Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 3 Aðalfundur NAUST- Náttúruvernd- arsamtaka Austurlands 1998 A&ftetái Hjörleifur opnar heimasíðu Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, hefur opnað heimasíðu á netinu undir nafninu „Grænn vettvangur". Þar mun hann miðla upplýsingum af vettvangi Alþingis og um störf hans að þjóð- málum. Hann mun einnig birta öðru hvoru hugleiðingar sínar undir heitinu „Af vettvangi dagsins". Þá er að finna á síðunni heimildarsafn um umhverfismál auk blaðagreina sem og tengingar í aðrar síður sem flestar fjalla um svipuð mál. Einnig fæst í gegnum heimasíðuna yfirlit um öll þingmál og ræður Hjörleifs á Alþingi síðastliðin 10 ár. Slóðin á síðuna er: http://www.althingi.is/hjorlg/ Ókeypis smáar Smáar Til sölu silfurgrár MMC Galant GLSi, árg. '89. Ekinn 150.000 km. Lítur mjög vel út. Nýl. tímareim, vetrardekk, C.D. Ath skipti á ódýrari eða bein sala. Uppl. í síma 477 1449. Tapað/fundið Lyklakippa með þremur lyklum í keðju fannst í Norð- fjarðarsveit Eigandi getur vitjað hennar á skrifstofu Austurlands Aðalfundur NAUST var haldinn á Reyðarfirði sunnudaginn 30. ágúst. Fundargestir samþykktu ályktanir um ýmis efni og voru þær allar samþykktar samhljóða og m.a. ályktanir um virkjunar- og stóriðjumál. Aðalfundurinn vildi vara við öllum hugmyndum um samveit- ur vatnsfalla og flutning stórfljóta milli vatnasviða eins og m.a. er gert ráð fyrir norðan Vatnajök- uls og taldi ófullnægjandi rann- sóknir hafa farið fram á afleið- ingum þess að veita Jökulsá á Dal til Lagarfljóts. Fundurinn hvatti jafnframt til þess að í ljósi þessa yrðu forsendur vegna hug- mynda um virkjun Jökulsár á Dal endurmetnar, áður en lengra er haldið með rannsóknir og virkjanaundirbúning. Fundurinn skoraði svo á stjómvöld að láta fara fram lögformlegt mat vegna framkvæmdaáforma um Fljóts- dalsvirkjun. Fundurinn taldi einnig að fyrirhugaðar veitur frá Jökulsá á fjöllum og virkjanir á því vatni til Jökuldals eða Fljóts- dals ekki koma til greina. Fund- urinn taldi fýsilegast að athuga með litlar eða meðalstórar virkj- anir til að fullnægja orkuþörf fjórðungsins. Hvað varðar stóriðjumál vildi taldi fundurinn litlar upplýsingar hafa komið fram um hugsanleg umhverfisáhrif hugsanlegrar risaálbræðslu á Reyðarfirði og taldi fundurinn mikla hættu á verulegri aukningu mengunar og hafði sérstakar áhyggjur af mengun í hinu kyrra veðri sem oft ríkir á Reyðarfirði. Fundur- inn taldi einnig að skuldbinding- ar Islendinga skv. rammasamn- ingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar yrðu að engu gerðar með áframhaldandi stór- iðjuframkvæmdum. Starf Tonskólans hefst seinna en venjulega íslandsflug Egilsstaðaflugvelli: Sími 471 1122. Fax 471 2149. Reykjavíkurflugvelli: Sími 570 8090. Fax 570 8091. Mið. - fös. Reykjavík-Egilsstaðir: 08:00 - 09:00 Egilsstaðir-Reykjavík: 09:20 - 10:20 Mán. / þri. / lau. Reykjavík-Egilsstaðir: 14:30 - 15:30 Egiísstaðir-Reykjavík: 16:00 - 17:00 Mið. -fös. / sun. Reykjavík-Egilsstaðir: 18:00 - 19:00 Egilsstaðir-Reykjavik: 19:20-20:20 Upplýsingar og bókanir: 471 1122 ger/r fleirum fært að fljúga ISLANDSFLUG Kennarar Tónskólans stinga saman nefjum um starf vetrarins, en innritun mun hefjast i nœstu viku. Ljósm. SO Starf Tónskólans í Neskaupstað mun hefjast seinna en venjulega. Starfið hefst seinna en venjulega vegna þeirra tafa sem orðið hafa við framkvæmdir við nýbygg- ingu Nesskóla. Innritun verður 8. og 9. sept. Skólagjöld verða óbreytt eða kr. 9000 önnin fyrir einn nemanda, en skólagjöld verða ekki hærri en 18.000 kr. á hverja fjölskyldu. Skólinn hefur á að skipa mjög hæfu kennara- liði og nýlega gekk Bjarni Freyr Agústsson í þeirra hóp, en hann hefur nýlega lokið námi í Tón- listarskóla Reykjavíkur og FÍH. Bjami er sérmenntaður í kennslu á málmblásturshljóðfæri og mun hann örugglega efla þá grein Okeypis Barnfóstra óskast „Amma“ óskast fyrir 2ja ára stelpu nokkur kvöld og nætur í mánuði. Þarf að geta hafið störf seinnihluta september. Uppl. í s. 477-1054 Kristín Til sölu Tjónabíll, Opel Corsa 1988. Fæst fyrir lítið Upplýsingar í s. 471-3888 stórlega og er vonandi að lúðra- sveitarstarfið, sem Norðfirðing- ar eru þekktir fyrir, eflist og dafni undir handleiðslu Bjarna. f skólanum er annars kennt á ýmsar tegundir hljóðfæra. Kennt er á öll málmblásturshljóðfæri, tréblásturshljóðfæri (nema fa- gott og óbó), gítar.bassa og mandólín, orgel, píanó, harmo- nika, hljómborð og slagverk. Það er ljós að skólinn er bæjar- búum afar dýrmætur því tón- listarnám göfgar einstaklinginn, þjálfar hugann og eykur tjáning- arhæfni. Tónlistamám eykur einnig lífsfyllingu og hefur víðtækt félagslegt gildi. smáar Til sölu Mitsubishi Pajero árg. 1985. Gott verð. Uppl. ís. 477-1828 eða 898-9555 Jóhann Til sölu Nýlegt járnrúm með dýnu. Uppl. í s. 477-1497

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.