Austurland


Austurland - 12.11.1998, Qupperneq 1

Austurland - 12.11.1998, Qupperneq 1
Bflvelta á Norðfírði Bílvelta varð á Norðfirði að- faranótt þriðjudags. Atvikið átti sér stað við smíðaverk- stæði bæjarins og fór bíllinn a.m.k. þrjár veltur að sögn lögreglu. Tveir menn menn voru í bflnum og sluppu þeir ómeiddir. Ökumaður bflsins er grunaður um ölvun við akstur. Viðeyjaferðir eignast Draugaskipið Níi er orðið ljóst hvað verður um álskipið sem Landhelgis- gæslan dró inn á Seyðisfjörð á dögnum. Þrátt fyrir að segj- ast ekki eiga skipið gaf Land- helgisgæslan Viðeyjaferðum það og féllst bæjarstjóm á það eftir að Viðeyjarferðir höfðu greitt allan kostnað sem bærinn hafði haft af skipinu. Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri, telur nauðsynlegt að setja lög um hver beri ábyrgð á atvikum af þessu tagi og ótækt sé að bæjar- félög sitji uppi með kostnað af skipsflökum sem dregin eru að landi þeirra. Þorvaldur Jóhanns- son heiðraður Á föstudag var haldin veisla í félagsheimilinu á Seyðisfirði Þorvaldi Jóhannssyni, fyrr- verandi bæjarstjóra til heið- urs. Með veislunni þökkuðu Seyðfirðingar Þorvaldi stöf hans að bæjarmálum, en Þor- valdur var í bæjarstjórn og á bæjarstjórastóli í alls 24 ár og hann hefur starfað ötullega að félagsmálum síðan 1960 og mun eflaust halda því áfram. Þorvaldur starfar nú sem framkvæmdastjóri SSA og er enn búsettur á Seyðis- firði. Veisluna sóttu yfir 100 manns og skemmtu sér við mat og drykk og fjölbreytt skemmtiatriði sem voru flutt af heimamönnum. Mikið óveður gekk yfir Austurland um helgina og olli það víða skemmdum og þá sérstaklega á vegakerfi fjórðungsins, en Vegagerðin telur að milljónir króna muni kosta að gera við skemmd- irnar. M.a. fór vegurinn út Mjóafjörð í sundur á 20-30 stöðum. A myndinni sést Ragnar Guð- mundsson að vinna við hreinsunarstarf í Neskaupstað. Sjá frekari umfjöllun á bls. 7. Ljósm: SO Nýr bæjarstjórnarmeirlhluti á Austur-Héraðl? Meirihlutasamstarf Framsóknar- flokksins og Félagshyggju við fljótið á Austur-Héraði sprakk í síðustu viku. Ljóst hafði verið í nokkurn tíma að erfiðleikar væru í samstarfi flokkanna, sem lýsti sér m.a. í klofningi í afstöðu til virkjanaframkvæmda norðan Vatnajökuls, en þar vildu Félags- hyggjumenn að fram færi lög- formlegt umhverfismat en Fram- sóknarmenn voru á móti. I síðustu viku sauð endanlega upp úr þegar fulltrúar listanna urðu ósammála um skipulags- mál á Austur-Héraði og í kjöl- farið var meirihlutasamstarfmu slitið. Þvi er ljóst í dag að Sjálf- stæðismenn eru f oddaaðstöðu, en þeir hafa 2 bæjarfulltrúa og geta því stofnað til meirihluta- samstarfs við hvorn flokkinn sem er. Að sögn Sigrúnar Harð- ardóttur, efsta manns á lista Sjálf- stæðismanna, fara samningavið- ræður við Framsóknarmenn nú fram og er áætlað að skila niður- stöðu í málinu á hádegi á morg- un. Hluti af þeirri niðurstöðu verð- ur vonandi málefnasamningur. En af hverju var farið út í viðræður við Framsóknarmenn en ekki Félagshyggjumenn? „Á fundi síðastliðinn sunnu- dag funduðum við með báðum aðilum. í framhaldi af því hittum við Framsóknarmenn á mánudag- inn og höfum verið í viðræðum við þá síðan. Okkur fannst við finna frekari grundvöll þar og því veðjuðum við á þá á undan. Við erum ennþá mjög bjartsýn á að þetta gangi saman. Við höf- um verið að skipta verkum og vinnan gengur mjög vel. Við byrjuðum á málefnasamningi í gærkvöldi og eins og staðan er í dag eru menn nokkuð sammála um stærstu atriði, m.a. lítur út fyrir helmings skiptingu á helstu embættum. Einnig er nokkuð ljóst að ekki verður hróflað við nýráðnum bæjarstjóra á Egils- stöðum, Birni Hafþóri Guð- mundssyni, en fulltrúar allra flokka greiddu ráðningu hans atkvæði á sínum tíma“. Enn um nafnamálið Örnefnanefnd hefur svarað er- indi bæjarstjórnar sveitarfé- lags 7300 þar sem leitað var umsagnar urn nöfnin Austur- bær, Firðir og Miðfirðir. Fyrir lá jákvæð umsögn um nafnið Fjarðabyggð. Niðurstaða Örnefnanefndar er að af þessum þremur nöfn- urn korni aðeins nafnið „Mið- firðir til greina. Þar með er ljóst að miðað við núverandi stöðu koma aðeins tvö nöfn til greina en það eru nöfnin Mið- firðir og Fjarðabyggð. Síðastliðinn fimmtudag samþykkti bæjarstjóm sveitar- félagsins tillögu um að fela starfshópi sem fjallar um þessi mál að annast kynningu á stöðu málsins og undirbúa skoð- anakönnun um afstöðu íbú- anna til þessara tveggja nafna. Þessi málsmeðferð var sam- þykkt samhljóða hjá bæjar- stjóm. „Afstaða manna er sú að menn telja afar mikilvægt að fá niðurstöðu í þessu nafna- máli“ sagði Smári Geirsson í samtalið við blaðið. „Það er bæjarstjórn sem endanlega samþykkir nafn sem síðan þarf að fá staðfest- ingu félagsmálaráðuneytisins en félagsmálaráðherra hefur gefið það út að hann muni taka tillit til afstöðu örnefna- nefndar“. Adolf Guðmundsson - Helgi Jensson Hilmar Gunnlaugsson - Jónas A Þ Jánsson Kaupvangur 2, 700 Egilsstaðir logmenn@austurland.is www.austurland.is/logmenn sími:470-2200 fax.470-2201 VÍNSÆlu NÍðuRSOÖNU qÚRlíURNAR kOMNAR 2 f áppe/sfíwdfus ^ St/perdji/s #$■ fr/ppssn/fse/ Sirfíiesn/fse/ */* 8 477 1301

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.