Austurland


Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 1
48, árgangur Neskaupstað, 5. febrúar 1998. 5. tölublað. MOLAR Kropparækt Starfsmannafélag Nes- kaupstaðar hefur samþykkt að styrkja félagsmenn sína til líkamsræktar í íþróttahúsinu, sundlauginni, til að fara á skíði í Oddsskarði eða í Ný- ung, um tvö þúsund krónur á tímabilinujanúartil júní. Öll- um félagsmönnum hefur ver- ið sent bréf með yfirskriftinni: Hefur þú hug á að styrkja líkamann? Nú er bara að vita hvort fleiri segja já en nei. Aflabrögð Blængur NK 117 kom til Neskaupstaðar á mánudaginn með fullfermi af rækju, riim- lega 250 tonn og er verðmæti aflans tæplega 36 millj. króna. Barði NK 120 kom á þriðjudaginn með um 120 tonn af frosnum afurðum að verðmæti um 33 millj.kr. Bjartur NK 121 landaði á þriðjudaginn um 75 tonnum og var uppistaða aflans þorskur eða 60 lestir. Beítir landaði á rúmlega einni viku um 1000 lestum af sfld, en afli Barkar hefur ekki verið neinn frekar en annarra nótaskipa. Sameiningarmál Þrátt fyrir að sameining- arkosningu hafi lokið fyrir nærri þremur mánuðum eru þessi mál ofarlega í huga margra. Jóhann Tryggvason velti vöngum í blaðinu fyrir hálfum mánuði og í tilefni skrifa hans gaukaði einn lesandi blaðsins þessari stöku að okkur: Vel máttu vita Jói það, að vænkast hagur beggja. Aðeins nafnið Neskaupstað niður munum leggja. Verkfall sjómanna hófst á miðnætti á mánudaginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert miðað í samkomulagsátt og allur floti landsmanna kominn eða á leið í höfn. Verkfallið mun fljótt hafa áhrif á vinnu fisk- verkafólks, sem fer þá væntan- lega á atvinnuleysisskrá. Norðfirsku skipin voru öll komin til hafnar á þriðjudaginn. Þá var enn vinna við síld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf., en blaðinu er ekki kunnugt um hvað lengi fram eftir vikunni sfldin endist. Ljósm. as Sfírrísvari 878 H 4(74^ Skíðaskáli s. 476 1465 Skíðamiöstöð Austurlands í Oddsskarðí Djúpivogur Vígslutonleikar í kirkjunni Næst komandi sunnudag verða haldnir vígslutónleikar í Djúpavogskirkju fyrir nýjan flygil sem keyptur var í kirkjuna nú í haust. Á tónleikunum munu kirkjukórarnir á Djúpavogi og í Neskaupstað syngja saman og hvor fyrir sig, sá fyrrnefndi undir stjórn Daníels Arasonar en sá síðarnefndi undir stjórn Ágústar Ármanns Þorlákssonar. Á tónleikunum mun einnig verða leikið á hinn nýja flygil. Með tilkomu hins nýja flyg- ils verður hægt að bjóða tón- listarmönnum upp á mun betri aðstöðu í kirkjunni en áður var hægt. Hérað Umdeildur skoli Friðar 2000 til Eiða? Samkvæmt heimildum blaðs- ins hafa nokkrir einstaklingar verið í sambandi við Ástþór Magnússon hjá Friði 2000 um að koma með fyrírhugaðan frið- arskóla samtakanna til Eiða. I samtali við blaðið sagði Astþór að vissulega hefðu nokkrir einstaklingar haft sam- band við sig um þetta mál. Hins- Austurland Ekki stefnt á vegabætur Vegabætur á Breiðdalsheiði eru ekki inni á 12 ára vegaáætl- un sem gildir frá 1999 til 2010. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinn- ar á Reyðarfirði, var í áður- nefndri áætlun gert ráð fyrir því að styrkja og bæta hringveginn og talað um fjarðarleiðina í þessu sambandi, þ.e. leiðina sem liggur í gegnum Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð og til Egilsstaða. Hinsvegar er ekki inni á sömu áætlun neinar vega- bætur á Breiðdalsheiði. Ástæðan er að sögn Einars sú að fjarða- leiðin er orðin aðal flutninga- leiðin í dag og því mikilvægt að samgöngur séu tryggar á henni. Þess misskilnings hefur gætt í þessu sambandi að með þessari áherslu á fjarðaleiðina sé búið að færa þjóðveg nr. eitt sem liggur í dag um Breiðdalsheiði niður á firði. Þetta er ekki rétt heldur er áherslan eingöngu færð á fjarðaleiðina af áður nefndum ástæðum. Það var haft að leiðar- ljósi, þegar ákveðið var að hafa þjóðveg eitt um Breiðdalsheiði á sínum tíma, að hafa hringveginn sem stystan, og flutningur hring- vegarins niður á firði myndi þýða að hann lengdist um rúm- lega 50 km. Því er líklegt að forsendur þurfi að breytast verulega til að núverandi kerfi verði raskað. vegar er svo stutt síðan í ljós kom að ekki væri hægt að byggja slíkan skóla upp á Reyk- holti að aðrir kostir hefðu lítið verið skoðaðir. Ákveðin vanda- mál þyrfti að leysa, t.d. væri staðsetning Eiða að mörgu leyti óheppileg, til dæmis óþægilega langt frá Reykjavík. Hugmyndin væri að stfla mjög mikið inn á erlenda nemendur og kennara. Þá væri hugmyndin að einhvers- konar „friðarpflagrimar" kæmu í styttri ferðir til landsins og skoð- uð þá t.d. Þingvelli og fyrirhug- aðan friðarskóla í einni ferð. I bréfi til Morgunblaðsins á dögunum segir Ástþór hinsvegar: „Ekki vœri vitað um neitt annað heppilegt húsnœði hér á landi og nœrtækasta húsnœði í boði vœri gamall herskóli í Svíþjóð sem myndi þá þýða að Islendingar misstu hér af gullnu tœkifœri". Örn Þórðarson, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Austur- lands, er einn þeirra sem haft hefur samband við Ástþór um málið. í samtali við blaðið sagði hann að Eiðaskóli væri heppi- legur að því leyti að allt væri til staðar og að ómaksins vert væri að skoða þann möguleika að starfrækja friðarskóla þar. Hug- myndin væri að nemendur frið- arskólans yrði um 200 og ekki gæti talist mikið vandamál að flytja þá nemendur hingað aust- ur þar sem flogið er til Egils- staða minnst þrisvar á dag. Hvað varðar ferðir friðarpfla- grímanna sagðir Örn að slík tæknileg vandamál væri hægt að leysa. Örn telur ennfremur að mikilvægt sé að alþjóðlegur friðarskóli, svipaður þeim sem Friður 2000 hefur hug að að setja á fót, þurfi að byggjast upp þar sem samstaða og friður væri um slíkan rekstur. Þeir sem vilja kynna sér nánar fyrirhugaða starfsemi friðarskóla Friðar 2000 er bent á heimasíðu samtakanna. Slóðin er http://www.peace.is/ Lambakótílettur é 69£.- Cherios 567 gr. 925 kr. Prinskex 2 saman 159 kr. Jauakaffí500gr. 212 kr. Þvottaduff 2 kg. 2?6 kr. Mun/ð laugardageoþnuhíníi! 10.00 -1ff.00 477 1301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.