Austurland


Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5 FEBRÚAR 1998 Fundur var hald- inn í bœjarstjórn Egilsstaða þriðju- daginn 27. jan. sl. Á fundinum var meðal ann- ars rætt við fulltrúa Breiðdals- hrepps um hugmyndir þeirra um að sameinast öðrum sveitarfél- ögum. Þar kom fram að Breið- dælingar eru búnir að ræða við Djúpavogshrepp um þessi mál en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum. Því telja Breið- dælingar að sameining við Hér- að sé vænlegur kostur í stöð- unni. Ástæðurnar séu meðal annars þær að þangað væri styst í flesta þá þjónustu sem Breið- dælingar þurfa að sækja út fyrir heimabyggð. í kjölfarið var rætt um samgöngur milli sveitarfél- aganna um Breiðdalsheiði og að þær væru í raun forsenda fyrir sameiningu. Einnig var rætt um að leita þyrfti eftir afstöðu Hjaltastaðar-, Eiða-, Valla- og Skriðdalshreppa áður en frekar verður unnið að þeim. Sú hug- mynd kom fram að hrinda af stað viðhorfskönnun íbúa allra þessara sveitarfélaga áður en frekari vinna verði sett í málið. Rætt var um að fela sveitarstjór- um þessara tveggja sveitarfélaga að huga í sameiningu að sam- starfsverkefnum sem ef til vill liggja fyrir. Að því búnu var borin upp og samþykkt sam- hljóða eftirfarandi tillaga: „A fjölmörgum fundum inn- an samtaka SSA og hjá sveitar- stjórnum Egilsstaðabœjar og Breiðdalshrepps hefur verið ályktað um lagfœringar á þjóð- vegi nr. 1. um Breiðdalslieiði og varanlega vegagerð. Það er skoðun fulltrúa Egilsstaðabœjar og Breiðdalshrepps, á könnun- arfundi um sameiningu sveitar- félaga í Breiðdal og á Héraði 27. janúar 1998 að lítið hafi þokast í þessu hagsmunamáli fjórðungsins og skorar því á Vegagerð og þingmenn Austurlands að sjá til þess að fjármunum verði varið til uppbyggingar vegarins sem fyrst. Uppbyggin þjóðvegar nr. 1. milli Héraðs og Breiðdalsvíkur er megin for- senda þess að sameining teljist raunhœfur kostur". Rætt var um ívilnanir í sorp- hirðugjaldi til þeirra sem stunda jarðgerð í tengslum við um- hverfisverkefni Egilsstaðabæjar. Fram kom að bílaplan á lóð ME samræmist ekki framtíðar- plönum Menntaskólans um nýt- ingu lóðarinnar. Sú hugmynd rædd að fulltrú- ar annarra grunnskóla á Héraði fengju að fylgjast með því sem sameiningarnefndin væri að vinna að í þessum málum, kjósi þeir það. Bæjarstjóri lagði til að veittur yrði 100 þús. króna styrkur til ME vegna útvarps og var þeirri Lausn á bókmenntagetraun Sigurðar Ó. Pálssonar / jólablaði Austurlands birtist bókmenntagetraun sem Sigurður Óskar Pálsson á Egilsstöðum hafði sett saman. Svo virðist sem hann hafi œtlað lesendum um of þegar liann ákvað hversu erfið getraunin œtti að vera og Austurlandi liafa ekki borist nein svör við henni. Því œtlum við að birta svörin hér svo þeir sem reyndu við getraunina geti nú hœtt að brjóta heilann um hana. I. Úr lausu máli 1. Eins og Tékkóslóvakía er Jökuldalshreppur umsetinn sveit- arfélögum, sem öll hafa reynt að hafa af honum lönd og lausafé með nokkrum árangri sum, haf- andi þó ekkert í höndunum nema ágimdina eina. Hver skrifaði ritgerð þá, sem hefst á þessari gagnorðu máls- grein ? Páll Gíslason frá Aðalbóli en greinin er úr Búkollu. 2. „Hafði hann unnið sig burt úr þrældómi og var áður þræll fastur á fótum. Hann var... lítill maður og kviklegur, orðmargur og illorður, heimskur og illgjam, og ef hann heyrði nokkum mann vel látinn, þæstist hann í móti og mátti eigi heyra...“ Hvaða manni er hér lýst? Þorgrími Tordýfli I hvaða sögu greinir þannig frá honum? Fljótsdœlasögu 3. Það var á leiðinni inn göngin, að ég ákvað að geyma mér prestinn, líta fyrst á hestinn. Hann var svartskjóttur, ótótlegur í háralagi, breiður um múlann, glaseygður, hófsiginn, liðirnir strýloðnir og í ofanálag makka- rotinn, hnakkbrunninn, hrygg- bólginn og skáldaður á síðum. Traustvekjandi var hann síður en svo. Hamingjan mátti vita, hvort þetta var í raun og veru hestur. Sóknarprestur sat á stóli í herbergi sínu og hafðist ekki að. Glaseygður var hann ekki, en svipaði að öðm leyti glettilega til gangvara síns: svartskjóttur, skáldaður, másandi af mæði og sennilega með hryggsæri. Af og til stútaði hann sig úr svartri pontu, látúnsbúinni, á stærð við púðurhorn. Skvap- holda og skruggublesalegur sat hann sem fastast, ranghvolfdi seymum glymum og skotraði þeim sitt á hvað, sem ætti hann von á púkum í hverju einasta skúmaskoti, og másaði án afláts: