Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 2

Ingólfur - 17.06.1965, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR 17. júní 1965 Metmtamálaráðherra svarar • • . Framh. a£ 1. síðu hið erlenda sjónvarp við Kcfla- víkurflugvöll einan, enda væri sjónvarpsleyfið til handa varnar- liðinu við það miðað að gefa varn- arliðsmönnum kost á bandarísku sjónvarpi. Hins vegar hefði þetta mál hvorki verið rætt innan ríkis- stjórnarinnar né í iniðstjórn Al- þýðuflokksins. Ráðherra sagði, að ríkisstjórnin væri siðferðilega skuldbundin til að tryggja þeim, sem keypt hefðu sjónvarpstæki með löglegum hætti, áframhaldandi not tækja sinna, þar til íslenzka sjónvarpið tæki til starfa. 1 því sambandi varp- aði prófessor Sigurður Nordal fram þeirri spurningu, hvort skilja bæri ummæli ráðherra svo, að ríkis- stjórnin hefði afsalað sér rétti til uppsagnar varnarsamningsins um óákveðinn tíma, og kvað ráðherra það ekki felast í orðum sínum, en hins vegar hefði hann ekki hug- leitt málið frá þeirri hlið. Ráðherra lagði á jiað ríka á- herzlu, að ef hann hefði vitað fyr- ir eða séð fram á það, þegar stækk- un sjónvarpsstöðvarinnar kom til ákvörðunar 1961, að innan fjög- urra ára næði bandaríska sjónvarp- ið til 6000 íslenzkra heimila, hefði hann tekið aðra afstöðu til stækk- unarinnar en hann gerði. Kvaðst hann vilja fullyrða, að hvorki rík- isstjórnina né aðra hefði órað fyr- ir því hvernig fara mundi. Iíann kvaðst fúslega fallast á það sjón- armið, að ekki yrði til lengdar við það unað, að sjónvarp á er- lendu máli og undir stjórn erlends aðila væri dægradvöl verulegs hluta þjóðarinnar. Ráðherra kvað tæknilegar upp- lýsingar í sambandi við stækkun sjónvarpsstöðvarinnar komnar frá póst- og símamálastjóra, svo sem upplýsingar um nauðsyn stækk- unar og langdrægni hinnar nýju stöðvar. Hann svaraði fyrirspurn um það, hvers vegna settar hefðu verið upp nýjar og hærri sjón- varpsstengur, á þá leið, að í hinu upphaflega sjónvarpsleyfi liefðu ekki verið nein ákvæði um sjón- varpsstengurnar. Sjónvarpsskerm- inn, sem fauk árið 1959, kvað hann hafa verið gagnslausan. 1 sambandi við fyrirhugað ís- lenzkt sjónvarp upplýsti ráðherra, að engin könnun hefði farið fram á hugsanlegum áhrifum þess á rekstur annarra menningarstofn- ana í landinu. Fjármagnið til ís- lenzka sjónvarpsins yrði ekki tek- ið frá öðrum menningarstofnun- um, heldur kæmi þar til tollur á öll tæki sem nú eru í notkun og seljast í framtíðinni, árlegt gjald sjónvarpsnotenda og auglýs- ingatekjur. Fyrstu fimm árin kvað hann árlegt rekstrarfé sjónvarps- ins mundu verða um 20 milljónir króna, og yrði ekki kleift að efna til leiksýninga í íslenzka sjónvarp- inu um fyrirsjáanlega framtíð. Umræður á fundinum voru fjör- ugar, og meðal þeiiTa sem tóku til máls voru Bárður Daníelsson verkfræðingur, Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri, Guðm. G. Hagalín rithöfundur, Hannes Pétursson skáld, Jóhann Hannes- son prófessor, Jón Sigurðsson for- maður Sjómannasambands Is- lands, Leifur Ásgeirsson prófessor, Páll Kolka læknir, Ragnar Jónsson forstjóri, Sigurður Líndal hæsta- réttarritari, Sigurður A. Magnús- son rithöfundur, Sigurður Nordal prófessor, Sigurjón Björnsson sál- fræðingur, Stefán Júlíusson rithöf- undur, Sveinn Einarsson leikhús- stjóri og Þórhallur Vilmundarson prófessor. Fundarstjóri var Sig- urður Líndal. Fundinn sátu rúm- lega 40 manns, en til hans var boðað með sérstökum boðskortum. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir menntamálaráðherra Spumingar þær, sem lagðar voru fyrir menntamálaráðherra á fundi um sjón- varpsmál 17. maí sl., voru svohljóðandi: 1. Hvaðan bárust tilmælin um stækkun amerísku sjónvarps- stöðvarinnar í Keflavík? 2. Hvaðan bárust upplýsingar um tæknilega hlið málsins, svo sem að minni stöð væri ekki fáan- Ieg og um Iangdrægni hinnar nýju stöðvar? — Hver var að- dragandi þess, að settar voru upp nýjar og hærri sjónvarps- stengur? — Kom til tals að setja upp lokað sjónvarp á Kefla- víkurflugvelli? 