Austurland


Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 03.09.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Um fyrirhugaðar breytingar á kjördæmasklpan Egill Jónsson Alveg fráleif hugmynd Tillaga þess efnis að breyta kjördœmaskipan er nú til um- rœðu hjá þingflokkunum. Þrátt fyrir að margir þingmenn séu mjög óánœgðir með tillöguna nýtur hún samt verulegs fylgis þingmanna. Samkvæmt tillög- unni yrði Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra að Vatns- skarði í Húnavatnssýslu eitt kjördœmi. Annað nœði frá Vatnsskarði í vestri yfir Norður- landskjördœmi eystra og Múla- sýslur að Djúpavogi. Því nœst kjördœmi sem nœði yfir Skafta- fellssýslu, Suðurlandskjördœmi og Suðurnes. Reykjaneskjör- dcemi, án Suðurnesja, yrði eitt kjördœmi, það er Hafnarfjörður, Garðabœr, Kópavogur, Mos- fellsbœr og sveit og Seltjarnar- nes. Loks yrði Reykjavík gert að tveimur kjördæmum. Rökin bak við þessa hugmynd eru þau að með þessu verði hœgt að jafna atkvœðisrétt, en eins og kosningakerftð og kjör- dœmaskipanin er í dag vega at- kvœði íbúa á landbyggðinni þyngra en þeirra sem búa á suðvestur horni landsins. Rökin bak við þetta eru meðal annars sú að þingmenn flytja flestir til Reykjavíkur eftir að þeir ná kjöri og því eru í raun allir að einhverju leyti þingmenn þess svœðis. Einnig erfjarlœgð þing- manna landsbyggðarinnar og þeirra sem kjósa þá af sömu ástœðu meiri og því erfiðara fyrir íbúa landsbyggðarinnar að hafa áhrifá þingmenn og láta þá vinna að sínum málum. Hver sem rökin með og á móti eru, eru í dag uppi hug- myndir um breytingu á því kerfi sem við höfum búið við með litl- um breytingum síðustu áratugi. Vegna þessa fór Austurland á stúfana og spurði þingmenn Austurlandskjördœmis hver þeirra afstaða til þessa máls vœri. Hérfara svör þeirra: Jón Kristjánsson Kosningalögin veita þeim styrki til að ráða sér aðstoðarmenn. Ég óttast hins vegar að það fjármagn myndi fara í að halda uppi ímynd þing- mannanna sjálfra í fjölmiðlum, en þeim væri þá orðið illmögu- legt að gera það í eigin persónu með því að hitta og ræða við kjósendur sína. I öðru lagi myndi héraðs- bundið valdajafnvægi raskast of sammála ályktunum landsfundar mikið. Það er ljóst að afskekktar Sjálfstæðisflokksins í þeim efn- byggðir myndu hafa minna að um. Hins vegar þarf jöfnun at- segja ef kjördæmum væri fækk- kvæðavægis ekki að fylgja slík að í þrjú. Ég hef áhyggjur af því kúvendinga sem núverandi hug- að Austurland myndi lenda myndir ganga út á. sérlega illa út úr slíkum breyt- „Ég vil þakka vikublaðinu ingum. Mikil áhersla er lögð á Austurlandi fyrir að hafa leitað það í þessum hugmyndum að svara hjá mér við þessari þéttbýlisstaðirnir á Norðurlandi spurningu. Það hlýtur að vera myndi einskonar mótvægi við eðlilegt að fólkið sem valdi mig höfuðborgarsvæðið og þar til þingsetu fyrir óbrenglað myndi skapast eins konar nýtt Austurlandskjördæmi fái að vita borgríki. Austurland yrði því hvernig ég ætla að hátta atkvæði útnárinn í slíku samfélagi. mínu þegar þar að kemur. Ég er ekki alfarið á móti því Hjörleifur Guttormsson Haltur leiðir blindan að vægi atkvæða verði jafnað með einhverjum hætti og er Ég vil í upphafi taka það fram að kosningalaganefndin hefur ekki skilað áliti, en kynnt ýmsar hug- myndir sem aðallega eru í því fólgnar að stækka fámenn kjör- dæmi, og skipta þeim fjölmenn- ari til þess að kjósendatala verði sem líkust milli þeirra. Tillögur hafa verið á kreiki um að skipta Austurlandskjördæmi og leggja Suðausturlandið frá Lónsheiði saman við Suðurland og Suður- nes og norðurhlutann við Norð- urland eystra og jafnvel Skaga- fjörð eða allt Norðurlandskjör- dæmi vestra. Ljóst er að unnið er með það fyrir augum að jafna vægi atkvæða í 1:1.5. Þarna er um gífurlegar breyt- ingar að ræða sem munu hafa þau áhrif að draga úr áhrifum landsbyggðarinnar á Alþingi, og breyta störfum þingmanna, þann- ig að þeir hljóta að færast enn fjær kjósendum í kjördæmunum. Einnig er ljóst að þessar tillögur ef samþykktar verða munu hafa mikil áhrif á stjómsýsluna, þegar til lengri tíma er litið. Sá hluti málsins hefur