Ingólfur - 22.08.1944, Blaðsíða 7

Ingólfur - 22.08.1944, Blaðsíða 7
INGÖLFUR / Ný plast-efni. Það er hart að þjóðirnar skuli lielzt þurfa að vera í stríði, til þess að þær leggi sig fram um að finna upp nytsam- ar nýungar á ýmsum sviðum. •— Á þessum fimm stríðsárum, sem nú eru liðin, hefur margt nýtt verið fundið upp, sem not- að er enn í þjónustu stríðsins en síðar mun koma til almennr- ar notkunar. — Eru þar á með- al endurbætur á plast-efnagerð- inni. Zeín lieitir hyldisefni sem er í maískorni (7% af magni þess). Hefur það verið þekkt í meira en heila öld, en ekki ver- ið veitt nein sérstök atliygli á nteðan hentugar aðferðir þekkt- ust ekki til að vinna það úr kominu. — Nú liafa rnenn lært að vinna zeín, og fundið, að það hefur ýmsa góða kosti. Það er eitt af þeini fáu hyldisefnum (proteins) sem leysast upp í Vínanda, og er liægt að nota á- kveðna blöndn af því til að gljá pappír og einnig til að lakkbera ýmsa liluti á sarna hátt og skellakk liefur verið notað. — Einnig er nú farið að vinna úr því efni sem líkist gúmmi. Má herða það og nota það í skósóla og hæla, sem sagð ir eru endingargóðir. ★ / Þá er sögð fundin aðferð til að vinna dökkt plast-efni úr sagi, liefilspónum og allskonar tréúrgangi með ódýrara móti en áður liefur þekkst. Er það sagt Vera mjög sterkt og hentugt til ýmsra liluta þar sem ekki er gerð krafa til að efnið sé ljóst á lit eða gagnsætt. Nylon (nælon) hefur sést liér sem spunaefni eða garn, aðallega í kvensokkum. — En það er nú líká notað til að einangra raf- taugar og í fallhlífar. 1 þessari tnynd (til vefnaðar og prjóns) þykir nylon að mörgu leyti bera af rayon (gervisilki) sem allir kannast við. En nylon er ekki eingöngu framleitt sem spunaefni, heldur einnig í föstu formi. Og má þá steypa úr því plötur og alls konar hlijti eins og úr öðrum plastefnum. Er það sagt fram- úrskarandi seigt og hart, og einnig standist ])að vel sýrur og óhrif lofts og lagar. Það iná gera úr því mjög sterk bursta- bár, sem seint slitna. Einnig má fletja það út og búa til úr því þunn gagnsæ rennitjöld fyr ir glugga — og margt fleira mætti telja. Cerex lieitir nýjasla plastið. Það er gert úr kolefni, vetni og hlendi (köfnunarefni) og er hæði 'sterkt, hart og létt í vigt og auk þess þolir það vel hita. Það er nú notað í ýmiskonar verkfæri, fvrir herina, t. d. ýms raftæki Frh. á 8. síðu. INDIGO ekkert annað en örvæntingu og kvöl. Og jafnvel það fann liún ekki lengi, því að eftir nokkrar mínútur sofn- aði hún. Það var orðið dinnnt, þegar liún vaknaði. Hún dró djúpt andann og senri sér á bakið. Þannig lá hún um stund og liorfði út í bláinn og liugsaði um, livað liún ætti af sér að gera. Hún myndi sjálfsagt með tímanum komast til New Orleans, en hvað átti hún að gera þang- að? Juanita frænka hennar myndi kannske láta liana ganga um beina aftur og liamingjan vissi, að það var skárri staður en þessi. Hins vegar gat það einnig átt sér stað, að Juanita vildi ekki liafa liana. Hún ætti til að segja, að Dolores væri vanþakklát, af því að hún strauk. Hún gæti líka reynt að selja ávexti niðri við skipalæg- in, en þá var endirinn vís nema maður væri gömul og ljót kerling. Að vísu var hægt að flýja á náðir fljótsins og hún gat alveg eins dáið eins og að eiga barn, sem hún ekki fékk að sjá, eða lifa meðal fólks, sem aldrei hafði séð hana í friði