Ingólfur - 22.08.1944, Blaðsíða 4

Ingólfur - 22.08.1944, Blaðsíða 4
4 INGÓLFUR i Láris Siprj Fyrra mánudag, hinn 14. ág., átti Lárus Sigurjónsson skáld Bjötugsafmæli. — Hann hefur nú dvalið hér í bænum síðan í fyrra haust, er hann kom liing- að frá Ameríku eftir áratuga dvöl þar. Lárus er fæddur í Húsavík eystra, en upp alinn í næsta byggðarlagi, aðallega á Hóla- landshjáleigu og Setbergi í Borgarfirði. Sjálfur brauzt liann í því að komast til mennta, þótt efna- laus væri. Hann lærði undir skóla hjá séra Einari Jónssyni prófasti, er þá var á Kirkjubæ í Tungu á Héraði, en gekk síðan í gegn um Lærða skólann og Prestaskólann og útskrifað- ist þaðan 1906. Hann var fyrsti ritstjóri ung- lingablaðsins „Unga lsland“, er Einar Gunnarsson stofnaði. — Veturinn 1906—07 dvaldist bann í Kaupmannahöfn og á Askov. Fór þaðan til Kanada á næsta sumri. Voru foreldrar hans og systkini komin þangað á undan honum. Dvaldist hann í Kanada til ársins 1920, en hugði þá til heimferðar. Hafði viðdvöl í Chicago og tók náms- skeið þar við háskólann í sam- anburðartrúfræði o. fl. grein- um. Þar kynntist liann konu simii, Mabel Ayers, er liann kvæntist síðast á árinu 1920. — Hún var dóttir prófessors í líf- fræði, dr. Howard Ayers, er um skeið var liáskólarektor í Cin- cinnati, hin mesta gáfu og dugnaðarkona og hámenntuð i söng og leiklist. Varð nú ekki af heimförinni, enda hafði frúin þá góða at- vinnu af kennslu. Fór svo nokkru síðar, að hún setti upp í Chicago fastan skóla í söng, hljóðfæraleik, upplestri o. fl., er margir kennarar störfuðu við. Stóð liann um 15 ára skeið, þangað til kreppan gerði rekst- ur hans of erfiðan, enda skall þá og stríðið á nokkru síðar. Auk þess sem Lárus starfaði bæði við kennslu og rekstur skólans og ýmislegt fleira, lá honum hin íslenzka Ijóðagerð stöðugt ríkt í liuga. Orkti liann fjölda kvæða og kvæðaflokka, einkum eftir að hann kom suð- ur til Bandaríkjanna. Á hann nú efni, er fylla mundi mörg bindi, ef allt yrði út gefið. Er l>ar á meðal heill Ijóðabálkur ortur af tilefni 1000 ára ríkis- afmælisins 1930, og fleiri kvæðaflokkar í sambandi við þetta. Mun í ráði að gefið verði út bindi af ýmsum kvæðum Lár- usar. ★ Sízt er það ofmælt, að Lárus Sigurjónsson sé, að vissu leyti, sérstæðasta íslenzkt ljóðskáld, bæði nú á dögum og þótt lengra sé til seilst í sögu ís- lenzkrar ljóðagerðar. Ef segja má að nútíma ljóðskáldin fylgí tímanum, eða hlaupi jafnvel fram úr lionum um meðferð máls og forma, þá leitar Lárus einkum aftur í tímann að fyr- irmyndum og orðavali, enda þótt sjálf yrkisefnin séu síður tímabundin. Er ekki örgrant um, að þeim, sem lesa liin fom yrtari kvæði Lárusar, finnist þau torskilin á köflum, enda þarf vitanlega þekkingu á forn sögum og íornkvæðum til að skilja öll þau orð og orðasam- bönd, er þar koma fyrir. Slíka fomeskju iðka nútímaskáld vor alls ekki, en ýms liin stærri erlend skáld hafa til skamms tíma leyft sér það. Vestan liafs fengu landar vor ir nokkur tækifæri til að kynn- ast kvæðum Lárusar, með því að fá liann til að lesa þau npp við ýms tækifæri. Skal liér sett- ur greinarkafli úr „Lögbergi“, 3. sept. 1942, er Sigfús Bene- diktsson, skáld og rithöfund- ur, ritaði um Lárus út af til- efni, sem getið er í greininni: Frá Lanf’ruth í Manitoba. Hr. Lárus Sigurjónsson, sem þjónaS liefur lúterska söfnuS- inum hér um þriggja mánaóa tímabil, fór héSan alfariS 25. ágúst. Var honum haldiS kveSju- samsœti mánudagskv. 