Ingólfur - 07.08.1944, Qupperneq 2

Ingólfur - 07.08.1944, Qupperneq 2
2 INGÓLFUR Palestínuvandamálid INGOLFUR Útgef.: Nokkrir ÞjóSveldUrinnar Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON (símar: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli (símar 2923 og 5951) — INGÓLFUR kemur út i hverj- pm mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Missirisverð kr. 12,00, 1 lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns Helgasonar Stjórnarskráin er Má ekki verða flokkamáL Ýmsir eru farnir að hall- mæla flokkunum fyrir það, að „ætla að svíkjast undan því að endurskoða stjórnar- skrána“, — eins og það er orðað. En — hamingjunni sé lof! — mættu allir þjóðræknir menn segja — á meðan flokk arnir láta stjórnarskrármálið afskiptalaust. Því að hér er það þjóðin sjálf, .sem á að eiga bæði frumkvæði og alla sókn máls ins. otjórnarskrármálið er ekki flokkanna mál, hvern- ig sem á það er litið. Það er í eðli sínu heildar- mál en ekki partamál eða flokkamál — og þá heldur ekki þingmál — allra sízt á tneðan Alþingi er ekki þjóð- þing, lieldur aðeins flokka- samkunda. Það er stjórnarskráin, eða réttara sagt þjóðin með stjórnarskránni, sem á að ráða skipun Alþingis og setja þinginu frumreglur, en ekki þingið sem á að setja sjálfu sér og þjóðinni þær. — Ef þjóðin viðurkenndi slíkt, hefði hún gefið upp sjálf- stæði sitt. Því að það er ekk- ert sjálfstæði þótt þjóðinni sé hóað saman til að sam- þykkja einhverja stjórnar- skrá, sem flokkarnir hefðu ef til vill getað orðið ásáttii* um, með makki og hrossa- kaupum. Þetta sannar hin núgildandi lýðveldisstjórnar- skrá bezt. Það er frumkvæðið, það er sóknin og það er fram- kvæmdin, sem gefur valdið og skapar tökin í hvaða máli sem er. Og þetta frumkvæði, þessa sókn og framkvæmd verður þjóðin að tryggja sér í sjálfu aðal frelsismáli sínu, sem er stjórnarskrármálið. Því að það er stjórnarskrá- in sem kveður á um það hver á landið og ríkisbúið og hver á að hafa aðalumsjónina með stjórn þess og kalla stjórn- endurna til ábyrgðar. Því aðeins að þjóðin hafi tryggt sjálfri sér þetta vald, verður sagt að ríkisvaldið sé opinber eign eða þjóðareign. 1 öllum öðrum tilfellum er ríkið í einkaeign og í einka- rekstri. Enda hefur svo ver- ið undir flokkræðinu. ★ Aðalástæðan til þess að flokkarnir hefjast ekki handa með að endurskoða stjórnarskrána, er vitanlega sú, að þeir geta varla bætt liana sér í hag frá því sem nú er, því að eins og stjórn- arskráin er nú orðin eftir meðferð flokkanna á henni fyrr og síðar, er hún afsals- bréf á ríkisstofnuninni til handa þeim sjálfum. Og hafa þeir reyndar fengið sam- þykki þjóðarinnar fyrir þessu, en auðvitað með svik- um. Það sem gerir flokkunum þó erfitt að standa fast á þess um ránsfeng sínum, eru erf- iðleikarnir á hvoru sem reynt væri: — að skipta honum upp eða njóta lians sameiginlega. Enda þótt það mundi valda ýmsum erfiðleikum og vekja upp ný stríðsatriði milli flokkanna að fara að lireyfa við stjórnarskrármál- inu, þá má búast við því að einhverjir geri það samt, af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi til að reyna að standa á því í lengstu lög að frumkvæðið í öllum þjóð- málum eigi að vera hjá flokk unum en ekki hjá þjóðinni. — I öðru lagi er líklegt, að einhverjum flokki lítistvæn- legt að afla sér vinsælda hjá almenningi á því, að fitja upp á endurbótum á stjórn- arskránni, er gangi í þjóð- ræðilega átt. Er Alþýðuflokk urinn einna líklegastur til að reyna þetta, enda hefur liann nú