Austurland


Austurland - 16.02.1994, Side 2

Austurland - 16.02.1994, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR, 16. FEBRÚAR 1994. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Utgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Smári Geirsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Elma Guðmundsdóttir (ábm.) H® 71532 Auglýsingastjóri: Rannveig Þorbergsdóttir H® 71514 Ljósmyndari: Ari Benediktsson H® 71664 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 • Pósthólf 75 • 740 Neskaupstaður S 71750 og 71571 - Fax: 71756 Útgáfudagar: Miðvikudagar AUSTURLAND er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Prentun: Nesprent Það verður kosið í vor Hinn 28. maí nk. munu fara fram kosningar til sveitar- stjórna á íslandi. Þegar eru umræður um sveitarstjórn- armál farin að fá á sig nokkurn kosningablæ enda flokkar og samtök á ýmsum stöðum búin að kynna framboðslista sína og þar með farin að heyja formlega kosningabaráttu. Flestir sem hugsa af einhverri alvöru um sveitarstjórn- armál vilja að umræðan í hverju sveitarfélagi fyrir kosn- ingar sé heiðarleg og málefnaleg. Þá er ætlast til að verk sveitarstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili eða á lengra tímabili séu vegin og metin og frammistaða einstakra flokka eða kosningasamtaka tekin til umræðu. Ryk er dustað af stefnuskrám frá því fyrir síðustu kosningar og það kannað með hlutlægum hætti hvort eða hve miklu leyti eftir þeim hefur verið farið. Þá er vandlega farið yfir stefnuatriði flokkanna fyrir komandi kjörtímabil og kannað hve trúverðug þau eru og hve málflutningur fram- bjóðendanna er í miklu samræmi við yfirlýst markmið. Ef kosningabarátta fer fram með þessum hætti ætti hún að vera öllum til sóma og umræðan fyrir kosningarn- ar ætti að geta verið byggðarlaginu til mikils gagns. Því miður er það svo að ýmsir leggja lítið upp úr heið- arlegri og málefnalegri kosningabaráttu og vilja frekar að umræður fyrir kosningar einkennist af persónulegum skætingi og að menn noti sér tækifærið til að koma óorði á andstæðinga sína með áberandi hætti. Ef kosningabar- átta fer út á þessar brautir er hætt við að hún vinni viðkomandi byggðarlagi meira ógagn en gagn þó ekki sé nema vegna þess að heiðarlegt fólk getur þá reynst ófáan- legt til að gefa kost á sér til framboðs. Þeir flokkar og kosningasamtök sem bjóða fram við sveitarstjórnarkosningar þurfa nauðsynlega að gera sitt til að tryggja að málefnaleg kosningabarátta eigi sér stað í sveitarfélögunum. Besta leiðin til að tryggja frjóa og málefnalega umræðu er að upplýsa kjósendur um málefni sveitarfélagsins með reglubundnum hætti. Það er í reynd hvergi nærri nóg að flokkarnir gefi út einhver blöð og pésa síðustu vikurnar fyrir kosningar. Það ætti að vera sjálfsagt mál að þau öfl sem biðla til kjósenda í sveitar- félögunum á fjögurra ára fresti sýni þeim þá virðingu að upplýsa þá um gang mála innan sveitarstjórnarinnar með reglubundnum hætti. Hér skal sú von látin í ljósi að væntanlegar sveitar- stjórnarkosningar á Austurlandi verði heiðarlegar og málefnalegar og lausar við þann persónulega skæting og rógburð sem því miður hefur borið á stundum. SG Blak Þróttarstelpurnar töpuðu fyr- ir Víkingi í undanúrslitum Bikarkeppni Blaksambandsins í íþróttahúsinu í Neskaupstað á laugardaginn, 3-1. Þessi úrslit segja þó ekki allt því Þróttarar voru svo óheppnir að missa Petru útaf í upphafi fyrstu hrinunnar og setti það sinn svip á leik þeirra. Petra var í uppstökki þegar hún sleit hásin og verður hún ekki meira með á þessu keppnistímabili. Það er verulegt áfall fyrir liðið sem er í toppbaráttu deildarinnar. En liðið er sterkt eftir sem áður og það verður bara að breyta leikaðferðum og virkja betur aðra einstaklinga í liðinu. Það var ánægjulegt að sjá hvað margir komu á leikinn og hávaðinn í húsinu var á stundum ærandi enda leikurinn mjög spennandi á að horfa. Bridds 4» Loðnan kom í veg fyrir að hægt yrði að ljúka aðalsveita- keppni BN á mánudagskvöldið þess í stað var spilaður tví- menningur með þátttöku 8 para. Úrslit urðu þessi. 