24. þ. m. í húsi Mrs. G. Þorleifssonar. Var þar sungiS og rœtt, en aS- alskemmtunin var þó upplest- ur hr. Lárusar á hans eigin kvæSum. ÞaS kom þá í Ijós aS hann átti mikiS af kvœSum ort al honum sjálfum. ÞaS kom einn- ig í Ijós aS hann er skáld — já, meira en smáskáld eSa lít- ilfjörlegur hagyrSingur. ÞaS er naumast hœgt aS lýsa skáld- skap hans í smá-blaSagrein. KvœSin eru öll um alvarleg og merkileg efni baiSi frá eldri og nýrri tímum. MáliS er afburSa fagurt og norrænu-þrungiS, nokkuS torskiliS meS köflum, einkum fyrir þá, sem viSvan- ingar eru í fornmáli voru. Hann yrkir um söguleg cfni svo sem Þingvöll 1930, um flagg íslands, afar merkilegt kvœSi. En svo tekur hann mörg sín yrkisefni beint út úr náttúr- unni. Á því sviSi tekur hann flestum eSa öllum fram, sem ég hef kynnst, aS minnsta kosti í seinni tíS — og sérstaklega hvaS oss V.-ísl. snertir. FormiS er fast og sterkl, orSgnóttin ó- þrjótandi og málfegurS aS sama skapi. Hann er stálsleginn í ísl. málfrœSi og rím lians reglulegt og hárrétt. FólkiS var stórlirifiS og undi sér hiS bezta. Til aS finna hans jafnoka verSur aS fara lengra en í blöS vor og helzt aftur til eldri skálda vorra. Höfundur þessarar greinar er talinn með mestu gáfumönnum vestra og er sérstaklega vel að sér í fornbókmenntum vomm, auk þess sem hann er sjálfur Verkamenn stefna á ófrelsið. Svikamylla verðlagsskrúfun- ar fer nú að ná hámarki sínu. Það eru takmörk fvrir því livað slíkt getur komist langt. Gengi liinna „vinnandi stétta“ getur heldur ekki kom- ist hærra. Nú sem stendur er svo komið að þær ráða öllu en rekendur fyrirtækjanna engu. Nú geta verkamenn lokað verk- stöðvum þegar þeim sýnist, og þeir virðast geta liaft öll ráð- in í hendi sér. En þeir sýnast ekki ætla að bera gæfu til að geta hagnýtt þessa aðstöðu, eða réttara sagt leiðtogar þeirra. Enda eru liér líka öfl á hak við, sem þeir ráða ekki við. Staða þeirra er kannske ekki orðin mjög öf- undsverð. • Ef nú þjóðarvald vort ber lieldur ekki gæfu til að geta gripið inn á réttum tíma, þá á íslenzkt atvinnulíf aðeins tvenna úrkosti. En þeir eru: — að lenda undir austræna Allra flokka stjórn Framli. af 3. 6Íðu. kennt nema sjálfri sér. Hún hefur kosið þetta þing; það er hold af hennar lioldi og blóð af hennar blóði. Meðan lnin eltir ósómann, dáir lygina og hræsnina, en fyrirlítur eða sinnir ekki sannleik og réttlæti, þá má hún búast við að svona fari enda á liún þá ekki hetra skilið. V. Við skulum þora að horfast í augu við staðreyndirnar. Þær eru þessar: Flokkarnir eru á umliðnum árum búnir að leika hver annan svo grátt, að milli þeirra er ekki lengur til snef- ill af trausti til þess, að þeir geti myndað stjóm saman. Sú stjom, sem þeir mynduðu yrði hrein svikastjórn. Allar tilraun- jr í þá átt eru því þýðingar- lausar eða verra en það. 1 landinu starfar flokkur, sem liefur það að markmiði að koma Islandi undir yfirráð ein- ræðis-stórveldis og beitir til þess öllum ráðum, og hefur nú flekað til samstarfs við sig í því efni stærsta stjómmála- flokk landsins eða foringja lians. Þetta flokkasamband er stórhættulegt og getur orðið þjóðskaðlegt, ef ekki tekst að rjúfa það í tíma. Af núverandi Alþingi er því einskis að vænta. Þjóðin verð- ur að fá að stokka spilin á ný og gefa upp aftur. Verði liún þá jafn lieimsk og ringluð og hún var 1942, er henni ekki við bjargandi. Sýni hún hins vegar fullkomna viðleitni til þess að bjarga sér úr þeim vargaklóm, sem hún nú er í, mun henni vel farnast í frain- tíðinni. Hún hefur fengið á- þreifanlegar sannanir fyrir því, að af flokkunum er einskis að vænta, eins og nú er ástatt með þeim. J• G. æfður rithöfundur og skáld. — Sem vænta má, voru það ein- mitt skáldin, sem fyrst viður- kenndu að Láms er skáld. Það er t. d. vitað, að Einar Bene- diktsson hafði mikið álit á Lár- usi á sínum tíma og kvaðst Frh. á 5. síðu. stjórnkúgun eða vestræna auð- kúgun. 