa öðr-
Hér á Reyðarfirði hefur hóp-
ur heimaaðila verið að leita eftir
hentugu togskipi síðustu vikur
svo tryggja megi nægilegt hrá-
efni til frystihúss KHB.
Frystihúsið hefur verið í
stöðugum rekstri þrátt fyrir
óvissa hráefnisöflun en oft hefur
legið við tímabundnum lokun-
um með tilheyrandi uppsögnum
á starfsfólki.
Sveitarstjórn hefur haft for-
ystu um málið og Reyðfirðingar
binda miklar vonir við að eitt-
um kost á að gerast stofnfélagar
fram að næsta fundi. Styrktar-
félagar geta hins vegar orðið
aðrir einstaklingar á Seyðisfirði,
fyrirtæki og aðrir velunnarar.
Stjórn félagsins skipa: Formað-
ur Valgeir Sigurðsson, gjaldkeri
Elísabet Jósepsdóttir, ritari
Emil Emilsson, meðstjórnend-
ur eru Elín E. Frímann og Björg
Sigurgeirsdótir, varamenn Hans
Klemenssen og Gunnur Magn-
úsdóttir. JJ
hvað reki á fjörur sem bitastætt
reynist.
fsak Ólafsson sveitarstjóri á
Reyðarfirði bjóst við að línur
færu senn að skýrast, mikill hug-
ur væri í heimamönnum og góð
samstaða. Það eru ekki síst ung-
mennin hér á staðnum sem líta
hýru auga til nýrra skipakaupa,
með þá von í brjósti að atvinna
aukist hjá frystihúsi KHB og aft-
ur hefjist saltfiskverkun hjá
GSR, en þessir tveir vinnustaðir
voru áður eins konar vinnuskól-
ar unglinganna hér á Reyðar-
firði. PH
Reyðarfjörður
Skipakaup í athugun
Hótel Höfn.
Ljósm. Þórhallur Jónasson
Höfn
Hótel Höfn stækkað
Hafnar eru framkvæmdir við
50 m2 viðbyggingu við Hótel
Höfn.
Nýr aðalinngangur verður í
viðbyggingunni, gestamóttaka
og skrifstofa hótelstjóra. Þar
sem aðalinngangur er núna
verður veitingastofa eftir breyt-
ingarnar og tengist hún neðri sal
hótelsins.
Mikið er um bókanir á Hótel
Höfn fyrir sumarið og hafa fyrir-
frarn bókanir aldrei verið fleiri.
Rekstur hótelsins gekk vel á síð-
asta ári.
Eigandi og hótelstjóri er Árni
Stefánsson.
Fellabær
Eykur hlutafé sitt í Flaustri
Hreppsnefnd Fellahrepps
samþykkti á fundi sínum í síð-
ustu viku að auka hlutafé sitt í
Flugfélagi Austurlands um 280
þúsund krónur. Samþykktin er
þó háð því skilyrði að Flugfélagi
Austurlands takist að safna
þeim 15 milljónum í viðbótar-
hlutafé sem stefnt er að.
Þá hefur hreppsnefndin sam-
þykkt að ganga að tilboði Bald-
urs Sigfússonar um lokafrágang
á skrifstofuhluta nýja ráðhúss-
ins í Fellabæ.
Fimm tilboð bárust í verkið
en þau voru eingöngu opin
heimamönnum í Fellahreppi.
Kostnaðaráætlun við verkið
hljóðaði upp á 6.5 milljónir
króna en tilboð Baldurs hljóð-
aði upp á 5.7 milljónir eða
85,5% a kostnaðaráætluninni.
Framkvæmdir hefjast fljótlega
og er áformað að þeim ljúki 1.
ágúst.
Höfn
300.000 föturafsíld
í húsnæði Fiskimjölsverk-
smiðju Hornafjarðar hefur
Kaupfélagið hafið vinnslu á
niðurlögðum síldarflökum fyrir
markað í Danmörku.
Á síðasta ári voru send sýnis-
horn til væntanlegra kaupenda
og líkaði framleiðslan svo vel að
samningar tókust um sölu á
300.000 fötum af síld á þessu ári.
Nú fyrir páskana verða afhentar
50.000 fötur.
Síldin sem er flökuð fersk er
verkuð í edikslegi og síðan sett
ásamt sósu í 800 g fötur. Til þess
að geta afgreitt þessar 300.000
fötur þarf um 750 tunnur af flak-
aðri síld.
Alls starfa 11 manns að þess-
ari framleiðslu.