Ingólfur - 22.08.1944, Blaðsíða 6

Ingólfur - 22.08.1944, Blaðsíða 6
6 INGÓLFUR Heilsan I. Heilsa og hárvöxtur. GRÁNUN. Heill mannsaldur er nú liðinn síðan menn veittu því athygli, að hár manna get- gránað af skorti á réttri fæðu. En fá ár eru síðan menn fóru að gera tilraunir á dýrum og fundu, að fæðutegundir, sem skorti ákveðin fjörefni, gerðu hárið á þeim grátt. Mátti síð- an ná liinum upprunalega liára- lit með því að láta dýrin fá liin réttu fjörefni. Nú hafa verið gerðar tilraun- ir á mönnum, sem farnir voru að grána og þeim gefinn ger- vökvi, sem er ríkur af ýmsu fjörvi. Voru tilraunirnar gerðar á þúsund manns, aðallega stríðs föngum. Á 770 sáust meiri og minni merki þess að liárin fengju sinn upprunalega lit. En í engu tilfellinu hurfu þó öll gráu hárin. Aftur á móti varð þess vart, að í mörgum tilfell- um kom grængulur blær á gráu liárin. Þykir með þessu vera sannað, að tefja megi í flestum tilfellum nokkuð fyrir gránun liársins, enda þótt þessi aðferð rnegni ekki með öllu að koma í veg fyrir gránun. HÁRLOS. — Einn af vísinda ínönnum Rockefeller-stofnun- arinnar fann að mýs urðu hár- lausar ef þær fengu ekki bæði svokallað inósítól og pantóþen- sýru, sem hvorttveggja telzt til fjörefna B-flokksins. Ef þeim var síðan gefið það efnið, sem þær áður voru sveltar á, kom hárið aftur. -— Þessi fjörefni voru nú reynd á sköllóttum mönnum, og bar fyrra efnið eng an sýnilegan. árangur en liið síðarnefnda þó þann, að í sum- um tilfellum spruttu fram nokk ur ný hár á stangli. — Þau efni sem helzt geta aukið liárvöxt, eru svonefnd hormón eða efni sem myndast í ýmsum kirtlum líkamans. En það er eins og hinn aukni hárvöxtur komi alls staðar betur fram en á höfð- inu, ef eiginlegur skalli er þar kominn. Hárlos sem kemur ein- göngu af sjúkleika, getur lækn- ast. En hinn svonefndi arfgengi skalli er álitinn ólæknandi, enda ekki talinn vera sjúkdóm- ur heldur ættareinkenni. —■■- Talið er sannað, að klipping og rakstur auki liár- og skegg- vöxt ekki neitt og ekki sé skallaprósentan neitt lægri Jjjá þeim mönnum, sem áratugum saman liafa gengið berliöfðað- ir. Þess verður ekki vart, segja þeir, sem rannsakað hafa, að berliöfðatízka síðuslu 30—40 ára liafi að neinu leyti hætt hárvöxt manna. 1 sumum til- fellum 6ýnist meira að segja hins gagnstæða hafa orðið vart. Hvorki langvinn áhrif sólar né vætu sýnast vera holl hári eða hörundi. — Annars er hárvöxt- urinn og ástand og útlit hárs- ins yfirleitt mest komið tlndir almennri heilsu líkamans. Kerfisbundnar rannsóknir á starfsemi sérstakra líkamshluta og líffæra eru smám saman að leiða í ljós nýjar staðhæfingar, sem þó verður að sannprófa áð- ur en þeim verður slegið föst- um. Sumir rannsakendur segj- ast ekki finna að hár og skegg vaxi í svefni. Menn, sem hafi rakað sig rétt áður en þeir lögð- ust til svefns, séu nákvæmlega eins vel rakaðir eftir nóttina. Aðrir benda á, að liúðin muni vera vökvaríkari og þykkri eft- ir svefninn, og geti það dulið vöxtinn. Þegar skeggbroddar sýnist vaxa fram á líkum, muni það hins vegar stafa af upp- þornun og þynningu húðarinn ar. Um aldur eins höfuðhárs ber rannsakendum enn ekki vel saman. En