Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Austuriand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðaisteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383 cg8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson S 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Snúa þarf þróuninni við Síðastliðinn þriðjudag voru í Valhöll á Eskifirði kynntar niðurstöður könnunar Gallup um hug Austfirðinga til virkjana- og stóriðjuframkvæmda í fjórðungnum. Könnunin leiddi í ljós að talsverður meirihluti íbúa er hlynntur slíkum framkvæmdum. Ein spurningin í könnuninni vekur sérstaka athygli en hún hljóðar eftirfarandi: Gerum ráð fyrir að álver verði reist á Austurlandi á næstu árum. Hvar á Austurlandi telur þú vera heppilegustu staðsetningu fyrir álver? Niðurstaða þessarar spurningar er mjög afgerandi. Langflestir, eða rúmlega 83% þeirra sem taka afstöðu, telja Reyðarfjörð heppilegustu staðsetninguna fyrir álver á Austurlandi. Þessi niðurstaða er mjög gleðileg, sérstaklega í ljósi þess að Austfirðingar hafa fram að þessu verið mjög duglegir við að deilda innbyrðis og hafa fram að þessu átt ákaflega erfitt með að koma sér saman um slíka hluti. Gott dæmi um slíkt eru jarðgangnaframkvæmdir, en sökum ósamstöðu íbúa fjórðungsins í þeim málum er nú farið að tala um að næstu jarðgöng verði ekki á Austurlandi. Ef koma á í veg fyrir áframhaldandi fólksflótta úr fjórðungnum, verða Austfirðingar að vera samstíga í slrkum málum og ekki má gerast að innbyrðis deilur komi í veg fyrir framkvæmdir sem yrðu fjórðungnum öllum til góðs. En að öðru tengdu. Þrátt fyrir að nú sé ljóst að meirihluti íbúa fjórðungsins vilji virkjanir og stóriðju á svæðið er ekki þar með sagt að ráðamenn megi einblína á þessa lausn nú hvað varðar íbúaþróun. Þrátt fyrir að í dag sé útlitið hvað varðar stóriðju nokkuð bjart, hefur reynslan kennt okkur að treysta ekki á loforð um slíkar framkvæmdir. Mikill fjöldi tækifæra til atvinnusköpunar er á svæðinu og nauðsynlegt er fyrir ráðamenn að tryggja fjölbreytni í atvinnulífi og nauðsynlegt er að tryggja slíka fjölbreytni, samhliða því að unnið sé að því að tryggja stóriðjuframkvæmdum brautargengi. Annarsstaðar í blaðinu talar Hilmar Gunnlaugsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, um það að Austfirðingar séu 20 til 25% á eftir höfuðborgarsvæðinu hvað internet og tölvuvæðingu varðar. Þetta eru ískyggilegar tölur og nauðsynlegt er fyrir fjórðunginn að snúa þróuninni við. Mikill vaxtarbroddur er í hugbúnaðargeiranum þessi misserin og ljóst að svo verður áfram um allnokkuð skeið a.m.k. Ef Austfirðingar eiga að fara að dragast afturúr í þessum málum er hætt fyrir okkur komið og því verður að bregðast við skjótt. Ljóst er að meðan Reykjavík hefur þetta forskot mun landbyggðarfólk með tölvuþekkingu leita þangað sem „hlutirnir eru að gerast“ og bilið mun breikka. Aðgerða er því þörf; aðgerða á borð við tölvuskóla Framtíðarbarna sem tryggir austfirskri æsku aðgang að tölvuþekkingu. Einnig þarf að tryggja að einstaklingar sem hafa hugsað sér að vinna í hugbúnaðargeiranum, geti starfað hér á svæðinu, og það gerist ekki öðruvísi en með einhverskonar styrkjum frá sveitarfélög- um. Ef við getum gert svæðið fýsilegt á einhvem hátt fyrir fólk í hugbúnaðargeiranum, ætti þekkingin að fara að leita aftur inn í fjórðunginn, en ekki öfugt. Ráðamenn Austurlands ættu að hafa þetta í huga meðan þeir íhuga næstu skref í stóriðju, en ljóst er að eitthvað þarf að gera þar til framkvæmdir hefjast. as Daglegar ferðir Neskaupstaðurs. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarljörður s. 474 1255 Viggó £ Vöruflutningar 0)477 1190 Lokað frá 4. - 14. september Lækurinn Egilsbraut Frá Tónskóta N eskaupstaðar Innriíun á haustönn fer fram þriðjudaginn 8. og miðvikudaginn 9. sept. báða dagana frá kl. 14.00 -17.00. s i tiústw®0' s* Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að koma með nemendum og greiða skólagjöld eða semja um greiðslur þeirra. Ath. Hægt er að greiða með Visa. Nemendur eru beðnir að hafa með sér stundaskrár. Skólastjóri Austfiröingur vikunnar Fullt nafn? Margrét Lára Þórarinsdóttir Fæðingardagur? 12. febrúar 1976 Fæðingarstaður? Akureyri Heimili? Skriðuklaustur í Fljótsdal Núverandi starf? Söngkona Önnur störl? í ferðamannabransanum Fjölskylduhagir? Bíð eftir hinum eina rétta Bifreið? MMC Galant árg. 1979 Uppáhalds matur? Gæsasteik Uppáhalds drykkur? Kaffi Versti matur? Ávaxtahlaup Helsti kostur? Góður kokkur Helsti ókostur? Óákveðin Uppáhalds útivistarstaður? Kleifarskógur Hvert langar þig mest að fara? Út um allan heim Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Skeiðarársandur Áhugamál? Tónlist, jarðfræði og fomleifafræði Uppáhalds tónlistarmaður? Mozart, Tom Waits, Nick Cave ásamt fleimm Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið klaustur? Klaustur Mottó? Aldrei aftur að vera óákveðin... held ég Skemmtilegasta sem þú gerir? Ferðast, syngja, veiða og skemmta mér Leiðinlegasta sem þú gerir? Eyða tímanum í vitleysu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.