Austurland


Austurland - 24.08.2000, Side 2

Austurland - 24.08.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 CV , , jt h) nriTT, #uT úí w<—» Hefurður farið til berja í ár? Júlía Ásvaldsdóttir: Já en ég týndi bara upp í mig. Kristín M. Sigurðardóttir: Nei, ekki ennþá, en ég mun fara. Sæmundur Sigurjónsson: Nei, ekki ennþá, en ég fer. Jóhannes Freyr Sigurðsson. Já, ég fór á Fáskrúðsfirði. Kolfinna Þorfinnsdóttir. Aðeins til að týna upp í mig. Kárahnjúkavirkjun: Skipulagsstofnun fellst á matsáætlun I bréfi sem Skipulagsstofnun hefur sent Landsvirkjun kemur fram að stofnunin hefur fallist á tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar en gerir jafnframt grein fyrir nokkrum athugasemdum við áætlunina. Segir í bréfinu að í heild virðist hin almenna lýsing sem kemur fram í tillögu framkvæmdaaðila ná til allra helstu þátta sem taka þarf á í mati á umhverfisáhrifum. Landsvirkjun sendi Skipulags- stofnun tillöguna að matsáætlun um miðjan júlímánuð og í kjölfar þess kynnti stofnunin tiilöguna fyrir fjölmörgum hagsmuna- aðilum auk þess sem tillagan var kynnt með fréttatilkynningu og á heimasíðu Skipulagsstofnunar á netinu. I samtali við Austurland sagði Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar að fyrirtækið væri ánægt með þessa niðurstöðu og þar á bæ myndu menn á næstunni fara yfir þær athugasemdir sem fram hefðu komið í bréfi Skipulagsstofnunar. Þorsteinn sagði að matsáætlunin væri mjög metnaðarfull og vel kynnt og hann hefði fulla trú á að hún væri fullnægjandi í öllum meginatriðum. Þá sagði hann að þær rannsóknir sem Landsvirkjun hefði staðið fyrir í sumar á virkjunarsvæðinu hefðu gengið vel en þær væru bæði víðtækar og kostnaðarsamar. Fram kemur í bréfi Skipulags- stofnunar að Náttúruvemd ríkisins hafí í umsögn sinni farið fram á að umhverfisáhrif virkjunar og álvers á Reyðarfirði yrði metin sem ein heild. Eins er upplýst að Landgræðsla ríkisins hafi sett fram svipuð sjónarmið. Skipulagsstofnun fellst ekki á þessi viðhorf Náttúruvemdar og Landgræðslu og segir að þótt Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði séu nátengd þá sé ekki unnt að líta svo á að um framkvæmdir á sama svæði sé að ræða. Hins vegar telur skipulagsstofnun mikilvægt að mat á umhverfisáhrifum beggja framkvæmdanna verði auglýst um svipað leyti. Gert er ráð fyrir að umhverfismatsskýrsla vegna Kárahnjúkavirkjunar verði lögð fram í febrúar-mars árið 2001 og eins er ráðgert að umhverfismatsskýrsla Reyðaráls vegna álvers á Reyðarfirði verði lögð fram í byrjun árs 2001. r Urslitakeppni 3. deildar að hefjast ATH! Ekki gleyma að fara með fötin f hreinsun. Við höfum opið virka daga frá kl. 12.45 -16.00 Lækurinn Egilsbraut Þróttur sigraði Neista með fimm mörkum gegn þremur á Djúpa- vogi í síðasta leik D-riðils 3. deildar sl. laugardag. Þróttur sigraði því riðilinn með miklum yfirburðum, tapaði engum leik og gerði aðeins tvö jafntefli. Lokastaðan varð þessi: 1. Þróttur 32 stig 2. Huginn/Höttur 16 stig 3. Leiknir 11 stig 4. Neisti 9 stig Tvö efstu liðin fara áfram í úrslitakeppnina sem hefst n.k. laugardag. I úrslitakeppninni er leikið heima og heiman. Þau lið sem vinna halda áfram en þau sem tapa falla úr keppninni. Á laugardag leikur Huginn/Höttur gegn Haukum á Egilsstöðum en Þróttarar leika gegn KFS í Vestmannaeyjum. Leikirnir hefjastkl. 14:30. Seinni leikirnir verða síðan á þriðjudag og hefjast kl. 17:30. Ástæður þessa óvenjulega tíma eru m.a. þær að ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma þarf að framlengja og dugi ekki framlenging verður gert út um viðureignina með vítaspymukeppni. Ástæða er til að hvetja alla til að mæta á völlinn á þriðjudag og hvetja Þróttara til dáða. Sigri Þróttur viðureignina við KFS mætir liðið annaðhvort Nökkva frá Akureyri eða Njarðvík. MATRÁÐ VANTAR Matráð vantar í 55% starf við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði frá 1. sept. Vinnutími er sveigjanlegur. Umsóknir berist skrifstofu Fjarðabyggðar, Búðareyri 7, fyrir 24. ágúst. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 474 1257 Fjarðabyggð Laust starf Við Grunnskólann á Eskifirði er laust starf stuðningsfulltrúa næsta skólaár. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi með nemendur í 1. bekk. Laun samkvæmt kjarasamningi FOSA. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 476 1472 eða 895 9975 Fjarðabyggð Austurland hvetur lesendur sína til að senda blaðinu línu. Skrifið um það sem ykkur brennur á hjarta hverju sinni. Takið þátt í skoðanaskiptum dagsins. Netfang: austurland@eldhom.is

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.