Austurland - 16.02.1994, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR, 16. FEBRÚAR 1994.
Neskaupstaður
Af vettvangi
bæjarstjórnar
Hinn S. febrúar sl. var haklinn
fundur í bæjarstjórn Neskaupstaðar
og verður hér getið um nokkuð af því
senr rætt var og samþykkt á fundin-
um:
* Fyrri umra'ða um fjárhagsáa'tlanir
ba'jarsjóðs og bæjarstofnana fór fram
á fundinum. Síðari urnræða um fjár-
hagsáætlanimar fer fram á fundi í
marsmánuöi.
* A fundinum kom franr að bæjaráð
og fulltrúar fvrirtækja sem sinna sam-
göngumálum hafa haldið fund með
fuiltrúum Vegagerðar ríkisins. Á
fundi þessurn var rætt um snjómokst-
ur á Oddsskarði. hálkueyðingu og
framkvæmdir við Oddsskarðsveg
næsta surnar.
* Bæjarfulltrúar ræddu nokkuð gang
sameiningarviðræðna við fulltrúa
Norðfjarðarhrepps. Skýrt kom fram að
viðræðumar eru á lokastigi og hafa
gengið vel. Má gera ráð fyrir að sveit-
arstjómimar gangi endanlega frá sam-
einingu sveitarfélaganna á næstu
dögum. Miðað er við að sveitarfélögin
sameinist formlega 11. júní nk. eða
hálfum mánuði eftir kosningar en kosið
verði til sveitarstjómar í sameinuðu
nýju sveitarfélagi 28. maí nk.
* Bæjarstjóm samþykkti reglur um
niðurfellingu fasteignaskatts á íbúð-
arhúsnæði eliilifevrisþega og öryikja.
* Samþykkt var að skipa sérstaka
nefnd í tilefni að ári fjölskyldunnar
og muni eftirtaldir aðilar skipa full-
trúa í nefndina: Félagsmálaráð. For-
eldrafélag gmnnskólans, Foreldrafé-
lag leikskólans, Frjáls félagasamtök,
Nesskóli. Verkmenntaskóli Austur-
lands, Tómstundaráð og íþróttafélag-
ið Próttur.
* Fvrri umræða um nýja samþykkt
um opnunartíma verslana fór fram á
fundinum. Síðari umræða fer fram á
næsta bæjarstjórnarfundi.
* Nokkuð var rætt um þann mögu-
leika að nýtt sveitarfélag við Norð-
fjörð verði tilnefnt sem reynslusveit-
arfélag en miklar líkur eru á að svo
verði.
* Heimild var veitt til að nýta
skemmuna að Naustahvammi 19
(skreiðarskemmuna) til geymslu á
loðnu.
* Á fundinum var upplýst að kostn-
aður við að Ijúka hinu nýja íþrótta-
húsi er áætlaður 70 milljónir króna.
Gerir þessi kostnaðaráætlun ráð fyrir
að húsið kosti mun minna en áður var
áætlað.
* Þess hefur verið farið á leit að
bæjarsjóður Neskaupstaðar taki þátt
í kostnaði við uppsetningu veðurat-
hugunarstöðvar í Seley. Mál þetta er
í athugun.
Félag eldri borgara á Norðfirði hélt fyrir skömmu þorrablót í fé-
lagsheimili sínu í Sigfúsarhúsinu. Um 70 manns sóttu blótið sem
tókst mjög vel. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Sigurjónsdóttir
á blótinu.
*».«
J J ^ J J— — J J-
\J Lj i
Hagstæðustu
sumar leyfisfargj öldin
í suniar, eru fyrír félagsmenn ASI
Frá og með 13. janúar til 9. maí, verða um 5000
sæti seld á sérstöku afsláttargjaldi til 10 áfanga-
staða Flugleiða á tímabilinu maí til september.
Lægst er verðið ef miðar eru keyptir fyrir 9.
mars nk.
Gildistími farmiða er frá einni viku upp í einn
mánuð.
Fargjöldin hækka ef farseðillinn er keyptur eftir
9. mars.
Fargjöldin gilda fyrir félagsmenn og fjölskyldu
þeirra (þ. e. þá sem halda heimili saman) .
Ef áhugi er á að kaupa viðbótarþjónustu, svo
sem hótel, bílaleigubfl, eða annað, þá greiðist
þjónustugjald kr. 1000.-.
Fargjöld þessi eru eingöngu seld félagsmönnum
í aðildarfélögunum hjá umboðsmönnum Sam-
vinnuferða - Landsýnar um land allt.
Simi/innulerlir Linisin
Dæmi um staðgreiðsiuverð fyrir einn fullorðinn
án flugvallarskatts og forfallatryggingar, ef far-
seðill er keuptur fyrir 9. mars nk.:
Kaupmannahöfn
Oslo
Glasgow
Stokkhólmur
London
Luxemborg
Amsterdam
París
Baltimore
Hamborg
18.620,-
19.655. -
15.675.-
23.655, -
20.235.-
20.900.-
20.615.-
23.655,-
36.290.-
20.615.-
Flugvallarskattur á íslandi er kr. 1.310 (kr. 655 (yrir börn)
Forfallatrygginger kr.600 fyrir börn en kr. 1.200fyrirfulloröna (fullt verö)
Sala farmiða er þegar hafin!
Allar nánari upplýsingar er að fá í síma 91-69-10-10
Verkalýðsfélag Norðfirðinga