Ingólfur - 07.08.1944, Side 7

Ingólfur - 07.08.1944, Side 7
INGÓLFUR Frh. af 6. síðu. 7 Loftferjur við aðalfossana. TILIÍYIMIMING Öllum ber saman um að feg- ursti foss á Islandi og eflausl í Evrópu allri, sé Gullfoss. Veldur því eigi aðeins stærð fossins, heldur bygging hans- — skipting hans í efra og neðra fall með mismunandi stefnu. —- Til þess að betur verði notið fegurðar þessa verðmæta og ein stæða náttúruundurs, þarf að setja loftferju yfir fossgljúfrið. Það mundi stórum auka til- breytni fossins og alls umhverf- is bans, að geta skoðað þetta allt frá fleiri bliðum. Sama máli gegnir um Detti- foss og þó að vissu leyti í enn ríkara mæli. Þessi foss er all- ur ferlegri og tröllslegri en Gull foss, enda dimmri yfirlitum og einfaldari að lögun, en aftur vatnsmeiri og fallhærri. Eins og alfaraleiðin liggur nú, verður ekki að Dettifossi komist nema að austan, eða röngu megin, þar eð fallið stefn ir til vesturs. Hér er því alveg sérstök nauðsyn á loftferju til þess að komist verði þeim meg- in að fossinum, þar sem liann nýtur sín að fullu. Væntanlega mundi nægja að spenna stálkaðal yfir gljúfrin og bengja 'neðan í hann kláf sem rynni þar á hjólum. Far- gjöld væri sjálfsagt að taka til að bera kostnaðinn. — Loftferjur hafa lengi verið notaðar hér á landi yfir þröng árgljúfur og nuimi enn í notk- un a. m. k. yfir Jökulsá á Dal. Ctbúnaðurinn allur beitir ,,dráttur“ — og kallað „að fara yfir Jöklu á drættinum“. Var það lengst af trékláfur er rann á hjólum á tveimur gildum hampköðlum, er strengdir voru milli hlaðinna steinstöpla á gljúfurbörmunum. Voru drag- reipi úr kláfnum til beggja landa. — Á þessum dráttum var misjafn útbúnaður og frem- ur ótryggur. Enda urðu stund- um slys af. Með nútímaefni og tækni hlýtur að vera vanda- laust að búa til bæði einfalda drætti og trygga. „Fagurskinna". Guðmundur Gamalíelsson hefur nú selt bókaverzlun sína og forlag, er starfað hefur uni 40 ára skeið og gefið út fjölda bóka. Starfar verzlunin þó enn á sama stað og undir sama nafni. En sjálfur liefur Guðmund- ur stofnað nýtt bókaforlag, er nefnist Fagurskinna. Fyrsta út- gáfa þessa forlags er bók Bryn- leifs Tobíassonar menntaskóla- kennara: — Hver er mdSur- inn?, og hefur hennar verið áð- ur getið hér í blaðinu. — Þess- ari bók hefur verið afbragðs- vel tekið, sem vænta mátti hjá þjóð eins og Islendingum. — Menn lesa þessa bók beinlínis sér til skemmtunar, þótt grein- irnar séu stuttar um livern liinna 3740 menn, sem í bók- inni eru. — Sem vænta mátti liöfðu ekki náðst upplýsingar um alla, er ástæða var til að Viðskiptaráðið hefur ákveðið nýtt bámarksverð á grænmeti senr liér segir: I lieildsölu: I smásölu: Tómatar, I. flokkur Kr. 8.00 pr. kg. Ivr. 10.50 pr. kg- do. II. fl. Kr. 6.00 pr. kg. Kr. 8.00 pr. kg- Agurkur, 1. flokkur Kr. 2.50 pr. stk. Kr. 3.25 pr. stk. do. 11. fl. Kr. 1.75 pr. stk. Kr. 2.50 pr. stk. Toppkál, I. flokkur Kr. 3.25 pr. stk. Kr. 4.25 pr. stk. do. II. fl. Kr. 2.00 pr. stk. Kr. 3.00 pr. stk. Gulrætur, Extra . . Kr. 3.00 pr. búnt Kr. 4.25 pn búnt do. I. fl. Kr. 2.25 pr. búnt Kr. 3.25 pr. búnt do. II. fl. Kr. 1.25 pr. búnt Kr. 2.00 pr. búnt Salat minst 18 stk. í ks. Kr. 13.00 pr. ks. Kr. 1.00 pr. stk. Ákvæði þessi ganga í gildi frá og með mánudeginum 31. júlí 1944. Reykjavík, 28. júlí 1944. VERÐLAGSSTJÓRINN. Illllllllll®ll!lllllllll®lliillllllll®llllllllllll®llllllllll!l®ll!lllllllll® Utfarartryggingar Eins og bent var á í Þjóðólfi 3. tbl. þ. á. er langeðlilegast að Sjúkrasamlaginu liefði verið falin framkvæmd allra útfara, og menn gerðir tryggingarskyld ir til útfararsjóðs á sama hátt og til sjúkrasjóðsins. — Með