3. Voru hinar tæknilegu upplýsing- ar sannreyndar af hálfu íslend- inga? 4. Hefur rekstur hinnar erlendu sjónvarpsstöðvar haft áhrif á undirbúning stofnunar íslenzks sjónvarps? 5. Lét ríkisstjórnin kanna, hver áhrif líklegt væri, að stækkun Keflavíkurstöðvarinnar hefði á íslenzkt þjóðlíf? — Hefur hún látið kanna sérstaklega nú, hver áhrif hið erlenda sjónvarp hafi á böm og unglinga? 6. Hefur farið fram athugun á því, hvaða áhrif íslenzkt sjónvarp kunni að hafa á rekstur annarra íslenzkra menningarstofnana? — Telur ráðherra svo mikinn á- vinning að íslenzku sjónvarpi, að fómandi sé stórfé til rekstr- ar þess, á meðan aðrar íslenzk- ar menningarstofnanir em svelti? — Hefur ríkisstjómin gert ráðstafanir til að bæta öðr- um íslenzkum menningarstofn- uniun upp það tjón, sem þær verða fyrir vegna sjónvarpsins? 7. Telur ráðherra núverandi ástand í sjónvarpsmálum viðunandi fyr- ir sjálfstæða menningarþjóð? 8. Telur ráðherra, að það sé lausn á sjónvarpsvandanum, að reknar verði hér á landi hlið við hlið amerísk og íslenzk sjónvarps- stöð? — Telur ráðherra líklegt. að íslenzkt sjónvarp verði sam- keppnisfært við hið ameríska sjónvarp? 9. Hvemig metur ráðherra aðstöðu Ríkisútvarpsins eftir stofnun ís- lenzks sjónvarps, svo sem með tilliti til auglýsinga og efnisöfl- imar? — Hvemig metur ráð- herra aðstöðu íslenzks sjónvarps til efnisöflunar? — Er ráðherra kunnugt um jafnfámennan eða á annan hátt sambærílegan hóp, sem haldi uppi menningarlega sjálfstæðu sjónvarpi, sem ávinn- ingur sé að? 10. Hvaða afstöðu hefur ráðherra og flokkur hans til hugsanlegrar lokunar amerísku sjónvarps- stöðvarinnar í Keflavík? Ragnar Jónsson: Íslenzk landhelgi - íslenzk menningarhelgi Ekki leikur á því neinn vafi, að þegar sjónvarpsleyfið í Kefla- vík á sínum tíma var veitt, var allt við það miðað, að þeir einir nytu þess, sem búa í grennd við flugvöll hersins á Reykjanesi. Sjónvarpið var undir engum kring- umstæðum ætlað okkur, og mátti ekki ná til okkar, aðeins Amer- íkumanna í herstöðinni og Islend- inga, sem þar vinna. Þetta er full- upplýst mál og því óþarft að vitna nú í gömul og ný þrætu- skrif eða játningar formælenda Keflavíkursjónvarpsins. Það eru dagljós sannindi, að jafnóhugsandi var 1955 að fá samþykkta á hærri stöðum óhefta innrás þess í ís- lenzka menningarhelgi og að fá leyfi handa erlendum togurum að veiða í íslenzkri landhelgi. Þetta er jafneðlileg íslenzk afstaða nú og var þá. Öllum var Ijóst, að það sem raunverulega hefir gerzt nú, er í hróplegri mótsögn við sjálf- stæðisbaráttu okkar undanfarin árhundruð og svo augljós og þræl- óheiðarleg samkeppni við hvers- konar innlenda menningarstarf- semi og þjónustu á mörgum svið- um, að jaðrar við tilraun til að kveða þær greinar með öllu niður. Ég hef ekki heyrt nein rökstudd andmæli gegn því að herinn hafi, meðan hann dvelst hér, sitt eigið sjónvarp og þau persónulegu þæg- indi önnur er hann kýs sér, og ekki helsæra þjóðlegan metnað okkar, né brjóta í bága við heil- brigða skynsemi og þau landslög, er skammta okkur rétt og skyld- ur, sem viðurkenndum skattborg- urum sérstaks og sjálfstæðs þjóð- félags. Nábýlið við herstöðina skapar næg vandamál, sem allir skilja að erfitt er að leysa, þó hún lúti landslögum í almennum og óhjákvæmilegum skiptum við þegnana, og ekki sé seilzt eftir að gera þau viðskipti flóknari en nauðsyn ber til. Það tóma líf sem þar er lifað á einskonar biðstofu lífs eða dauða, og engum heil- brírrðum manni er ætlað að t.aka þátt í nema sem tímabundinni þegnskylduvinnu, va.r mönnum augljós hætta, sem siálfsagt }>ótti að vara við og hafa gætur á. Skyndigestum okkar á Revkja- nesi skuldum við öll virðingu og vináttu, en þeir eru í herskvldu- tíma sínum fyrst og fremst háðir lögum hersins, eins og sprengjurn- ar, sem grafnar kunna að vera á óþekktum