lítið sem ekkert verið ræddur. Núverandi kosningakerfi er flókið, og ég er þeirrar skoðunar að það þurfi breytinga við. Uppbótakerfið er þannig að óljóst er hvaða frambjóðendur Ég þarf ekki að dylja skoðanir mínar í þessum efnum frekar en öðrum. Hugmyndin um þrjú landsbyggðarkjördæmi er að mínu mati alveg fráleit og í raun enn síðri þeirri fornu og nýju hugmynd að gera landið að einu kjördæmi. Andstaða mín við þessa skipan mála byggist á tvennu: I fyrsta lagi er útilokað fyrir einn þingmann að sinna svo stóru kjördæmi með vitrænum hætti. Ég hef nú bráðum verið á Þingi í 20 ár og samt hef ég varla getað komist yfir að sinna mín- um kjósendum fyllilega og ég held að það yrði ómögulegt ef kjördæmin yrðu stækkuð. Að vísu tala menn um að styrkja stöðu þingmanna með því að menn eru að kjósa. Hins vegar hef ég áhyggjur af þeim breyt- ingum sem í hönd fara, og þær áhyggjur eru fyrir hönd lands- byggðarinnar. Ég hygg að þessi breyting sem unnið er að á vegum allra flokka setji hana í enn meiri vamarstöðu. Ég tel að umræðan í þessu máli sé ekki þroskuð og mörgum spumingum sé ósvarað ekki síst um félagsleg og stjómsýsluleg áhrif þess að slíta sundur kjör- dæmi og stækka landsbyggðar- kjördæmin og fækka þingmönn- um hlutfallslega. Það eru hins vegar ekki margir góðir kostir í stöðunni. Flestir virðast sam- mála um að misvægi atkvæða sé hið versta mál, jafnvel mannrétt- indabrot. Sú umræða er öfgafull. Hamingjan hjálpi okkur ef þessi regla væri notuð í samstarfi okkar á alþjóðvettvangi. Ég kýs þann kostinn að bíða og sjá hverju fram vindur, en hef ekki lýst stuðningi við neinar ákveðn- ar dllögur á þessari stundu. Halldór Ásgrímsson sá ekki ástæðu til að svara fyrirspurnum blaðsins um málið Framkomnar hugmyndir um breytingar á kjördæmaskipan eru um margt afar slæmar. Myndun þriggja risastórra kjördæma á landsbyggðinni og tveggja á höfuðborgarsvæðinu samhliða tilfærslu þingsæta suður eru van- hugsaðar og síst til þess fallnar að treysta stöðu dreifbýlisins. Sú hugmynd sem sagt er að efst sé á blaði um kjördæmamörk felur í sér að Austurlandi verði skipt upp um Lónsheiði, syðri hlutinn verði lagður til útvíkkaðs Suður- landskjördæmis og nyrðri hlut- inn settur undir Norðurland. Með þessu væri kollvarpað samstarfi og verkaskiptingu sem þróast hefur innan núverandi Austur- landskjördæmis frá árinu 1959 að telja. Einnig ganga slíkar hugmyndir gegn stjórnsýslu- hefðum sem sögulega eiga rætur allt aftur á þjóðveldisöld. í slík- um risakjördæmum í landfræði- legum skilningi væri útilokað að tryggja náin tengsl á milli þing- manna og fólks í byggðarlögun- um. Sú stækkun á Austurlands- kjördæmi sem ég tel helst koma til álita er að fyrrum Vestur- Skaftafellssýsla yrði lögð til þess. Þannig yrðu kjördæma- mörkin til vesturs við Fúlalæk. Besta félagslega aðgerðin fyrir landsbyggðina nú væri hins vegar að gera alvöru úr því að koma á fylkjaskipan í landinu til að færa með samræmdum hætti umsýslu og störf í opinberri þjónustu frá höfuðborgarsvæð- inu nær þeim sem þjónustunnar eiga að njóta. I því sambandi ætti að skoða landfræðilega skiptingu sem svaraði til fjórð- unganna fyrrum, og til viðbótar kæmi höfuðborgarsvæðið sem fimmta fylkið. Kjósa ætti með lýðræðislegum hætti til fylkis- þinga og kveða á um verkefni þeirra og fjárráð í lögum. Ef á slíka skipan mála yrði fallist teldi ég koma til greina að gera landið allt að einu kjördæmi til Alþingis. Því miður er fátt sem bendir til að ný og frjó hugsun ráði ferðinni um fyrirhugaðar breyt- ingar á kjördæmaskipan í land- inu. Þar virðist sem haltur leiði blindan. Um niðurstöðuna verð- ur því að líkindum tekist á í komandi alþingiskosningum. O&estir manna Ó þjónn minn! Hinir bestu medal manna eru þeir sem vinna fyrir sér með köllun sinni og verja . n ávöxtun erfiðis síns á sjálfa sig og , ^ w œttingja sína sakir ástar á Guði, sffv I Drottni allra veraldanna. ^ <it& ° Ódýrt bakiárn Loft- og veggklæðningar Framleiöum þakjám, loft- og veggklæðningar á hagstæöu veröi. Galvaniserað, rautt, hvítt, koksgráttog grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.