því einu móti, að ein stofnun annaðist þannig allar útfarir, væri hægt að koma þess um athöfnum í einfalt, ódýii en jafnframt smekklegt form, og losa þær við þetta óþolandi margbrotna og dýra umstang er þeim fylgir nú. Byrjunin er þegar gerð með því að ákveða að reisa sérstaka útfararkapelhi með lík- geymslu. Hverfur þá hinn leiði siður að láta lík standa uppi í íbúðum manna og þar mfeð væntanlega lmskveðjur og fleira í sambandi við það. — Fyrir fyrra stríðið var liægt að koma líkum í jörðina fyrir skaplegt verð. En um það leyti rauk kostnaðurinn upp úr öllu valdi og hefur lialdist líkur þangað til nú, að stríðsástand- ið sýnist ætla að skapa álika framtíðarhækkun nú sem fyrr. Er þess að vænta, að Sjúkra- samlagið befjist strax handa um stofnun áðurnefnds trygg- ingarsjóðs. — Annars væri það mátulegt verk fyrir ungan hagfræðing, að skipuleggja þessa tryggingar deild og skapa sjálfum sér þá um leið álitlegt framtíðarstarf við hana. ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐ- VELDISSTEFNUNA taka í rit, sem þetta. En áfo'rm- að er að gefa út 3. bindið, þeg- ar liðinn er þessi áratugur og bæta þeim þá við jafnframt hin um nýju mönnum, sem vænta má, að komi frarn næstu ár. Er þess að vænta, að menn stuðli að því, að þetta takist sem bezt og sendi útgáfunni sjálfkrafa bendingar um æski- legar viðbætur og svari greið- lega fvrirspurnum og sendi leið réttingar á villum, er óhjá- kvæmilegt er að fyrir komi í svona yfirgripsmiklu verki. deyfingar Fram á síðari tíma gerði það alla holdskurði hættulegri livað deyfingarmeðulin, sem einkum voru klóróform og eter, voru ófullnægjandi og á ýmsan bátt hættuleg. — Nú hafa bæði Vest menn og Rússar fundið deyf- ingaraðferðir, sem eru sagðar margfalt þægilegri í notkun og hættuminni. Fylgir sögunni, að nú þurfi alls ekki að hafa svo hraðann á við aðgerðirnar eins og áður var. Árangurinn sé sá, að miklu færri deyi nú af hold- skurðum en fyrr. Og jafnframt sé unnt að viðhafa miklu meiri vandvirkni en áður var. T. d. megi nú setja saman marg- brotna og lemstraða limi, sem áður varð að taka af. Líðanin eftir aðgerðimar sé sömuleiðis miklu betri nú en fyrrum. — Aðallega koma þessar nýju að- ferðir til framkvæmda í her- spítölunum. En þær liafa líka verið reyndar á almennum sjúkrahúsum og við barnsburð og gefist þar engu síður. Vestmenn nefna sitt deyfi- meðal cyclopropane. Það er eins konar loft eða gas, sem blásið er með ildi (súrefni) inn í andfæri sjúklingsins. Er not- uð fullkomin andardráttarvél, og hún sett í samband við loft- þétta grímu, sem spennt er fyr- ir andlit sjúklingsins. — Marg- ir sjúklingar em bræddir við deyfingu, og liefur það liaft ó- heppilegar afleiðingar. Nú er einnig hræðslan afnumin með lítilsháttar inngjöf af meðali sem kallað er avertín. Það ger- ir sjúklinginn vímukenndan og rólegan. — Meðalið sem Rúss- ar nota, er kallað sovcain og fundið upp af frægum lækni Vislmevski að nafni. Er þetta staðdeyfingarmeðal, er deyfir ákveðna líkamshluta þegar því er-sprautað inn með ákveðnum aðferðum án þess að sjúkling- uriim falli í svefn. Til lesendanna Allmörg kynningareintök eru nú send af INGÓLFI út um landið, o g þ ar f ekki að endursenda þ au. Þeim fylgir engin kaupskylda. Dolores lieyrði rnann fyrir aftan sig segja eitthvað, en liún gaf því engan gaum. Hann sagði: „Halló, fallega stúlka“. Hún dró pyngjuna úr barminum. „Eg get borgað“, sagði bún. „Hvað kostar það?“ Konan leit á pyngjuna og blíðkaðist að mun. Dolores vissi, að nú myndi liún skrúfa upp verðið, en Dolores var of þreytt til að prútta við liana. Hún ýtti skilding að konunni en þá flaug benni annað í bug. „Hreint lak fyrir tvo peninga?