1. Hulda-Jón Gunnar 96 stig 2. Elma - ína 94 stig 3. Svavar - Bjarni 92 stig Á sunnudaginn spiluðu sveitir Lífeyrissjóðsins og Valdimars og vann Lífeyrissjóðurinn 21 - 9. Staðan í aðalsveitakeppninni þegar ein umferð er eftir: 1. Sigfinnur 84 stig 2. Sparisjóðurinn 67 stig 3. Valdimar 66 stig 4. Landsbankinn 61 stig 5. Lífeyrissjóðurinn 59 stig 6. Halldór 9 stig Sveit Sigfinns verður að telj- ast sigurstranglegust en hún á eftir leik við sveit Valdimars og allt getur gerst í bridge. Ókeypis smáar Til sölu er Toyota Landcruis- er diesel árgerð 1984, ekinn 150.000 km. Mikið breyttur. Skipti á fólksbíl æskileg. Upplýsingar í síma 71760. Sunnudagaskólinn fellur niður sunnudaginn 20. febrúar Norðfjarðarkirkja Vel varist. Verkalýðshomið Um réttarstöðu vegna þungunar og töku fæðingarorlofs Undanfarið hefur töluvert verið spurst fyrir um réttarstöðu félagsmanna innan félags í ASÍ er tengjast þungun og töku fæð- ingarorlofs. Komið hefur fram að þekking margra félagsmanna okkar og atvinnurekenda á lög- og samn- ingsbundnum rétti fólks í þess- um efnum er ekki sem skyldi. í ljósi þess sem að framan greinir hefur lögfræðingur Al- þýðusambandsins tekið sarnan ineðfylgjandi upplýsingar. Óheimilt er að segja barns- hafandi konu upp störfum nema gildar ástæður séu fyrir hendi. Sama gildir um foreldra í fæð- ingarorlofi. Brjóti atvinnurek- andi gegn þessu skal hann greiða bætur. Barnshafandi kona á sama rétt til greiðslu í sjúkdóms- og slysatilfellum og aðrir, óháð því hvort veikindin megi reka til þungunarástands konunnar eða ekki. Allir foreldrar eiga rétt á töku fæðingarorlofs. Ekki þarf að segja upp starfi vegna töku fæð- ingarorlofs, heldur skal barns- hafandi kona tilkynna vinnu- veitanda með núnnsta kosti 21 dags fyrirvara hvenær hún hyggst hefja fæðingarorlof sitt. Þegar fæðingarorlofi er lokið á foreldri rétt á því og er jafn- framt skylt að mæta til vinnu að nýju. Hafi kona sagt upp starfi sínu áður en að fæðingarorlofi kemur hefur hún þar með hætt störfum og á ekki rétt á því að mæta aftur til vinnu eftir orlofið. Einnig hefur þetta áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta, því segi launamaður upp starfi sínu sjálf- ur án gildra ástæðna, þarf hann að bíða í átta vikur eftir að fá atvinnuleysisbætur. Af gefnu tilefni er bent á að ekki er nauð- synlegt að segja uppstarfi vegna fæðingarorlofs, nema kona ætli ekki að koma til starfa að nýju að því loknu. Uppsögn kann að valda réttindamissi. Eoreldrar eiga almennt rétt á 6 mánaða fæðingarorlofi sam- tals. Undir vissum kringumstæð- um geta foreldri átt rétt til lengra orlofs. Sé barnshafandi konu nauð- synlegt af heilsufars- eða örygg- isástæðum að leggja niður störf meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma barns á hún rétt á lengingu í allt að 60daga. Heim- ilt er þegar sérstaklega stendur á vegna heilsufars barns, að lengja greiðslur fæðingarstyrks og fæðingardagpeninga um einn mánuð. Sé um fieirburafæðingu að ræða lengist fæðingarorlof um einn mánuð fyrir hvert barn um- fram eitt. Að loknu fæðingarorlofi á foreldri rétt á starfi sínu að nýju. Ekki má segja viðkomandi upp fyrr en hún/hann mætir aftur til starfa, og viðkomandi þarf ekki að sætta sig við tilflutning í starfi þegar hún/hann kemur til baka. Litið er á þann tíma sem for- eldri er í fæðingarorlofi sem launalaust leyfi. Eftir tveggja ára starf telst fæðingarorlof til starfstíma við mat á rétti til aukins orlofs, des- emberuppbótar, orlofsuppbót- ar, starfsaldurshækkana, veik- indaréttar og uppsagnarfrests. Fæðingarorlof allt að 6 mánuð- um telst til unnins tíma við út- reikning orlofsréttar, það er réttar til frítöku en ekki orlofs- launa. SK

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.