Húsfreyjan - 01.03.1956, Side 5

Húsfreyjan - 01.03.1956, Side 5
Ytri-Hlíð í Vopnafirði. Reisulegar byggingar eru nú orðnar all-algengar á sveitabýlum hér á landi. Hitt er fá- tíðara, að fagur og stór skrúðgarður fylgi, svo sem sjá má á myndinni að er í Ytri-Hlíð. Garður þessi er af kunnugum talinn vera til orðinn að mestu fyrir tómstundaiðju hús- freyjunnar, Oddnýjar Metusalemsdóttur. Sjálf kemst hún svo að orði, að þær stundir, sem hún hefur varið til vinnu í garðinum séu „stolnar stundir“. Er það og á allra vitorði, að flestar húsfreyjur hér á landi eru þannig settar, að eigi þær einhver hugðarefni utan venjulegra heimilisanna, verða þær að verja til þeirra iðkana „stolnum stundum". Garður- inn er 2420 m2 að stærð. (Sjá greinina „Dagstund í sveit“ í 3.-4. tbl. 4. árg. þessa blaðs.) saum, skipa hlutfallslega sama rúm í stuttum námstíma og löngum. Þó virðist sú hafa orðið ratmin í þeim skólum, sem notað hafa heimild laga um að stytta námstímann, nema í Húsmæðraskóla Suð- urlands á Laugarvatni, þar er ekki kennd- ur vefnaður. Að sjálfsögðu er heppilegt að til séu stuttir skólar og námskeið fyrir þær stúlkur, sem ekki hafa efni eða ástæðu til þess að sækja fullkomnari hús- mæðraskóla, eða byggja á svo staðgóðri þekkingu og reynslu að hússtjórnarnámið veitist þeim létt. En vér megum ekki láta villa oss sýn, svo að vér tökum undir við þá, sem álíta húsmóðurstörf svo auðlærð og þýðingarlítil, að hússtjórnamám megi frekar meta til skemmtunar en gagns, og megi því að skaðlausu stytta það, þótt þjóðin keppi að því að vanda æ meir und- irbúning til flestra annarra starfa. Nokkra sök munu húsmæðraskólarnir sjálfir eiga á því virðingarleysi, sem lýsir sér í skoð- unum af þessu tagi. Kemur þar einkum til villandi útbreiðslustarfsemi, sem beinir augum ókunnugra einkum að veizluhöld- um, kökubakstri, útsaumi og öðru tóm- HÚSFREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.