líkur benda á, að ekkert hár nái liærra aldri en sex árum. Á þeim tíma geti hárin, við beztu skilyrði, náð sex feta lengdi, og dæmi séu til að hár á Indíánum hafi orðið níu fet (um 275 cm.). Eftir þetta falla hárin af, en ekki öll á sama tíma, og veki þetta eðlilega hárlos því litla athygli, nema þegar svo hittist á, að mikið losnar í einu. ★ II. Sálfræðilegar aðferð- ir til lækninga og hjúkr- unar. Læknir nokkur segir svo frá: Seymour-hjónin liöfðu verið gift í tvö ár, þegar unga frúin fékk sark-mein á háls og vanga. Við læknarnir sögðum lienni ekki, hvað að henni gengi, en við sáum það í augum liennar, að hún gizkaði á, að hún ætti bkki iangt eftir ólifað. Maður hennar elskaði hana innilega og þráði heitt að gera henni banaleguna auðvelda, eftir því sem við mætti koma. Kvöld nokkurt kom liann með tvo farmiða til Norðurálfunnar næsta vor, nokkrum mánuðum síðar. Fjörleg boðsbréf ferða- stofnana, er sjá um ferðalög til Miðjarðarhafslandanna, hrúguðust upp við rúm liennar. Eftir það ræddu þau um hina fyrirhuguðu ferð á hverjum degi, og sú átti nú ekki að fara í handaskolum. Þau kynntu sér nákvæmlega allt, er til mála kom að skoða, og veltu liverju einstöku atriði vandlega fyrir sér og gerðu þannig smám sam- an afburða skemmtilega ferða- áætlun. Ljóminn tók aftur að kvikna í augum sjúklingsins. eftir því sem efasemdir hennar yfirbuguðust af tilhlökkunar- tali bans. Klæðskerar og batta- makarar gerðu tíðförult til hennar og glæsilegir fatnaðir, hattar og ýmisleg kvenprýði Jirúgaðist upp í sjúklingslier- berginu. Það er ótrúlegt en satt, að sjúkdómurinn varð eins og hreint aukaatriði, en nýir hveitibrauðsdagar runnu upp. Þegar liin unga kona dó, rétt fyrir vorið, var heilbrigði lielm ingur andlits liennar ljómandi af fegurð og sælu. Ég sá aldrei meiri ástardáð en þessa. Hin næstum yfirmann lega sjálfstjórn eiginmaitnsins kenndi mér meira í liagnýtri sálarfræði en ég liafði áður lært af bókum. Ég lærði, að óákveð- in loforð eru þýðingarlaus. Það er hið áþreifanlega, sem kveik- ir sannfæringu, hugrekki og von. ★ Bob litli var 5 ára gamall og liafði aldrei mælt orð frá vör- um. Hann var í alla staði vel gerður, en virtist álíta það óþarfa fyrirhöfn að leggja það á sig að reyna að tala. „Lofið okkur að liafa Bob í vikutíma“, sagði læknirinn, „og reyna okkur við hann“. Bob var svo látinn á spítala og var lionum sagt, að liann fengi vatn að drekka eins og lionum sýndist, en mat fengi hann ekki, fyrr .en hann b’æði um hann. Stráksi glotti, en sagði auðvitað ekkert. Það var búið að segja allt við liann áð- ur, sem sagt verður um það málefni. Fyrsta daginn bar svo margt fyrir augu bans og eyru, að liann saknaði ekki matar svo, að sjáanlegt væri. Dagirin eftir var liann dálítið órólegur, eink um þegar hann sá aðra sjúkl- inga fá einliver hnossgæti. — Þriðja morguninn var honum öllum lokið. Hjúkrunarkonan hafði ekki fyrr opnað dyrnar, en liann gall við: „Svona nú! Fari það í kolað ef ég verð ekki að fá eitthvað í mig!” ★ Sjúklingur nokkur hafði verið skorinn upp í kviðarhol- inu og fékk að því búnu hiksta, er liélzt dögum saman. Öll lielztu ráð við slíku voru reynd, en dugðu ekki. Nú kom lækninum gott í liug. Hann minntist þess, að sjúkl- A f 4 ingur þessi var annálaður fvrir nízku. Hann breytti cnn um meðal og gaf sjúklingmun lítt notað lyf með sterkri lykl. — Sjúklingurinn forvitnaðist um, livaða efni liann væri nú látinn taka, og var lionum sagt, að það væri moskus. „Moskus?