Austurland - 01.04.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR, 1. APRÍL 1992.
7
Framfarir í tölvumálum innan UMFÍ
Hinn 18. febrúar undirrituðu
Ungmennafélag íslands, Apple-
umboðið á íslandi og fyrirtækið
Menn og mýs hf. tímamóta-
samning um tölvuvæðingu inn-
an Ungmennafélagshreyfingar-
innar.
Samningurinn er byggður á
vinnu sérstakrar tölvunefndar,
sem undanfarið eitt og hálft ár
hefur unnið að þarfagreiningu
varðandi tölvumál hreyfingar-
innar. Nefndin komst að þeirri
niðurstöðu að nauðsynlegt væri
að búa til sameiginlegt hugbún-
aðarkerfi fyriröll ungmenna- og
íþróttafélögin innan UMFÍ.
Samningurinn felur í sér rétt
aðildarfélaga UMFÍ til þess að
geta keypt búnað frá Apple-um-
boðinu á sérstökum kjörum. Þá
geta þau eignast fullkomið fé-
lagaforrit, ásamt hugbúnaði fyr-
ir íþróttamót, keppnir og
afrekaskrár frá Mönnum og
músum hf. Kerfið er hægt að
nota jafnt fyrir heildarsamtökin
og einstök félög þeirra og með
því fylgir notendahandbók.
Fullyrða má að þessi samn-
ingur er til mikilla framfara
hvað varðar ýmsa úrvinnslu
gagna og skipulag starfseminn-
ar.
Athugasemd
Egilsstaðabær hefur gert at-
hugasemd við frétt í Austur-
landi þar sem sagt er frá at-
vinnuleysi á Egilsstöðum og fer
hún hér á eftir.
Vegna fréttar um fjölda at-
vinnulausra í febrúarmánuði,
sem birtist í síðasta tölublaði
Austurlands vil ég gera eftirfar-
andi athugasemdir.
Hvað varðar Egilsstaði gefa
þessar tölur ekki rétta mynd af
atvinnuleysi í Egilsstaðabæ, þar
sem Vinnumálaskrifstofa Fé-
lagsmálaráðuneytisins setur allt
Fljótsdalshérað undir sama
hatt, þ. e. Egilsstaðabæ, Fella-
bæ og Hérað.
Hið rétta er að í febrúar voru
skráðir atvinnulausir á Egils-
stöðum 39 einstaklingar, en
fram kemur í fréttabréfi Vinnu-
málaskrifstofu Félagsmálaráðu-
neytisins að þeir séu 51.
Það er því um að ræða 12 ein-
staklinga, sem eru taldir með en
ekki eru skráðir á Egilsstöðum,
heldur tilheyra þeir Fellabæ og
Héraði.
Þar sem upplýsingar af þessu
tagi eru mjög neikvæðar fyrir
Egilsstaðabæ bið ég ykkur vin-
samlega að leiðrétta þessa frétt
samkvæmt nýjum og réttum
upplýsingum.
F. h. Egilsstaðabæjar,
Kristrún Eiríksdóttir.
Gera má ráð fyrir að hugbún- ingarinnar vel og búast má við
aðurinn verði tilbúinn til notk- að innan tveggja ára muni allt
unar í maí nk. Hann mun án að 200 félög vera orðnir notend-
efa nýtast félögum innan hreyf- ur.
Lesendabréf
Fernumálin í ólagi
Það eru u. þ. b. sex mánuðir
síðan „maðurinn að sunnan“
tók sig þaðan upp og fluttist til
Neskaupstaðar. „Maðurinn að
sunnan“ er sæmilega sáttur við
þá opinberu og félagslegu þjón-
ustu er hann fær í bænum og
einnig með atvinnuna er hann
hlaut. Fljótlega eftir að „maður-
inn að sunnan“ kom í bæinn rak
hann augun í mjólkurbú Norð-
fiðinga. „Nú, nú, þeir eru svona
flottir á því, hafa bara eigið
mjólkurbú" - hugsaði maðurinn
með sjálfum sér. Og nefnt
mjólkurbú er ástæðan fyrir
þessu pári vegna þess að „mað-
urinn að sunnan“ er dyggur
stuðningsmaður bændastéttar-
innar og er þ. a. 1. ákafur
„mj ólkurdry kkj umaður".