1 báðum tilfellum verður verkalýðurinn algerlega undir- okaður. Um það þarf ekki að spyrja. — Ekki svo að skilja, að þjóðræðið geti lieldur lof- að þessari stétt, að liún verði allsráðandi. Það gelur aðeins gefið það loforð að liún verði meðráðandi og verði tryggð staða frjálsra borgara. Lengra komast verkamenn livort sem er aldrei. Þetta er þeirra eina tækifæri til að geta orðið kvaddir til ráða um kjör at- viniiulífsins og sjálfra sín. Og ekki getur þjóðin einu sinni lofað sjálfri sér, að hún verði einráð um atvinnu sína. Því að það verður heldur eng- in þjóð eftir stríðið. Þær verða meira og minna liver annari liáðar í atvinnumálum. En verst verða þær þjóðir staddar, sem hafa legið undir byllingum og enga tiltrú hafa vegna þess að þær hafa sýnt að þær gátu ekki eða vildu ekki taka upp frjálsa og ábyrga sjálfstjórn. — Slíkum þjóðum verður hara Leiðrétting. 1 grein Snæbjarnar Jónsson- ar, í síðasta tbl. INGÓLFS, „Vídalínspostilla“ liefur sú villa komist, að þar stendur „1 liöndum seinustu prestakyn- slóða lognaðist þetta mál [þ. e. tillagan um nýja útgáfu Vída- línspostillu ] út af“, en á að standa „1 liöndum prestanna“ o. s. frv. Þetta eru þeir, sem lialda blaðinu saman, beðnir að leiðrétta. Auglýsendur munið eftir því að * Ingólfur fer út um land í þúsundum eintaka. Ingólfur er lesinn um allt land. ráðstafað -—- kannske spurðar til málamynda og þar með búið. ÓHÁÐ TlMARIT ER ÓMETANLEGT og því verðmætara, sem bolmagn þess er meira. Tímaritið JORÐ er engu háð nema sannfæringu ritstjóra síns, sr. Björns O. Björnsson. JÖRÐ lief- ur haft frumkvæði um margt og flutt greinar og skáldskap eftir fjölda tirvalsliöfunda svo sem Svein Björnsson, SigurS Nordal, Gunnar Gunnarsson, Arna Pálsson, Kristmann GuSmundsson, Jón Magn- ússon skáld, Arnór Sigurjónsson, GuSmund Friö- jónsson, Pál Kolka, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Ragnar Ásgeirsson, Theodór Arnbjörnsson, sr. Sig- urö Einarsson, Pétur Sigurösson erindreka, GuS- mund Finnbogason. Sögur JARÐAR hafa ávallt verið frábærilega skemmtilegar. Myndirnar margar og fallegar. JÖRÐ hefur oftar en einu sinni flutt styrjaldarlandabréf, og er nýbyrjuð að flytja skrá um nýútkomnar bœk- ur og skákþætti auk annars smœlkis. I 3. hefti þessa árgangs, sem nú er að koma út og helgaö er þjóðhátíðinni 17. Júní s. 1., skrifa þessir höfundar fyrsta sinn í JÖRÐ: Guðmundur G. Hagalín, sr. Pétur Magnússon og Jón Sigurðs- son frá Yztafelli. í heftinu verða frábærar lands- lagsmyndir. Alls koma út 6 liefti á þessu ári og verður sér- stakt höfundaval í seinni lieftunum þremur, enda verður varið fjórum sinnuin meira fé til ritlauna í þau þrjú liefti en í fyrri heftin þrjú og fimm sinnum meira en í allan árganginn í fyrra. Sendiö JÖRÐ áskrift og eigiö hlut dö því aö hún fái sýnt til hlítar hvers óháö tímarit meö bolmagni er utn komiö. [Klippið þetta áskriftareyðublað úr og sendið í pósthólf 412, Reykjavík.] Lg undirritaður gerist hér með áskrifandi að tíma- ritinu JÖRÐ frá ársbyrjun 1944 og óska, að mér sé sent með póstkröfu það, sem út er komið af yfir- standandi árgangi. Nafn: .............•.................... Heimili: .................... Bréfhiröing: . ............................ Póstafgreiösla:.................................

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.