Austurland


Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 04.06.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1998 Umferðaröryggisdagur í Neskaupstað Miðvikudaginn 27. inaí síðast- liðinn stóðu Kvennadeild SVFI á Norðfirði, Umferðarráð, VIS og lögreglan sameiginlega fyrir umferðaröryggisdegi í Neskaup- stað. Astæðan fyrir því að ráðist var í slíka dagskrá var mjög léleg útkoma í könnun sem gerð var í kringum páskana en þar kom í ljós að aðeins tæplega 50% bama í Neskaupstað voru almennilega spennt í bíla á ferð um bæinn. Þeir sem ekki höfðu börnin í bílstólum eða í belti báru iðulega fyrir sig að um mjög stuttar vegalengdir væri að ræða og því borgaði það sig ekki að ganga almennilega frá börn- unum í bílnum. Vildu þeir sem að samkomunni stóðu koma þeim skilaboðum áleiðis að flest slys verða einmitt í þessum stuttu ferðum og því mjög mikilvægt að böm séu spennt í belti eða barnabílstóla, hvort sem um styttri eða lengri vegalengdir er að ræða. I tengslum við daginn var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal annars hélt Olafur Sig- urðsson, ökukennari í Neskaup- stað tölu um mikilvægi bílbelta- Pylsur eru alltaf jafn vinsœlar hjá yngri kynslóðinni og þótt tilgangurinn með umferðardeginum hafi ekki verið pylsuát, mœtti halda það, miðað við fyrirmyndir Ijósmyndara Austurlands. SEMDUM SJOMONNUM OG FJOLSKYLDUM PslRRA HÁrÍDARKYEDJUR í TILEFNI SJÓMANNÁDÁGSINS Fiskislóð 135b Reykjavík Óskum útgerð og áhöfn Jóns Kjartanssonar SU 111 til hamingju með breytingarnar á skipinu MDVÉLAR HF. Pylsurnar grilluðu slysavarnakonur af miklum móð enda flestar sjóaðar íþeirri list. Vonandi verður umferðardagurinn til þess að notkun löggilds öryggisbúnaðar í bílum eykst. Ljósm. as notkunar og öryggishjálma á reiðhjólum. Oskar Þór, nýráðinn umferðaröryggisfulltrúi Austur- lands, hélt ávarp þar sem hann fjallaði um það í hverju starf hans væri fólgið og einnig ástæður fyrir því að farið var út í stofnun slíkrar stöðu. Ásamt þessum tveimur vom fjölmörg ávörp haldin. Þeir sem leið áttu framhjá voru stöðvaðir og kann- að hvernig bílbeltanotkun þeirra væri ásamt fleiru. Er það von þeirra sem að deginum stóðu að í kjölfar hans og einnig vegna almennrar um- fjöllunar um umferðaröryggis- mál muni niðurstöður eins og sáust í áðurnefndri könnun heyra sögunni til. Alls er talið að um 150 manns hafi mætt og ásamt því að fræðast um umferðaröryggi, voru snæddar pylsur í boði umhverfisnefndar Neskaup- staðar og ís í boði Kjörís. Meðal gesta vora böm af leikskólanum Sólvöllum sem mættu í halarófu og sungu við mikinn fögnuð viðstaddra. Ljóst er að þessi uppákoma mæltist vel fyrir og hefur vonandi þjónað tilgangi sínum, sem var að vekja fólk til um- hugsunar um umferðarmál í bænum. ÓskuM UTCjjERð oq ÁkÖÍN TÍl kAMÍNqju MEÖ ENduRbyqqÍNquNA Á JÓNÍ KjARTANSSyNÍ SU 111 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.