Austurland


Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1998 Vangaveltur C„ Sigurður Ölafsson veltir fyrir sér kannabisefni Á að lögleiða kannabisefni? Síðustu árin hefur verið í gangi umræða á Vesturlöndum um hvort lögleiða eigi neyslu kanna- bisefna eða ekki. Þessi umræða hefur ekki verið hávær á Islandi en þó hefur hún skotið upp koll- inum annað slagið. Þessi um- ræða hefur þó aldrei komist á vitrænt stig því mjög sterkar til- finningar virðast fylgja allri um- ræðu um vímuefni. Hins vegar eru þeir sem hafa sterkustu tilfinningarnar sjaldnast einnig með sterkustu rökin á bak við málflutning sinn. Eru kannabisefni skað- legri en lögleg vímuefni? Þeir sem eru á móti lögleið- ingu kannabisefna segja þau vera afar hættuleg efni, ákaflega vanabindandi, sem safnast fyrir í fituvefjum heilans með tímanum og leiða neytandann á endanum út í neyslu sterkari vímuefna. Á bak við þessar skoðanir liggja hins vegar ekki sérlega góð lækn- isfræðileg rök. Kannabisefni teljast vera fremur væg vímuefni og þeirra þarf að neyta í langan tíma áður en þau verða líkam- lega vanabindandi og hafa vís- indamenn t.d. talað um að þegar einstaklingur er búinn að reykja marhiuana u.þ.b. 500 sinnum sé hann að komast í áhættuhóp hvað varðar ávanabindingu. Þó getur THC, sem er virka efnið í kannabisefnum, safnast fyrir í heilanum ef um áratuga stöðuga neyslu er að ræða og haft áhrif m.a. á skammtímaminni og mikil neysla getur einnig valdið lungna- krabbameini. En berum þessa skaðsemi kannabisefna saman við skaðsemi áfengis og tóbaks, löglegra efna sem við getum keypt úti í næstu búð og neytt og selt án þess að komast í kast við lögin. Skaðsemi áfengis er vel þekkt, en einstakJingar geta orð- ið háðir alkóhóli, það skemmir lifrina með tímanum og drepur heilafrumur. Þar að auki geta menn fengið sterk eitrunarein- kenni sem í daglegu tali nefnist „þynnka" sem veldur því að menn eru óvinnufærir daginn eftir neyslu og slappir næstu daga. Það er því ljóst að ef áfengi væri nýtt efni sem væri að koma á markaðinn í dag þá teldist það til hættulegustu vímuefna og yrði eflaust bannað samstundis, enda má rekja fjölda dauðsfalla ár hvert til áfengisneyslu. Ekki þarf að fjölyrða um skaðsemi tóbaks en um 400 manns deyja hér ár hvert úr tóbakstengdum sjúkdómum. A ári hverju deyr enginn úr neyslu kannabisefna. Samt eru þeir sem flytja inn áfengi og sígarettur virðulegir kaupmenn, en þeir sem flytja inn kannabisefni „sölumenn dauðans". Af hverju eru kanna- bisefni bönnuð? Hin læknisfræðilegu rök um skaðsemi kannbisefna voru ekki þekkt þegar efnin voru bönnuð á sínum tíma, heldur lágu aðrar og duldari ástæður þar á bak við og á þetta við um flest vímuefni sem hafa verið bönnuð. Margir fræðimenn halda því t.d. fram að marhiuana hafi verið bannað á kreppuárunum í Bandaríkjunum til þess að ná tangarhaldi á mexí- könskum innflytjendum sem voru í samkeppni við hvíta um vinnu. Þetta var gert löngu áður um en nokkuð var vitað um skað- semi efnisins. Bann við slíkum efnum var svo víða tekið upp sem hluti af alþjóðasamningum á seinni hluta aldarinnar og stund- um áður en menn urðu varir við neyslu efnanna í heimalöndum sínum. Aðrir fræðimenn halda því fram að ráðamenn geri neyt- endur ólöglegra vímuefna að blórabögglum samfélagsins, hold- gervingum alls ills og oft heyrast rök eins og þau að vímuefna- neysla valdi afbrotum og ýmsum öðrum vandamálum. Fræði- mennirnir benda á að e.t.v. sé þetta ekki svona einfalt heldur sé misnotkun vímuefna birtingar- form sömu þátta og valda afbrot- um, ofdrykkju o.fl. Það getur ver- ið hentugt að einblína á vímu- efnaneytendur og vímuefnasala sem orsök allra vandamála því að það beinir augum manna frá raunverulegum vandamálum og orsökum þess sem aflaga fer í samfélaginu. Vímuefnaneytend- ur og vímuefnasalar eru s.s. hentugir pólitískir andstæðingar sem ekki geta svarað fyrir sig. A að lögleiða neyslu kannabisefna? Eins og við höfum séð hér að framan er þessi spurning ekki eins einföld og hún lítur út fyrir að vera. Við höfum skoðað þær staðreyndir að efnið er ekki bannað með skotheldum læknis- fræðilegum rökum, því efnið er ekki skaðlegra en önnur efni sem þegar eru leyfileg og hinar lækn- isfræðilegu upplýsingar um skað- semi þess voru ekki fyrir hendi þegar efnið var bannað á sínum tíma. En þessi rök svara ekki spurningunni um hvort eigi að Sundlaug Neskaupstaðar Opnunartími í vetur frá 1. september 1998 Alla virka daga frá kl. 06.45 - 10.00 og 17.00 Laugardaga frá kl. 10.