þegar hreyft við málinu. En hver sem tilgangurinn er með því að leiða stjórn- arskrármálið inn í þingið, þá er það hættulegt fyrir frum- kvæði þjóðarinnar. Og verð- ur hún að láta sem hún hvorki heyri né sjái neinar slíkar tilraunir. — Jafnvel í því ítrasta tilfelli, að þing- ið samþykkti stjórnarskrá, sem liti í alla staði vel út, þá væri málið þó eflaust þjóðinni tapað með því að frumkvæði þess, öll með- ferð og framkvæmd væri henni þá úr greipum gengin. Frh. af 1. síðu. abar mótmæla öllum innflutn- ingi fram vfir það, sem orðið er, en lofa liins vegar að sjá í friði þær 550.000, sem þegar eru komnar. — Hvít-bók Breta, nýleg, akveður hins vegar, að 1) íbúahlutföllin skuli vera: helmingi fleiri Arabar en Gyð- ingar; 2) jarðakaup Gyðinga skuli takmörkuð við ákveðin svæði; 3) enginn innflutningur eftir marsmánuð þ. á.; þó nær þetta ákvæði ekki til 33000, sem áður hefut verið ákveðið um; 4) eftir áratug verði öll atriði málsins og heild þess end urskoðuð með sjálfstjórn fyrir augum. Arabarnir eru í bili ánægðir með þetta. Gyðingar gersam- lega andvígir, þó að í bili sé nokkurs konar vopnahlé vegna styrjaldarinnar. Eins og er, stendur Aröbum stuggur af Gyð ingum, sem ekki að eins hafa alþjóðlegt blaðaauðvald, heldur hafa þeir einnig smyglað inn í landið furðumiklu af rifflum, vélbyssum og sprengivörpum og komið heilmikilli skotfæra- framleiðslu á laggirnar. Arabar vantar hins vegar bæði skipu- lag, vígbúnað og talsmenn. Palestínu-Arabar hlakka til sjálfstjórnar að óbreyttum íbúa hlutföllum, og jieir mundu líka fagna þátttöku í arabisku ríkja- sambandi. Gyðingar mega aft- ur á móti ekki til sjálfstjórnar Palestínu bugsa, að óbreyttum eða lítt breyttum íbúahlutföll- um. „Með því yrðum við bér sem annars stað'ar“, segja þeir, „minniblutaþjóð ineð vanmeta- kennd“. Hlutföllin eru nú 1.200.000 Arabar móti 550.000 Gyðingum. Gyðingar mundu vilja sæta nýlendustjórn í Brezka ríkinu fyrst um sinn. ★ Gyðingar bafa veitt miklu fjármagni inn í Palestínu. Jerú- salem er að bálfu borg með nú- tímasniði. Tel Aviv, ný borg við Miðjarðarhafið, hefur 200.000 íbúa og merkilegar iðn aðargreinir eins og demanta- slípun og lyfjagerð. Heilsufar íbúa landsins befur stórum batnað, síðan Gyðingar komu sér vel fyrir. Við Hadassab- spítala starfa beimsfrægir skurð læknar — auðvitað flóttamenn. Nýrækt Gyðinga nemur vita- skuld þúsundum bektara. Þeir nota mjög samvinnubú. I norð- urbluta landsins þurrka jieir upp mýrar, eyða moskitomýi og útrýma mýraköldu. I Jordan-dal sá ég furðulega bluti. Jarðvegurinn þar er 17% salt og steindauður.*) Hópur ungra Gyðinga, tiginna ætta, starfar þar að landþvotti, jarð- rækt og kalívinnslu. Kalívinnsl- an var þar fyrir, en landnámið bafa þeir stofnað sjálfir. Þeir veita Jordan á saltlendið og láta vatnið síga niður. Er jieir liafa þvegið sama blettinn 80 sinn- um á 8 mánuðum, fá þeir af honum tvöfalda tómatuppskeru á við það, sem annars staðar )* Hér mun átt við þann hluta dalsins, sem næstur er Dauða hafinu, því ofar er dal- urinn mjög frjósamur. gerist. Loflbitinn kemst þarna upp í 56° C. Nú orðið fær almennur verka maður 40 pjastra á dag, en það jafngildir 1,60 dollar. Faglærð- ir verkamenn eins og múrarar t. d. komast upp í 4 dollara. Síðustu 12 árin liafa flutt inn í landið jafnmargir Arabar og öllum Gyðingainnflutninginuin 'nemur, beinlínis vegna launa- kjaranna og lífsskilyrðanna. I Egyptalandi fær abnennur verkamaður 10 pjastra á dag. ★ Það var ein af aðalröksemd- um Síónista — en