frá því liún fæddist. Ó, hve mjög hún þráði að vera lieiðvirð, liugsaði Dol- ores beizklega. En allt, sem hún tók sér fyrir liendur, misheppnaðist og hvort það var liennar sök eða annarra, var hún ekki fær um að dæma. En það dimmdi óðum og hún gat ekki verið ljóslaus í þessari kytru. Hún hríð- skalf þegar hún stóð á fætur og varð liugsað til, að brátt myndi rigna. Dálítið vatn var eftir í fötunni, svo að liún fékk sér að drekka og þvoði sér eins vel og liún gat. Sáþu hafði hún ekki og varð að þurrka sér á skyrtu, en hún hresstist af vatninu. Síðast fór liún úr sokkunum og bleytti fæturna um stund í vatninu, því að þeir voru aumir eftir liina löngu göngu nóttina áður, fór síðan í hreina sokka og aðra skó, fór í fötin, greiddi sér eins vel og hægt var án spegils og leið nú betur. Henni gramd- ist að hafa ekki spegil, þangað til lienni datt í hug, að öruggast væri að vera ekki of vel útlítandi á þessum slóð- um. Hún vafði óhreinu fötunum utan um silfurgripina, sem hún hafði tekið á Ardeith, gekk úr skugga um að pokinn með peningunum væri vel festur undir pilsunum og að hún liefði eittlivað af peningum í pyngjunni. Þá batt liún töskuna aftur saman, fór út og læsti á eftir sér. Veitingastofan var full af karlmönnum, er sátu að snæðingi og drukku. Sumir voru teknir að gerast all-há- værir. Hermaður, sem eftir mállireimnum að dæma var frá Kúba, kippti í liana og vildi fá hana til að setjast lijá sér. Dolores flissaði og lét sem hún skildi hvorki spænsku né hvað liann vildi. Hún fór að afgreiðsluborð- inu og sagði frammistöðustúlkunni, að sig vantaði nokk- ur kerti. Núna, þegar hún var búin að sofa, gat liún þráttað um verðið og fékk tvö fyrir það verð, sem stúlk- an í fyrstu ætlaði að selja eitt kerti. Einhver læti voru frammi við dyrnar. Talað var á ensku. Dolores sneri sér við, rétti hendurnar fram með afgreiðsluborðinu og leit fram að dyrunum. Hún hrósaði liappi yfir að hafa sofið allan síðari liluta dagsins, svo að hún þyrfti ekki að sofa mikið um nóttina. Hún myndi þurfa að gæta sín, ef þessir drykkjurútar kæmust að því, að kona ein síns liðs væri í einu herbergjanna í liúsinu. Sá bólugrafni var að láta út mann, sem ekki gat borgað fyrir matinn, sem liann liafði beðið um. ,,Ja, en lilustið þer nu a , kallaði maðurmn. „Er það mér að kenna, að ég hef enga vinnu fengið í dag. Fólkið þarna lítur ekki við öðíum en negraþrælum“. „Ég sagði, að þú skyldir snauta burt“, endurtók sá bólugrafni liátt. „IJef ég kannske ekki sýnt þér trausí með því að lofa þér að borða í lieila þrjá daga?“ „Eg lofaði, að ég skyldi borga matinn undir eins og ég fengi vinnu. Sjáðu, ég hef ekki fengið matarbita síðan í gærmorgun. IJvernig ætti ég að fá vinnu og borga þér, ef ég stelti?“ Tveir eða þrír gestanna, sem bentú gaman að þræt- unni, höfðu komið þar að til þess að heyra betur. Þeir vonuðust eftir áflogum, enda virtist ekki langt að bíða þeirra. Ókunni maðurinn virtist standa betur að vígi. því að hann var hraustlegur og sterkbyggður, og Dolores áleit, að gestgjafinn mundi liafa gott af einu kjaftshöggi, en langaði ekki til að vera riðin við viðureignina. Eins og örskot sneri hún sér að framreiðslustúlkunni. sem I liorfði á með dýpstu fyrirlitningu. 7 „Látið mig fá disk með kvöldmat“, sagði Dolores, „Fljótt“. „Hvað ætlið þér að fá?