I munn hvaða sögumanni eru þessar lýsingar lagðar? Ugga Greipssyni 4. „...Hann var ætíð vel skeggjaður og sást eigi munn- bragð hans, og varir nokkuð samanbitnar í skegginu. Engin kona kunni að lýsa þeim af per- sónulegri reynslu. Öll fram- ganga hans lýsti viljafestu og ábyrgðartilfinningu, en jafn- framt lýsti hún einhverjum fjar- rænum kindarlegheitum, sárri, viðkvæmnislegri minnimáttar- kennd og utanviðgöngu á fólks- ins forlagagötu... Maðurinn var ekki margslunginn, hvorki að eðli eða veraldarviti. En ég fann að þetta var óvenju auðugur maður af Islands sál. Islands harmi, eins og hann hefur látið gegnum aldimar. íslands sögu eins og hún birtist í niðurlæg- ingu og umkomuleysi einstakra Islendinga um langan tíma. ...“ Hverjum er hér lýst? Sigurði Smala Hver segir svofrá? Benedikt Gíslason frá Hofsteigi 5. „Hér hafa orðið harðir at- burðir í mannalátum og mála- sóknum. Mun ég nú sýna það, er ég er lítilmenni. Ég vil biðja Ás- grím og þá menn aðra, er fyrir málum þessum em, að þeir unni oss jafnsættis.“ Hverflutti þessa rœðu? Síðu Hallur Hvar var rœða þessiflutt? ÞingvöIIum 6. „Nær páskum var látinn síga niður til bóndans maður einn af Austurlandi, sem dæmd- ur hafði verið á Brimarhólm fyrir einn svívirðilegasta glæp sem framinn var á Islandi: hann hafði farið útí hollenska duggu og keypt tvinna.... Hann hafði verið sendur frá einum sýslu- manninum til annars landið á enda um veturinn uns komið var í áfanga hér“. Um áramótin hóf starfsemi sína á Reyðarfirði fyrirtækið „Fljótt og létt“. Um er að ræða pökkunarfyrirtæki sem pakkar m.a. frosnu grænmeti, frönskum kartöflum og tilbúnum réttum. Fyrirtækið keypti tæki og tól til þessara nota af Austmat sem pakkaði svipuðu hráefni undir merkjum Sólar. Nú hefur fyrir- tækið Fljótt og létt hinsvegar keypt tækin og er farið selja framleiðslu sína undir eigin nafn en um er að ræða alls 15 tegund- ir af frosnu grænmeti, 5 tegundir af tilbúnum réttum og 2 sinnum tegundir af frönskum kartöflum. Hefur pökkun á öllum þessum vöruflokkum hafist nú þegar. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 3.5 tonn á dag þannig að ljóst er að afköst mun ekki skorta. Hráefni til pökkunarinnar er að stærstum hluta keypt erlendis frá en þó er eitthvað keypt hérlend- is, svo sem ýmis fiskur og rækja Hvað hét þessi maður af Austurlandi? Guttormur Guttormsson Hvað nefnist vistarveran sem hann var látinn síga niður í? Þrœlakistan á Bessastöðum 7. “Kerling var þar ein, að nafni Opía, hverja hann kallaði konuna sína og himneskan bless- aðan sálarlóm, bað og séra Grím að copulera (þ.e. að gifta) þau.... Hver var hér f kvonbœnahug? Hjaltastaðarfjandinn II. Úr bundnu máli: 8. Ég blessa þig systir, brýni ljáinn og byrja að slá Hver yrkir svo? Kristján frá Djúpalœk Hver er systirin, sem skáldið blessar? Hofsóleyjan 9. Hver er oft búinn „óðara en ég andann dreg“? Vísan 10. Gildur var hann og hár af hærunum orðinn grár, kampasnúinn, kinnastór: kollur og augnabrár loðnar líkt sem kiður: langt tók skeggið niður. Hverjum er hér lýst? Þorranum Hver orti? Séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla 11. Vinnumaður vildi vakta eitt sinn fé. Allt fór ei sem skyldi Á einni leirmýre Láfi datt í dý. Djöfullinn var í því. Kappinn að sér kippti fót en karlinn hélt neðan í. Hátt tók Láfi að hrína og hrópa á guðina sína. Hver orti þannig um vinnumann sinn? Arni Gíslason í Hjalla 12. Gamlan vin að garði ber gesti fagni harpa mér var orðið mál á þér máríjátla í varpa. Þetta er upphafserindi að alllöngu kvœði. Fyllið í eyðurnar. Hver orti kvœðið? Lárus Sigurjónsson 13. Hver „rís í runnastóði“ - “bjargi frá“? Rúnahella 14. Hver orti um stúlku sem „var seljan ofiiis palla siðug í máta rétt. “? Séra Stefán Ólafsson í Vallanesi. „Fljótt og létt“ á Reyðarfirði Þegar Ijósmyndari Austurlands var á ferðinni á dögunum var allt á fullu í nýstandsettri verksmiðju Fljótt og létt. Ljósm. as sem notað er í tilbúnu réttina. Samningar hafa náðst við Islensk-ameríska um sölu á vör- um fyrirtækisins á landsvísu með þeirri undantekningu að Stjaman á Reyðarfirði sér um sölu og dreifingu vörunnar á Austurlandi. Fyrirtækið er í eigu einstakl- inga á Reyðarfirði og er stefnt á að 3 - 4 starfsmenn muni vinna við fyrirtækið. Enginn hefur þó verið fastráðinn í dag en stefnt er á að fara í þau mál mjög fljótlega.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.