jiannig nefn- ast þeir Gyðingar, sem barist liafa fyrir því, að Palestína yrði fengin Gyðingum —, að þjóð- in þyrfti að fá tök á því að verða landbúnaðarjijóð. Hún finndi ekki sjálfa sig fyrr. Af hverjum 100 Gyðingum Palest- ínu eru þó ekki nema 23 sveita menn. 95% af olíuviðarlundun- um eiga Arabar. Þeir eiga 215.000 nautgripi á móti 28.000, sem Gyðingar eiga, 225.000 kindur á móti 20.000 í eigu Gyð inga; öll svínin og alla úlfald- ana. — 1923 liéldu Síonistar því fram, að Gyðinganýlendan yrði brátt sjálfbjarga, en við- urkenna nú, að hana vanti 40% til hallalauss reksturs; Bretar segja 60%. Frá Bandaríkjunum eru árlega send 5l/2 millj. doll- ara til nýlendunnar. Að því er það snertir, hvort landið gæti tekið við 4 millj. innflytjenda Gyðinga alls, j)á má benda á að með Jiví móti yrði landið þéttbyggðara en Belgía, þéttbýlasta land Norð- urálfunnar, land, er stendur geysibátt í iðnaðarþróun. Þess verður þó að geta, að niður- staðan af opinberri rannsókn Bandaríkjanna á málefninu, er sú, að landið geti borið þenna mannf jölda, með fullri nýtingu áveitu- og raforkuskilyrða. Hins vegar verður að gæta, að sem iðnaðarland mundi Gyðinga- land illa njóta sín á fjandsam- legu umbverfi Múbameðstrúar- landa. En utan jiess svæðis gæti iðnaður Gyðingalands ekki keppt á friðartímum nema í einstaka miniii liáttar sérgrein- um, í bezta falli. Það er m. a. s. mjög vafasamt, að nýinnflutt- ir sérgreinarmenn eins og dem- antaslípararnir úr Amsterdam verði stundinni lengur í Gyð- ingalandi, þegar Holland opn- ast þeim af nýju. Svo er um liina tjekknesku innflytjendur o. fl. — jafnvel fjöldi þýzkra gyðinga ráðgerir að snúa til Þýzkalands aftur. Satt að segja er töluverður uggur í Síonist- um um, að þegar tími Gyðinga- ofsóknanna líði bjá, við lok þessarar styrjaldar, verði inn- flutningur litlu eða engu meiri en útflutningur, Jió að allt yrði gefið frjálst. Það er bent á, að engar fram- farir bafi verið í landinu, þang- að til Gyðingar koniu. En því er svarað þannig, að landið bafi til skamms tíma verið undir tyrkneskri stjórn, er lialdið liafi öllu niðri. Hvað sem öðru líður, þá verð ur að gæta þess, að Palestína er frá viðskiftasjónarmiði bluti af Vestur-Asíu og mun visna, sem rótslitinn kvistur, verði j)að afgirt af tollmúrum eða öðjpm þvílíkum ráðstöfunuin fjandsamlegra nágrannaríkja. Bandaríkin liafa bafist lianda um uppsetningu olíuleiðslu frá austurhlutum Vestur-Asíu til Palestínustranda. Leiðsla þessi mun Hggja á löngu svæði innan landamæra Saudi-Arabíu. Gyð- ingar óttast, að það verði til j)ess, að Bandaríkin verði lin- ari í sókninni þeirra vegna. Þau eigi þá orðið svo mikið undir lbn Saud og öðrum þar- lendum höfðingjum. En svo leysist þetta líklega allt sjálfkrafa — af innflytj- endaskorti, þegar Gyðingaof- sóknunum linnir. HllinilllllSIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIIlllllllllR Til prófessors Richards Beck K.ve'öi'S á samsæti Austfir&inga miSvikud. 26. júlí 1944 í Reykjavík. Heill me<Ír oss inn holli höldr á sumarkveldi sólmána'Sar sœlu seztur, gestr að vestan. Fylgi þér heöan fólgin farheill lands og marar. Heilsan flyt vora frjálsa framdum vi’fir sœ handan. Lárus Sigurjónsson skáld og guðfræðikandidat, höfundur ofanskráðrar vísu, verður sjötugur mánudaginn 14. þ. m. Lárus var fyrsli ritstjóri „Unga Islands“, en fór þá til Ameríku og fluttist hingað aftur í fyrrahaust. Þessa ágæta manns verður nánar getið í næsta blaði.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.