“ spurði hin dræmt. Áflogin voru í þann veginn að byrja, og stúlkan var treg til vinn- unnar. „Það sem til er. Og öl“. Frammistöðustúlkan rak disk upp að nefninu á Dol- ores. Á lionum voru hrísgrjón og rækjur og sósu liellt yfir hvorttveggja. Á diskröndinni var brauðsneið. Dol- ores tók diskinn og ölkolluna sitt í hvora hönd og gekk til dyranna. „Hérna, þér þarna“, sagði liún. „Hér kemur kvöld- maturinn yðar. Verið ekki að hrinda------------“ bætti hún við til eins áhorfandans. „Viljið þér, að ég missi allt niður?“ Ókunni maðurinn leit á liana og smám saman færðist bros yfir andlit hans. „Hvað eigið þér við?“ „Ég á við, að þetta sé kvöldmaturinn yðar“. Hún reigði liöfuðið framan í gestgjafann. „Haldið þér yð- ur saman. Maturinn er borgaður. Þessi maður er kunn- ingi minn“. Gestgjafinn brýndi raustina. „Er það Lucy, liefur kven- maðurinn borgað matinn?“ „Já“. „Gott. Ég myndi ekki gefa mig að honum, kona. Hann á ekki einn eyri“. Dolores setti diskinn á endann á næsjta borði og tók í ermi mannsins. „Borðið þér nú“. „Hann leit græðgislega á matinn. En hann settist hik- andi og liorfði á liana. „Segið mér, frú, þekki ég yður?“ „Nei, en borðið nú bara. Þér eruð gestur minn“. Hann dreypti á ölinu, þurrkaði sér um munninn með liandarbakinu, stóð upp og tók um liönd hennar, þegar hún ætlaði að fara. „Ætlið þér ekki að vera kyrrar?“ „Sleppið mér, heyrið þér það!“ sagði Dolores. Hann hlýddi. „Fyrirgefið, frú. Ég liélt — —“ „Jæja, þá liefur yður skjátlazt“. Hann stakk skeiðinni í lirísgrjónin og leit síðan bros- andi framan í liana. í brosinu lýsti sér alúð, þakklæti og forvitni. Henni varð á að brosa á móti. „Ég átti aðeins við, að þér væruð mjög elskulegar að gefa svona náunga, sem þér aldrei liafið séð fyrr, kvöldmat, og ég er yður mjög þakklátur. Maður verð- ur bræðilega svangur á því að rölta um skipalægin, þeg- ar engin vinna fæst. Setjizt þér nú snöggvast niður. Ég skal ekkert gera yður“. Dolores settist gegnt honum og studdi liönd undir kinn. Hann borðaði svo ákaft, að liann gat ekki talað í nokkrar mínútur. Hún liorfði á hann. Hann liafði stórt, bogið nef, skarð í hökuna, stóran munn og falleg- ar tennur. Hárið var brúnt en upplitað af sól ofan á kollinum. Skyrtan hafði verið hlá, en nú sást það ekki nema hjá saumum og á tveim stöðum á lierðunum var hún rifin. Hann leit upp frá matnum. Augun voru blá, augna- brúnirnar loðnar og upplitaðar, svo að þær sýndust nærri livítar, borið saman við brúnleitt andlitið. „Hvernig datt yður í hug að gefa mér kvöldmat?“ „Æ, ég veit það ekki“, tautaði hún. „Mér hefur kann- ske fundizt þér vera einmana“. „Og hafið þér borðað kvöldmat sjálf?“ Hún liristi liöfuðið. Þá mundi hún fyrst eftir því, að bun hafði ekkert borðað allan daginn nema einn banan og nokkur vínber. „Þér verðið að fá eitthvað“. ??Ég vil ekkert. Borðið þér“. Hann dýfði brauðinu í ölið og rétti lienni. „Borðið nú þetta. Það er gott, þegar maður er lystarlaus. Hún tók við brauðinu og fór að borða. Það var lyst- ugt. „Er það gott?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli. „Kertin, sem þér hafið stungið inn á yður bráðna. ef þér takið þau ekki fram“, sagði hann. Dolores hló og lagði kertin á borðið. „Ég var alvea búin að gleyma þeim“. „Hvers vegna talið þer svona skringilega?“ spurði bann. Frh. á 8. síðu ,\

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.