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 Gufubað konur - þriðjudaga og laugardaga Gufubað karlar - firmmtudaga og sunnudaga Sund er góð hreyfing fyrir alla Sundlaugarverðir 20.00 lögleiða efnið eða ekki. Við skulum skoða rök með og á móti lögleiðingu. Með: a) Efnið er ekki skaðlegra en önnur lögleg vímuefni, það er ekki meira vanabindandi og það veldur ekki sterkari vímu eða eftirköstum. b) Af þessum sökum er ekki sanngjarnt að kæra og dæma fólk fyrir neyslu og sölu efnis- ins. Fjöldi fólks fær óafmá- anlega fíkniefnadóma á sakaskrá sína á ári hverju. c) Óþarfa fé er eytt á ári hverju í lögreglu til að hafa upp á neytendum og sölum og koma þeim fyrir rétt og vista þá í fang- elsum. d) Sú staðreynd að efnið skuli vera ólöglegt gerir það að undir- heimafyrirbæri og eykur lfkurnar á því að neytendur efnisins skil- greini sig sem glæpamenn. e) Ef efnið væri löglegt fengi ríkið arðinn af sölu efnisins en ekki vafasamir einstaklingar. A móti a) Þrátt fyrir að efnið sé ekki skaðlegra en önnur lögleg vímu- efni þá er það samt skaðlegt, því langtímaneysla getur valdið minnistapi og lungnakrabba. b) Ef efnið yrði lögleitt myndi neysla þess sennilega aukast (þó að það hafi reyndar ekki gerst þegar efnið var lögleitt í Hollandi). Það er senni- lega margt fólk sem notar efnið ekki bara vegna þess að það er ólöglegt. c) Skaðsemi efnisins í bland við aukna neyslu myndi líklega auka kostnað samfélagsins vegna meðferðar þeirra sem yrðu háðir því og þeirra sem fengju lungna- krabbamein (á móti kæmi reynd- ar söluhagnaður ríkisins og minni útgjöld til löggæslu) Af þessum rökum sést að spurningin um lögleiðingu kannabisefna er ekki einföld og ef ráðamenn færu að hugsa um hana yrði hún þeim eflaust talsverður höfuðverkur. Hins vegar er ekki verið að ræða þessi mál af neinni alvöru. Menn gera sér ekki grein fyrir að hér er um að ræða spurningar um frelsi einstaklingsins, frelsi sem er m.a. öðrum ríkisstjómarflokki okkar mikið hugðarefni. Sífellt er verið að ganga á frelsi borgar- anna til að ákveða hvað þeir vilja sjálfir og nýjasta dæmið er her- ferðin gegn reykingamönnum. Reykingamenn eru öskuillir yfir þessum árásum, en ímyndið ykkur hvernig þeim liði ef þeir yrðu handteknir, leitað í húsum þeirra og þeir dæmdir fyrir reyk- ingar! Endalaust er verið að kveða upp dóma um að þetta eða hitt hátternið sé sjúklegt og að banna eigi hin og þessi efni eða háttarlag. Nýlega er t.d. búið að gera koffeintöflur lyfseðils- skyldar þó að sama efnið fái stærstur hluti þjóðarinnar með kaffibollanum sínum á morgn- ana. Hér er um að ræða enda- lausar tilraunir til að hafa vit fyr- ir fólki, en slík hugsun nefnist forræðishyggja og fer afskaplega mikið í taugarnar á hugsandi og frelsiselskandi fólki. Að mínu mati ætti að leggja áherslu á fræðslu um raunverulega skað- semi allra vímuefna og láta svo fólk ákveða á eigin spýtur hvort efnanna er neytt eða ekki. Það vita allir að kók er óhollt og maður verður feitur af mæjonesi en samt eru efnin ekki bönnuð heldur er fólki treyst til að velja Auglýsíng um upphaf skólastarfs í Grunnskólanum í Neskaupstað Mæting nemenda er sem hér segir: 2. og 3. bekkur mæti 4. september kl. 13:00 í Nesskóla. 4. og 5. bekkur mæti 4. september kl. 9:00 í Nesskóla. 6.- 8. bekkur mæti 4. september kl. 10:00 í Nesskóla. 9. og 10. bekkur mæti 4. september kl. 11:00 í Verkmenntaskólanum. 1. bekkur. Nemendur boðaðir sérstaklega með dreifibréfi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.