Austurland


Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 8
Mikið úrval afsokkum Nupo létt . f. a\\a dagafrá h/ 10.oo.jq i9-o0 N ESBAKKI ®477 1609 og 897 1109 Austurland Neskaupstað 5. febrúar 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Reyðarfjörður - Egilsstaðir Framtíðarbörn í tölvuskóla Um 120 börn á aldrinum 4 til 14 ára eru nú í tölvuskóla Fram- tíðarbarna á Reyðarfriði og Egilsstöðum. Kennt er á báðum stöðunum einu sinni í viku og hafa tölvur grunnskólanna á Reyðarfirði og Egilsstöðum verið hlaðnar þeim forritun sem til þarf. I skólanum er fyrst og fremst lögð áhersla á að kenna börnun- um hvernig tölvan nýtist við lausn ýmissa verkefna og vanda- mála og er námið sjálft byggt upp í kringum tíu ákveðna þætti s.s. ritvinnslu, tölvusamskipti, myndvinnslu og umbrot og út- gáfu svo eitthvað sé nefnt. Að lágmarki fer hvert bam í gegnum 800 skilgreind námsmarkmið yfir veturinn. Að sögn Hilmars Gunnlaugs- sonar, forsvarsmanns Spyrnis ehf., sem sér um rekstur tölvu- skóla Framtíðarbama á Austur- landi, hefur aðsókn farið fram úr öllum vonum og svo sé reyndar um allt land. Kennsluaðferðimar séu í sérflokki, kennt sé í litlum hópum og kennaramir séu með viðurkennd kennsluréttindi. Lögð sé áhersla á að börnin nái góðum tökum á öllum þáttum tölvu- tækninnar og námið sé fyrir aila hvort sem þeir eiga tölvu eða ekki. Fáir nemendur séu á hvem kennara en þeir eru Stefanía Valdimarsdóttir, Árni Ólason, Sigurður Magnússon og Sigur- björg H. Kristjánsdóttir. Hilmar segir og að nú hafi verið gengið frá samningi við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og hefjist kennsla þar á næstunni, gmnnskólinn á Hallormsstað hafi ákveðið að kanna áhuga krakkanna þar á tölvuskólanum og miðað við að- sóknina á Egilsstöðum og Reyð- arfirði megi búast við því að tölvuskóli Framtíðarbama verði starfræktur á öllum þéttbýlis- stöðum á Austurlandi. Enginn staður verði fyrirfram útilokaður. Ahugi þeirra sem lögðu leið sína á kynningarfund Framtíðar- barna í grunnskólanum á Reyðarfirði leynir sér ekki. Innan skamms verður kennt á þremur stöðum á Austurlandi og ef til vill um allan fjórðung ef áhugi verður fyrir því. Ljósm. Eg. Egilsstaðir Fækkun nýrra mála hjá Héraðsdómi Héraðsdómur Austurlands síðasta ári og er það nokkur fékk 334 ný mál til meðferðar á fækkun frá árinu 1996 og um- Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 talsverð fækkun frá árinu 1995. Flest mál sem komu til kasta Héraðsdóms voru svonefnd einkamál, sem voru samtals 130 en vom um 150 árið á undan. Sakamál voru 54, gjaldþrota- beiðnir voru 37 og hafði þeim fækkað frá tveimur árunum þar á undan. Átta sjópróf voru hjá Héraðsdómi Austurlands á síð- asta ári og er það talverður fjöldi, en þó ekkert í samanburði við fjölda þeirra mála árið 1995 en þá vom hvorki fleiri né færri en 17 sjópróf til meðferðar hjá embættinu. Helga M. Steinsson skólameistari Verkmenntaskóla Austurland og Hafsteinn Már Þórðarson framkvœmdastjóri Ris sf. skrifuðu undir leigusamninginn síðastliðinn þriðjudag í tölvustofu Verkmenntaskóla Austurlands. Ljósm. as Neskaupstaður Verkmenntaskólinn leigir tölvur af Ris sf. Samningur hefur verið undir- ritaður milli Ris sf. og Verk- menntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað um leigu á fjórum nettölvum. Um er að ræða 200 MHz MMX pentium vélar með öllu. Um er að ræða eins árs tilraunaverkefni hjá VA og að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um hvort áframhald verði á. Að sögn Hafsteins Más Þórðarsonar hjá Ris hefur þessi leið tíðkast lengi í Reykjavík og á Norðurlandi en þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar sem undirritaður er hér fyrir austan. Hafsteinn segir að ákveðnir kostir fylgi þessu fyrir Verk- menntaskólann, t.d. sér Ris um allt viðhald á vélunum. Gjald fyrir þjónustu er innifalið í leigutaxta og nær yfir alla vinnu og allt efni, sem til viðgerðar og viðhalds þarf. Inni í samningnum er einnig ákvæði um að ef VA kýs að endumýja tölvukostinn á samningstím- anum taki Ris gömlu vélamar til baka og sér um að útvega nýjar tölvur. Er það von manna að þetta þýði að gamall og úreltur tölvu- búnaður í skólum heyri sögunni til en eins og flestir vita er endumýjun í tölvubúnaði gnðar- lega hröð. Því er nauðsynlegt fyrir stofnanir á borð við VA að endurnýja tölvubúnað sinn reglulega því nauðsynlegt er fyrir skólann að geta boðið nem- endum sínum, svo og kennurum upp á það nýjasta í tölvubúnaði hverju sinni. Að sögn Helgu M. Steinsson skólameistara VA var þessi leið farin vegna þess að hún er ódýrari en að borga af eigin vélum auk þess sem ákveðið öryggi fylgi því að Ris sjái um viðhald á vélunum. Fyrir voru 10 tölvur í tölvuveri VA en fjölgar upp í 14 eftir að nýju vélarnar verða komnar upp. I framhaldi af þessum breytingum hyggst Verkmenntaskólinn bjóða upp á tölvunámskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki auk þess að fjölga tölvuáföngum í skólanum. Nýsmíði Úr áli Og Stáli -SVN Vélaverkstæði ® 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.