Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 7 Arnbjörg Sveinsdóttir Úheppilegar tillögur Skoðun mín á þeim hugmynd- um, sem hæst hefur borið varð- andi breytingar á kjördæmaskip- uninni, er að það sé mjög ó- heppilegt að slíta sundur núver- andi kjördæmi. Þetta byggi ég fyrst og fremst á því að búið er að byggja upp allskonar þjón- ustu og félagslíf á kjördæmavísu. Samstarf sveitarfélaga byggist á kjördæmaskiptingu að mestu leyti og svo mætti lengi telja. Ég held að það sé mjög fast í hugum fólks að kjördæmin séu stjórn- sýsluheildir, enda hafa t.d. stofn- anir ríkisins tekið mjög mið af kjördæmum þegar þær veita sína þjónustu. Fólk hér austanlands lítur á sig sem íbúa á Austurlandi og finnst því eðlilegt að kjósa fulltrúa til setu á Alþingi skv. því. Það hefði því verið mun heppilegra að slá saman heilum kjördæmum til þess að ná því markmiði að fækka þingmönn- um á landsbyggðinni. Reyndar er það mín skoðun að núverandi kjördæmaskipun hefði átt að halda sér en fækka þingmönnum í þeim. Ég viðurkenni þó þann ókost að það hefði kallað á mun fleiri jöfnunarþingsæti, sem öll hefðu lent í fjölmenniskjördæm- unum. Stóri kosturinn við nú- verandi kerfi er þó að það jafnar fullkomlega á milli þingflokka. Ég tek það hins vegar fram að ég er ekki hrædd við stór kjördæmi með tilliti til þingmannsstarf- anna. Við þingmenn í Austur- landskjördæmi þekkjum það vel að vinna á stóru landsvæði og erum vön að ferðast mikið. Það eru þeir þingmenn sem koma frá landfræðilega litlum kjördæm- um, sem stendur ógn af stóru kjördæmunum. Það má kannski segja að tillögurnar beri þess merki, að þær eiga að falla undir þá kenningu að ef allir eru jafn óánægðir þá sé líklegt að þær muni ná fram að ganga. Eitt er víst að ég hef fáa hitt sem eru ánægðir með það sem á borð er borið. Umhverfisverðlaun „Austurríkis“ Umhverfisverðlaun voru veitt í vikunni í sameinuðu sveitar- félagi Eskifjarðar, Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. A Eskifirði fengu þau Björg Sigurðardóttir og Tómas Hjal- tason verðlaun fyrir garðinn sinn. A Reyðarfirði fengu hjónin Hörður Þórhallsson og Kristbjörg Kristinsdóttir verðlaun fyrir fallegasta garðinn, en þau fengu einnig verðlaun fyrir snyrtilegasta umhverfi fyrirtœkis í nýja sveitarfélaginu. Með hjónunum á myndinni eru Pet Ari Árnason og María Bjarna- dóttir fengu sérstaka viður- kenningu fyrir að hafa tekið flag ífóstur. Ari hefur á síðustu tíu árum gróðursett 5000 plönt- ur í jjallinu fyrir ofan heimili sitt, aðallega blágreni og lerki Fallegasti garðurinn í Nes- kaupstað að mati umhverfis- málaráðs var hjá Guðmundi Ingvarssyni og Guðnýju Bjarkadóttir að Sœbakka 6. Nágranni þeirra, Smári Geirs- son, horfir með öfundaraugum á viðurkenningarskjöldinn og veltir eflaust fyrir sér hvað hann geti gert til að vinna hann að ári. Hr. Jón Jonsson Hann skutlaði kunningja sínum á ball, en freistaðist svo til að líta á liðið. Hann fékk sér einn laufléttan..og annan til.....og þar með var of seint að snúa við. Eftir ballið var rigningarsuddi og hálf kalt. Hann var illa klæddur og félagar hanns líka. Hann og félag- amir settust inn í bíl til að hlýja sér og hlusta á næturútvarpið. Það var engin á ferð svo að það hlaut að vera óhætt að læðast heim á bílnum ef hann bara passaði sig á að aka rólega. Hann vaknaði ekki til vitundar um hvað hann var að gera fyrr en lögreglan hafði stöðvað hann, fært hann inn í lögreglubíl og látið hann blása f áfengismæli. Jú, hann hafði víst fengið sér allt of mikið. Upphófst nú mikið umstang, skýrslugerð, spurningar og lokst taka blóðsýnis. Hann lét þetta ekkert á sig fá og lögreglan keyrði hann loksins heim. Þá var farið að birta af degi. Dagurinn eftir var ekki sá léttbærasti í lífi hans. Timburmenn, angist og iðrun. Ef hann missti bílprófið yrði hann ef til vill að skipta um vinnu. Sektimar...tímatapið... hann hefur ekki ráð á þessu... Skömmu seinna kom niðurstaðan úr blóðprufunni. Hann var kvaddur niður á lögreglustöð til að leggja inn ökuskírteinið. Hann var síðar dæmdur til eins og hálfs árs ökuleyfissvipt- ingar. Að þeim tíma liðnum var honum gert að taka bílprófið að nýju. Fjársektin var yfirstíganleg, en ferðafrelsið var skert og stoltið sært. Nú var nafnið hans komið á sakaskrá, því miður... En hann gat þó hrósað happi. Ef hann hefði valdið eignatjóni eða slysi á fólki hefði tryggingafélagið hans átt endurkröfurétt á hendur honum. Hann hefði orðið að borga skaðan úr eigin vasa. Það er meira en venju- legur maður hefur efni á. En hann hefði einnig getað lent í fangelsi, í langan tíma. Slík og þvílík er alvara málsins. Allt eru þetta þó smámunir miðað við þá ógæfu að verða valdur að dauðaslysi eða ævarandi fötlun. Fáir þola að hugsa slíkt til enda. I dag má sjá hann vera að bíða eftir strætó. Hann er niðurlútur, en á hann skilið samúð okkar ? Hann er þrátt fyrir allt einn af þeim heppnu. Hann missti einungis ökuréttindin og þarf að fara með strætó. Hann tók mikla áhættu, sem hefði getað valdið óbætanlegum skaða. Árlega missa um 2000 íslendingar ökuréttindin vegna ölvun- araksturs. Sérhvert tilvik er ógæfusaga einstaklings, sem uppgötvaði að of seint er að vera skynsamur eftir á. Verum skynsöm og bjóðum Bakkusi ekki á rúntinn. Umferðaröryggisfulltrúi Otsalan heldur áfram t\\ \ \. sePtember 10% auka afsláttur við kassann sérstakur skólaafsldttur 0Z0N vika framundan Súnbúöin Hafnarbraut 6, Neskaupstað Sími 477 1133

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.