Eitt af hans fyrstu verkum á
nýja staðnum var einmitt að
kaupa sér einn lítra af mjólk í
kaupfélaginu. Hins vegar byrj-
aði vandamálið hjá þegnanum
ekki fyrr en hann kom heim, því
„maðurinn að sunnan“ gat ekki
opnað fernuna sína þótt hann
rembdist og togaði af öllum
mætti. Fernan gaf sig hvergi.
Hann varð þess vegna að vopn-
ast hnífi og „rista á og toga
fram“ til að hlutirnir færu að
ganga hjá honum. Og þá fyrst
gat hann teygað langþráðan
sopann sinn. Nóg um það.
Já, þessi „fernumál" í bænum
er hið versta mál. Ekki einungis
að iil mögulegt sé að opna „þessi
ósköp“ heldur eru þau líka
stundum míglek svo ómögulegt
er að leggja þau á hliðina í ís-
skápnum. Einnig hef ég haft
fregnir af að t. d. börn ráði eng-
an veginn við að opna þessar
norðfirsku undramjólkurfern-
ur, sem virðast vera þverari en
flest sem þvert er.
Mér er kunnugt um að Akur-
eyringar bjóða neytendum sín-
um sams konar fernur og hér
eru á boðstólum en þó rekur mig
ekki minni til að það hafi verið
sérstakt vandamál að komast að
innihaldi þeirra, síður en svo.
Og þess vegna er mér líka fyrir-
munað að skilja í hverju erfið-
leikarnir hjá mjólkurstöðinni
hér í bæ eru fólgnir. Og fyrir
þær sakir væri gaman ef tals-
menn umrædds fyrirtækis út-
skýrðu málið fyrir bæjarbúum
og upplýstu þá um hver munur-
inn er. Ég held nefnilega að
þetta dæmi sé einstakt í sinni
röð. Mér er altént ekki kunnugt
um annað, hef ég þó þvælst víða
um landið og drukkið mjólk
nvar sem ég hef alið manninn.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna og svarið.
Konráð Friðfinnsson.
Tilboð á frosinni rækju
Sælgætisbotnar frá Ragnars-bakaríi
Páskaegg frá Nóa-Síríusi á tilboði
Alltaf einhver tilboð í gangi
Melabúðin
Neskaupstað, sími 71185
Askrifendur!
Vinsamlega greiðið áskriftargjöldin.
Innheimtuseðlar fyrir annan ársfjórðung hafa
verið sendir út.
Austurland
Nýtt frá Clarens
Komið og skoðið nýju
litalínuna frá Clarens
NES % APOTEK
Neskaupstað @71118
NESKAUPSTAÐUR
Tilkynning
Athygli fasteignargjaldenda er vakin á því
að þriðji gjalddagi fasteignagjalda er 1. apríl.
Gjaldendum er bent á að þeir geta greitt
gjöldin inn á hlaupareikning nr. 1 í Sparisjóði
Norðfjarðar og hlaupareikning nr. 1211 í
Landsbankanum, en í afgreiðslum þessara
stofnana liggja frammi tilbúnir greiðsluseðlar.
Nauðsynlegt er að það komi fram á innborg-
unarkvittunum fyrir hvaða fasteign er verið
að greiða og kennitala greiðanda.
Forðist dráttarvexti og greiðið á gjalddaga.
Fjármálastjórinn í Neskaupstað
Bifreiðaeigendur
Erum söluaðilar fyrir Bernderup
dráttarbeysli, sem eru viðurkennd af
Bifreiðaskoðun íslands
Síldarvinnslan hf
Bifreiðaverkstæði
Eyrargötu 5 Neskaupstað
S 71602