Austurland


Austurland - 17.09.1998, Page 1

Austurland - 17.09.1998, Page 1
Grétar Sigurðsson, verðandi lífvörður Tiger Woods á golfvellinum á Norðfirði, en hann verður koininn í virðulegri föt þegar kemur að því vernda kappann á golfvellinum í Edinborg í nœsta mánuði. Ljósm. as Söfnun stendur yfír Þessa dagana er verið að safna fé fyrir drenginn sem fyrir skemmstu brenndist illa á Eskifirði. Söfnunin hefur gengið sæmilega en betur má ef duga skal því fjölskyldan mun sennilega þurfa á fjár- stuðningi að halda um langt skeið, en drengurinn hefur gengist undir viðamiklar að- gerðir að undanförnu. Þeir sem vilja hjálpa drengnum og fjölskyldu hans geta lagt inn framlög á reikning nr. 61560 í Landsbankanum á Eskifirði. Endurbætur á löndunaraðstöðu Hraðfrystihús Eskifjarðar stendur nú í viðamiklum breyt- ingum á löndunaraðstöðu fyrirtækisins. Að sögn Hauks Björnssonar, rekstrarstjóra fyrirtækisins verður lönd- unarhúsið stækkað verulega, gólf löguð og húsið einangr- að. Vélbúnaður verður einnig endurnýjaður að miklu leyti og m.a. skipt um þurrkbúnað og blóðvatnskassa. Ris og Tölvusmiðjan sameinast Tölvulyrirtækin Ris sf. og Tölvusmiðjan ehf. hafa sam- einað krafta sína. Hið nýja fyrirtæki ætlar sér stóra hluti á sviði m.a. hugbúnaðar,- þjónustu og mun starfsemin fara fram undir nal'ni Tölvu- smiðjunnar ehf. Eigendur hins nýja fyrirtækis verða að jöfnurn hlut þeir Hafsteinn Þórðarson, Hilmar Gunnlaugs- son, Jón Fjölnir Albertsson og Þórður O. Guðmundsson. Sfldarvinnslan eykur sjálfvirkni í hinu nýja fiskiðjuveri Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaup- stað er nú verið að breyta vinnsluferli loðnufrystingar. Verið er að auka sjálfvirkni í pökkun loðnunnar, en breyt- ingamar munu minnka vinnu- aflsþörf fyrirtækisins nokkuð. Grétar Sigurðsson er nú kominn heim eftir að hafa farið í lífvarð- askóla PBA (Professional Body- guards Association) sem eru önnur stærstu lífvarðasamtök í heimi með starfsemi í 37 lönd- um. Grétar náði frábærum ár- angri í skólanum en hann út- skrifaðist með 14. hæstu eink- unn sem um getur í sögu skól- ans. Námið í skólanum er ekki af ákveðinni lengd heldur verða nemendur að klára 30 próf á eins skömmum tíma og þeir geta. Grét- ar kláraði prófin 30 á 11 dögum. Hörð skólavist Skólavistin var mjög hörð og lengsti svefn sem Grétar fékk á meðan á vistinni stóð var fjórir tímar, en yfirleitt fékk hann ekki nema tveggja tíma svefn. Sum prófin sem hann þurfti að stand- ast voru mjög erfið og t.d. þurfti Grétar að standast yfirheyrslu sem tók langan tíma og hann var beittur ofbeldi, en snúið var upp á handleggi hans og höfði hans barið í borð. Grétar meiddist í einu prófinu, sem fólst í að bera mann á bakinu með reglulegu millibili á meðan skotið var málningarkúlum í hann. Hann tognaði á innanlærisvöðva og hné niður, en þá kom liðþjálfi og sparkaði í bak hans þar til hann stóð upp og kláraði prófið. Við spörkin hreytti Grétar gömlu góðu íslensku blótsyrði í þjálfar- ann og var hann af því tilefni vakinn um miðja nótt og látinn sópa stóran íþróttasal með litlum handsóp á meðan þjálfarinn stóð yfir honum og reykti sígarettu og sló ösku á gólfið. Grétar var einnig sleginn í andlitið þegar hann hikaði við að beita þjálfara sinn bragði sem á að drepa mann á 3 sekúndum og fékk Grétar við það glóðaraugu á bæði og blóð- nasir. Hann þurfti einnig að læra meðferð allra hugsanlegra skot- vopna: vélbyssna, skammbyssna, riffla og haglabyssna ásamt fræðslu um sprengjur og önnur vopn. Nemendur fengu einnig reynslu af hinum endanum á byssunum því þeir voru skotnir tvisvar, reyndar íklæddir skot- heldum vestum. Mun vernda Tiger Woods Með því að útskrifast úr skól- anum er Grétar fullgildur með- limur í PBA, en hann getur fengið verkefni í gegnum sam- tökin og þau útvega honum jafn- framt vopn þar sem það á við. Hann þarf að fara aftur í skólann í tvær vikur árlega og á fimm ára fresti fara meðlimir PBA í sex mánaða þjálfun hjá Sérsveitum Breska hersins (SAS). Grétar þarf að greiða 3% af launum sín- um til samtakanna. Hann fékk áhugavert tilboð strax við út- skrift, en það var tilboð um að halda verndarhendi yfir golfar- anum Tiger Woods sem vakið hefur gífurlega athygli á síðustu árum. Grétar tók tilboðinu ásamt einum félaga sinna úr skólanum og munu þeir fara út til Edin- borgar upp úr mánaðamótum, en þar munu þeir vinna fyrir Woods í heilan mánuð. Woods þykir TA bætir við Tölvuþjónusta Austurlands hyggst á næstu mánuðum opna hugbúnaðarhús á Seyðisfirði. Samkvæmt samtali við Bjarna Þórs hjá TA gera frumhug- myndir ráð fyrir því að a.m.k. tveir forritarar verði ráðnir að hugbúnaðrhúsinu í upphafí og jafnvel lleiri í framtíðinni. Af Tölvuþjónustunni er annars það að frétta að vel hefur gengið hjá fyrirtækinu frá því það hóf starfsemi sína. Til að mynda hyggst fyrirtækið bæta við allt að 5 starfsmönnum fram að áramótum. Einnig er fyrirtækið í sífelldri útþenslu og er m.a. þessa dagana að leita sér að húsnæði í Neskaupstað fyrir þjónustumiðstöð. ekki greiða sérlega há laun, eða einungis 10.000 krónur á dag auk gistingar á fimm stjörnu hóteli og uppihaldi, en hins veg- ar eru Grétari nánast allir vegir færir ef honum gengur vel í þjónustu hans. Grétar segir starf- ið vera talsvert flóknara en hann hafði ímyndað sér. Þeir þurfa t.d. að koma til Edinborgar þremur dögum á undan Woods og gera svokallað hættumat. Taka þarf loftmyndir af golfvellinum og gera áætlanir fyrir mánuðinn. Finna verður öruggustu leiðirnar á milli staða og hafa alltaf á hreinu stystu leiðir á sjúkrahús o.s.frv. Starfinu fylgir því mikil pappírs og undirbúningsvinna. Vinnan felst því frekar í að koma í veg fyrir að byssukúlan fari af stað en að stöðva hana. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson Ifrá 1 .nóv) Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jónsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 \\>°Ö Slátursala hafin Pantanir í síma 477-1301 4 x Heinz bakaðar baunir kr. 196.- Luxus Java kaffi 400 gr. kr. 199.- Bautabúrs beikon kr. 898.- kg. ® 477 1301

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.