stöðum um víða ver- öld, og láta ekki á sér bæra, fyrr en þeirra tími skyndilega og fyrir- varalaust rennur upp, en allir vona og reyna að trúa að komið verði í veg fyrir. En í því skyni liöfuin við einsog kunnugt er veitt leyfi fyrir herstöðvar hér. Her- skyldutími fólks er ekkert sport cða leikur. Hann er að jafnaði þyngsti hluti skatthcimtu í hverju landi, og á aðeins eina afsökun, að æfa menn í þjónustu friðar og frelsis mannsins. Það sem gcrzt hefir í sjónvarps- málinu síðustu árin er afleiðing ófyrirgefanlegs andvaraleysis ís- lenzkra yfirvalda, sem erfitt mun reynast að skýra. En nú þegar staðreyndirnar blasa við hverju barni, má ekki láta dragast að taka afleiðingunum, þó óþægilegar kunni að veia í svipinn. Hersjón- varpið verður að binda aftur við það svæði, sem því var upphaflega og revndar alltaf ætlað að ná til. og Ameríkumenn munu manna bezt skilja þær varúðarráðstafanir. Þeir leggja einmitt árlega fram tug- milljónir til að verjast einræði og yfirgangi, verstu og þrálátustu hættum mannkynsins, og þeirri ó- heiðarlegu samkeppni og undir- lægjuhætti, sem þar sigla í kjöl- farið, og einmitt fyrir það hefir bandaríska þjóðin hlotið viður- kenningu smáríkja sem leiðandi þjóð. ★ Sú barnalega hugmynd virðist hafa fæðzt í huga margra hér, að sjónvarpsmáli hersins verði bjarg- að með því að koma hér á fót vísi að íslenzku sjónvarpi, er leysi Keflavíkursjónvarpið af hólmi. Það sjónvarp yrði auðvitað, eins og til þess virðist stofnað, aðeins nafnið eitt, nema þá sem skálka- skjól fyrir sjónvarpið á vellinum. Þó hefir nú hlaupið ofurkapp í menu að flýta sem mest. má verða að koma því fyrirtæki á laggirnar, þó hér væri freinur ástæða til að flýta sér liægt. Og með þeim veiku rökum, að þar sem ýmsir úr hópi sextíumenninganna hafi látið í Ijós þá skoðun að íslenzkt sjón- varp ætti að fá svipaða aðhlynn- ingu og fyrirgreiðslu og t. d. Há- skóli Islands og Landsbókasafnið, keppast blöð sjónvarpsmanna við að kalla okkur andstæðinga ís- lenzks sjónvarps. I þessu sam- bandi vil ég aðeins vísa til upp- haflegs ávarps sextíumenning- anna, sem birt er hér í blaðinu á öðrum stað. En amerískt her- stöðvarsjónvarp og væntanlegt íslenzkt sjónvarp eru að mestu óskyld mál. Allar íslenzkar menn- ingarstofnanir hafa smáþróazt fyr- ir harða bnráttu og fórnir. Enn er Iláskóli íslands varla meira en hálfreistur, Sinfóníuhljómsveit Is- lands enn þunnskipuð, enginn staður á fslandi að sýna hina víð- kunnu myndlist okkar, ekkert hús til yfir Lcikfélag Reykjavíkur, aðeins gamla timburhúsið á t.jarn- arbakkanum, sem nokkrir fram- takssamir iðnaðarmenn reistu á öldinni sem leið. Og svona mætti lengi telja. En allar liafa þessar stofnanir þokazt í rétta átt, alla tíð hægum skrefum, oft aðeins mjakazt í áttina, sökum fátæktar okkar og liinna mörgu brýnu þarfa. Og ekki hef ég heyrt boð- uð nein stórstökk til viðreisnar eða lieyrt fyrirboða neinna fjör- kippa. Fé enn af skornum skammti og þjóðin fátæk. ★ E11 þessa dagana er samt verið að undirbúa nýtt hraðamet í menningarbaráttu okkar og við- reisnarákafa. Hvorki meira né minna en 30 manna úrvalslið skal leitað uppi í skyndi. Stórir kastal- ar teknir á leigu. Tugmilljónir í nýjum vélakosti. Iíanda hverjum? Háskólanum, Landsbókasafninu? Nei. Önnur vinsælli stofnun, al- veg ný af nálinni, gengur nú fyrir öllu. Hinu nýja fyrirtæki, Sjón- varpinu, eign íslenzka ríkisins og rekið af stjórnmálamönnum eins og í Rússlandi og Kína, verður nú hrófað upp með amerískum hraða. Islenzkt seinlæti á hinsveg- ar að vera áfram allsráðandi í þeim stofnunum, sem standa eiga undir andlegri fóðurblöndu hennar, því forsenda fyrirtækisins er reyndar undanhald og uppgjöf, en ekki frjáls sókn, og við lifum á öld tækni og fjölmiðlunar, þar sem magnið skiptir máli fremur en gæðin.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/826

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.