Austurland


Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 27.08.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 27. ágúst 1998. 29. tölublað. Hús á snjóflóðasvæði keypt a Norðfírði Ofanflóðasjóður hefur sam- þykkt að veita styrk til kaupa á sex íbúðarhúsum á snjó- flóðahættusvæði á Norðfirði. Fastaeignamat húsanna er samtals um 32,4 milljónir króna, en matsnefnd um markaðsvirði húsanna er enn að störfum. Húsin standa víð Strandgötu og Naustahvamm. Ef kaupin ganga eftir verður sameinað sveitarfélag Eski- fjarðar, Norðfjarðar og Reyð- arfjarðar eigandi húsanna. Af vatnsmálum á Eskifírði Bæjarráð nýsameinaðs sveit- arfélags hefur samþykkt að fara í vatnsöflun á Eskifirði samkvæmt tillögum frá Verkfræðistofunni Hönnun og ráðgjöf og Jarðfræðistof- unni Stapa. Veittur hefur veðri styrkur að upphæð 3 milljónir kr. frá Orkustofnun fyrir hönd Orkusjóðs, Byggð- arsjóðs og Iðnaðarráðuneyt- isins. Jafnframt hefur bæjar- ráð heimilað bæjarstjóra lán- töku, allt að 13 milljónum króna, vegna framkvæmdanna. Makríl landað á Norðfirði ísfisktogarinn Sjóli landaði í vikunni hjá Sildarvinnslunni hf. 60 tonnum af ísuðum markríl sem veiddur var í Síldarsmugunni. Makríllinn var heilfrystur og fer hann væntanlega á markað í Rúss- landi, Evrópu og Japan. Mak- ríll hefur ekki verið unninn áður hjá Síldarvinnslunni. Sfldarvertíð undirbúin Undirbúningur fyrir komandi síldarvertíð er hafinn víða um Austurland, með tilheyrandi tunnuþvottum og frám- kvæmdum. Friðþjófur hf. á Eskifirði sem er í eigu Samherja hf. hefur t.d. farið í mikla endurnýjun á vélbún- aði og munu afköst aukast mikið við það. Að sögn Frey- steins Bjarnasonar, útgerðar- stjóra Sfldarvinnslunnar hf., hafa menn orðið varir við þó nokkuð af sfid á miðunum og er vonanandi að hún gefi sig þegar vertíð hefst. / síðustu viku hélt Kaupfélag Héraösbúa upp á 60 ára verslunarafmœli sitt á Reyðarfirði. Margar uppákomur voru í tengslum við afmœlið og þegar blaðamaður Austurlands var á Reyðarfirði á föstudag voru blessuð börnin við iðju sem þau fá ekki að stunda með löglegum hœtti nœstu árin, eða að keyra bíla. Ljósm. as Barri á Egilsstööum fjárfestir Barri á Egilsstöðum og Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á rekstri Fossvogsstöðvarinnar og leigu aðstöðu fyrirtækisins. Vilja- yfirlýsingin er með fyrirvara um að hluthafar Barra þurfi að samþykkja kaupin en fundur er hjá þeim í dag. Fossvogsstöðin er stærsta gróðrarstöð landsins en hún hefur aðallega framleitt garðplöntur og skógarplöntur. Kaupverð Fossvogsstöðvarinnar er 13,6 milljónir króna og mun Skógræktarfélag Reykjavíkur eignast 25% hlut í Barra og verður hlutafé fyrirtækisins aukið samsvarandi, eða úr 40 milljónum króna að nafnvirði í 53,6. Að sögn Jóns Kr. Arnarsson- ar, framkvæmdastjóra Barra, er ástæðan fyrir kaupunum marg- vísleg hagræðing, m.a. í yfir- stjórn, ásamt dreifingu áhættu og Hótelbygging á Reyðarfirði aðgangi að nýjum mörkuðum. „Samdráttur hefur orðið í plöntuframleiðslu í ár. Kaupin á gróðrarstöðinni eru í raun við- brögð við erfiðri samkeppnis- stöðu Barra gagnvart Skógrækt rfkisins. Við vorum t.d. með samning við Skógræktina um framleiðslu plantna til Akra- skóga. Þessum samningi var rift og verkið boðið út að mestum hluta og Skógræktin náði því verki frá okkur", sagði Jón í samtali við blaðið. „Við erum m.a. að svara þessari þróun með kaupunum". Nú er orðið ljóst að fram- kvæmdir við hótelbyggingu á Reyðarfirði verða boðnar út í byrjun september. Um er að ræða mikla stækkun og endur- bætur á Hótel Búðareyri. Hótel- ið, sem í dag er 5 herbergi, verð- ur stækkað upp í 20 tveggja manna herbergi með öllum nútíma þægindum, m.a. parketi og gervihnattasjónvarpi. Það er Jónas A. Jónsson, lög- fræðingur, ásamt Inga Gunnari Jóhannssyni, tónlistarmanni frá Reykjavík, sem standa að fyrir- hugaðri hótelbygginu. í samtali við blaðið sagði Jónas að gerðar hefðu verið hag- kvæmniathuganir sem sýna að slfkur rekstur ætti fyllilega að geta staðið undir sér. Þessar athuganir hafa ekki gert ráð fyrir framkvæmdum á borð við álver þannig að slfkar framkvæmdir myndu þá vera einhverskonar bónus fyrir reksturinn. Þeir félagar munu ekki reka hótelið sjálfír, en fara væntan- lega í samstarf við rekstraraðila. Ekki er ljóst í dag hverjir þeir verða, en unnið er í því máli. Fjarðabyggð í stað Austurríkis? Örnefnanefnd hefur nú gefið út umsagnir um þær hug- myndir sem fram hafa komið um nafn á hið sameinaða sveitarfélag Eskifjarðar, Norð- fjarðar og Reyðarfjarðar. Af þeim sjö nöfnum sem send voru til nefndarinnar gat hún aðeins fallist á eitt þeirra, en það var nafnið „Fjarða- byggð". Nöfnin sem mest hafa verið í umræðunni, „Austurríki" og „Firðir", samrýmast að mati nefndar- innar ekki íslenskum mál- venjum, þar sem eftirliður nafnsins „Austurríki" eigi sér enga hefð á Islandi í heitum sveitarfélaga og einnig sé um að ræða nafn á þjóð í Mið- Evrópu. „Firðir" er hinsvegar of víðtækt og fleiri sveitar- félög en þau ofannefndu séu nefnd því nafni í daglegu tali. Þess má til gamans geta að nafnið Fjarðabyggð varð í fjórða sæti í skoðanakönnun sem gerð var samhliða sveitar- stjórnarkosningum í vor. Félagsmálaráðuneytið hefur þegar fengið sent bréf þar sem leitað er eftir þeirra afstöðu til málsins og hversu bindandi álit nefndarinnar sé. Svar frá ráðuneytinu hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Greinargerð Örnefna- nefndar er að finna í heild sinni á bls. 7. M| OflYGGI heimilið Tilbod frá Bautabúrinci j Kindabjugu Létt rcykt sparnaöarskinka Bayoneskinka

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.