“ hváði sjúklingur- inn. „Er það ekki notað í ilm- smyrsl?“ „Jú, það er einmitt aðallega notað þannig“, var svarið. „Nú, — er það ekki alveg voðalega dýrt?“ spurði sjúkl- ingurinn ekki all-lítið skelk- aður. „Ójú“, svaraði læknirinn, „skammturinn kostar 30 doll- ara“. Hikstarnir liættu þegar. ★ Rík kona — segir enn einn læknir — sem taldist sjúlking- ur minn, cri var í rauninni keipaskjóða, sem komin var í ímyndanasjálfheldu og reyndi í sífellu nýja lækna og ný með- öl, tók það loks til bragðs, að leita lækninga í París. Og þar batnaði lienni með þeim bætti, er nú skal greina. Hún fór þar auðvitað til frægs prófessors, en liann spurði hana og rannsakaði út í æsar. Að Jiví búnu sagði bann lienni að hitta sig á tilteknum tíma í tilteknu sjúkraliúsi, sem hún kannaðist raunar ekki við Þegar þangað kom, furðaði hana á, að þetta væri þá einka- spítali prófessorsins fyrir fá- tækt fólk. Þó hlýddi liún lækn- inum, er hann sagði henni skýr ingalaust, að fylgja sér eftir. Varð hún að elta hann um all- an spítalann og stahlra meira og minna við lijá hverju rúmi. En þarna lá margt fárveikt fólk, og fólk, sem hafði verið fárveikt, fólk, sém var að tær- I stórborginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum var maöur nokkur nýlega að flytja ræðu fyrir fundi iðjuhölda. Ræðuna las hann upp af vélrituðum blöðum, er gerð voru eftir hraðrituðu liandriti. 1 ræðulok dró ræðumaður saman ræðu- efnið með þessum orðum: „Ameríski iðjuliöldurinn er þreyttur. Hann liefur lagt mik- ið á sig vegna liernaðarfram- leiðslunnar og liann hafði þegar gert það áður en ófrið- urinn liófst og hann er kúg- uppgefinn. Hann er þreyttur á líkamanum og liann er þreytt- ur á sálinni. En þó er þreyta hans hégóminn einber á móti þreytu vélritunarstúlkunar, sem verður að skrifa alla þvæl- una ....“ Hér varð ræðumanni orðfall góða stund, en ábeyrendurnir störðu, ekki aldeilis steinþreytt- ir á svipinn á ræðumann, og voru teknir að missa fram úr sér hláturhvelli. Hann starði hins vegar á blöð sín með van- trúarsvip. Loks varð lionum að orði: „Ekki var það nú þctla, sem ég las henni fyrir“. ★ Maður nokkur skrifar Read- er’s Digest (maí-hefti): Ný- lega atvikaðist svo, að ég spurði sjóliða nokkurn, hvað klukkan væri. Hann dró upp heljar- mikinn úrhlunk og sagði klukk- una 7.20. Nú vissi ég, að fram- orðnara var og sagði: „Urið þitt hefur víst stanzað?