“ „Fjóra peninga“. „Ég borga þrjá“, sagði Dolores. „Jæja, það skiptir annars engu máli, gjörið svo vel. En ég sagði hreint lak- Ekki lak sem annar hefur legið við og þér hafið bara brotið saman aftur“. „Eigið þér þennan negra?“ spurði konan og benti á drenginn, sem bélt á töskunni. „Já, en hann á ekki að búa hér. Heyrið þér, það er satt. Ég vil fá lykilinn“. Konan rótaði til í svuntuvösum sínum, þá í skúffu og fann loks lykilinn. Dolores mundi eftir að gefa lienni pening fyrir ómakið. Og seint um síðir fór bún með konunni gegn um anddyrið. Herbergið var dimmt og lagði fyrir í því daun af lauk, tóbaki og svita. Hlerarnir voru fyrir gluggunum og í gat á einum þeirra hafði verið troðið tusku. Þar var illa útlítandi rúm og óupptekið eftir þann, sem síðast liafði gist þar. Uti við vegginn var stóll með gati á setunni. „Fáið mér lakið og lykilinn“, sagði Dolores. „Og heyr- ið þér. Ég lief borgað liátt verð fyrir þetta lierbergi og sjáið þér svo um, að enginn geri mér ónæði“. Hún sneri sér að drengnum, sem var að setja frá sér töskuna. „Sæktu mér fötu með vatni, svo skal ég borga þér og þá máttu fara“. Sú feita lofaði Dolores, að henni skyldi ekki verða gert ónæði. Dolores brosti út í munnvikið. Hún liafði borgað allt út í bönd, en héldi þessu áfram, kæmist húrt aldrei til New Orleans. Negrastrákurinn kom með fulla vatnsfötu, fékk peningana og fór. Dolores aflæsti her- berginu. Kakerlakki skreið á gólfinu en hún hirti ekki um að stíga ofan á liann. Hún lagðist á hné við fötuna, rak andlitið niður í vatnið og belgdi í sig vatnið eins og liundur. Það bressti bana og linaði sárindin í báls- inum. Þegar bún opnaði glugga, sá bún niður í garð með bærisnum og grísum. Þar voru einnig tvö eða þrjú óhrein börn, en loftið, sem inn streymdi, var samt betra en það, «em fyrir var í herberginu. Hreina lakið lá á stólnum. Dolores henti vattábreiðunni á gólfið og athugaði eins og hún gat, bvort veggjalús væri á dýnunni, en hún fann aðeins nokkra maura og þóttist sleppa vel. Lakið var óbragðlegt en það var hreinna en dýnan og bún henti verlausa koddanum sömu leið og ábreiðunni. Úti sá bún himinninn þykkna og benni datt í hug, að ef færi að rigna, myndi herbergið verða krökkt af maurum. Rúmfæturnir stóðu í gömlum blikkdósum, en þær voru tómar. Hún tók upp einn silfurbikarinn og fyllti þær vatni til að lialda maurunum frá rúminu, þá fyrst fór bún úr skóm, kjól og mjaðmabelti og lagðist á kross- lagða handleggina, en allt í einu mundi liún, að glugg- inn var opinn og að bver sem vildi gæti komizt inn og stolið peningapokanum eða silfurbikurunum. Það var svo dásamlegt að bvílast, að bún varð að hafa sig alla við til að standa upp og loka hlerunum, en að því loknu fleygði hún sér aftur upp í rúmið. Hún var meira að segja of þreytt til að gráta. í óljós- um, samhengislausum drumsýnnm sá hún húsið á Silv- erwood, hin miklu miðdegisboð með krydduðu kjöti og evrópiskum vínum og sjálfa sig, þar sem hún sat á móti Caleb. Og bún minntist blómagarðanna á Ardeith, tó- baksakranna og indigóakranna, sem hún sá úr herberg- inu sínu, þar sem barnið bennar liafði fæðzt, og litla drenginn sinn mundi bún, liggjandi á örmum hennar. En sýnirnar voru óskýrar eins og bernskuminningar og alltof fjarlægar til að vekja þrá. Hvað fólkið liafði verið skilningslaust. Það liafði snúið þessu tímabili í sigur- óð yfir fallinni konu í stað milliþáttar, gefnum af misk- unnsömum guði. En bún bafði ekki þol til að bata það í bili eða til að greina á milli tilfinninganna. Hún fann

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.