“ — ,,ónei“, svaraði hann. „Það er bara á Klettaf jalla- meðaltíma. Ég er frá Utali-fylki. Þegar ég fór í sjóliðið, gaf pabbi mér þetta úr og sagði, að það mundi lijálpa mér til að liugsa heim. Þegar úrið er 5 að morgni, veit ég, aö pabbi er að fara út í fjós að mjólka. Þegar það er Frh. af 1. síðu. Regla á Þingvöllum. ar, og væri leið að koma í veg fyrir að þær hafi bækistöðvar á Þingvöllum. — Einnig ber að reyna að koma í veg fyrir það, að aðrar stúlkur séu Jiarna gæzlulausar, Jiví að livernig eiga hermennirnir að vita að þær séu ekki þarna í ævintýra- leit og einmitt til að láta elta sig? Það er í öllum löndum vand- kvæðum bundið að hafa setu- liðsstöðvar. Er ekkert við þvi að gera annað en að reyna að koma í veg fyrir árekstra og bera sig að öðru leyti karlmann lega. Ætti það að vera oss Is- lendingum því auðveldara, sem vér höfum orðið flestum þjóð- um betur úti á Jiessum sviðum. ast upp eða mundi bera sjúk- dóma sinna merki, jafnvel æfi- langt. — Löngu áður en „stofu- gangan“ var á enda, skein blygð unin úr auguin ríku konunnar, — en liún fór læknuð af spítal- anum. liálfátta að kvöldi, veit ég, að öll fjölskyldan er sezt við vel- búið borð og að pabbi er að þakka Guði fyrir J>að, sem á Jiví er, og biðja hann að gæta mín. Það vantar minnst á, að ég finni ihninn af lieitu flatkök- unum og svínslærinu. Þegar mér þykir lierþjónust- an erfið og lít á úrið mitt, finn ég, að fyrir allt, sem það minnir mig á, vil ég berjast, livað sem tautar. Það er sjaldn- ast vandi, að fá að vita hvað klukkan er þar, sem maður er staddur. En þetta úr hjálpar mér til að fylgjast með, bvað tímanum líður í Utali. ★ James Roosevelt ofursti, son- ur forsetans, kom nýlega úr leiðangri á Kyrraliafi og þyrpt- ust blaðamenn að lionum til að veiða upp úr honum einhver ævintýri, en ofurstinn varðisl allra fretta. „Skelfing eruð Jiér ólíkur forsetafrúnni“, varð þá ein- hverjum fréttamanninum að orði: „Ekki leikur hún sér að því að láta okkur fara er- indisleysu“, — „Það er held- ur ekki liægt að draga mömmu fyrir lierrétt“, anzaði James. Til lesendanna. AfgreiSsla INGÓLFS liefur verið með nokkurri óreglu um tíma — fyrst vegna lasleika af- greiðslumanns — en hann er nú aftur kominn til lieilsu —, og síðan vegna 6umarfría starfs- liðs lians. Af hinu síðarnefnda hefur orðið dráttur á útsend- ingu síöasta tölublaðs og eru áskrifendur beðnir velvirðing- ar á því. Hið fyrrnefnda hafði í för með sér óreglu í útsend- ingu blaðsins til viðtakenda, er fá Jiað „frítt til athugunar“. Eru þeir og beðnir velvirðing- ar, enda eru nú hin ósendu tölublöð send út um þessar mundir. Vanti hins vegar ein- hvern eitthvert tölublað þrátt fyrir allt, leyfir INGÓLFUR sér að mælast til, að sá geri I svo vel að gera afgreiðslunni [aðvart án tafar og verður þá I bætt úr því. Verði einhver ó- regla liér eftir á Jiví, að ING- ÓLFUR komi til skila, verður það ekki afgreiðslunni að kenna, en sendið lienni Jiá samt tafarlaust tilkynningu um Jiað og verður yður þá sent það er vantar, en orsakir kannaðar, ef enn bregzt full regla á skilum blaðsins. Þið, sem aðbyllist stefnu blaðsins eða viljið fá Jiað til að fylgjast með eða vegna þess, að ykkur þyki það fróðlegt — gerið svo vel að senda ,ING- ÓLFI áskrift. Og sendið blaðinu línu til að láta álit ykkar í ljós um stefnu þess eða einhver einstök at- riði þess efnis, er Jiað liefur flutt, eða annað sem ykkur ligg- ur á lijarta. Verður það allt notað á einn eða annan veg, eftir ástæðum. @IIIIIIIIIIII@IIIIIIIIIIII@IIIIIIIIII Lesið ÞJÓÐRlKH) eilll!lllllll®lllllllllll!®illlllllllll

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.