Austurland


Austurland - 24.08.2000, Side 5

Austurland - 24.08.2000, Side 5
FIMMTUDAGUR 24. AGUST 2000 5 Kveðjuorð frá kjördæmisráði Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi Eins og kunnugt er tók síðasti aðalfundur ráðsins þá ákvörðun að leggja starfsemi þess niður frá og nteð starfsárinu 1999-2000. Hefur stjóm þess unnið samkvæmt þess- ari ákvörðun. Hefur nú tekist að ljúka greiðslu á skuldum ráðsins og þegar Vikublaðið Austurland kemst nú í hendur nýrra eigenda, Úttekt á öryggi ferðafólks hinir mega eiga sig Samgönguráðherra hefur falið ferðamálastjóra að rannsaka hin tíðu slys sem orðið hafa á hálendinu og hálendisvegum með sérstöku tilliti til þeirra rútuslysa sem orðið hafa. Fjórir erlendir ferðamenn hafa á skömmum tínia látist í slysum hér á landi og má teljast mildi að sú tala sé ekki hærri, jafnvel tugum hærri. Til þessa hafa dauðaslys útlendinga verið 0-1 á ári í umferðinni þannig að í ár, er kvóti næstu 4 ára fylltur. Þetta er ekkert grín, en það vekur furðu Háfeta að samgönguráðherra skuli einungis ætla að láta rannsaka þau slys þar sem rútur og erlendir ferðamenn eiga í hlut. Hvað með önnur slys? Hvað með öryggið almennt á vegum landsins og eftirlitið? Skiptir það bara máli ef útlendingar eiga í hlut? Dauðaslysin í umferðinni á landinu eru komin á þriðja tuginn á árinu og enn lifa af því rúmlega 4 mánuðir. Þau geta þess vegna orðið 30. Einn ágætis umferðafulltrúi, hefur bent á að ef jafn mörg slys hefðu orðið á annan hátt t.d. í sundlaugum landsins hefði þegar verið búið að taka á málinu. Fjölga vörðum og gera fyrirbyggjandi aðgerðir. Hérna er tekið á þessum umferðarslysum eins og sjálfsögðum hlut. Það er eins og menn haldi að það sé sjálfsagt að umferðin taki sinn toll! Þetta gengur einfaldlega ekki lengur. Á hverjum degi deyja jafnmargir í umferðarslysum í Evrópu, sem svaraði til þess að ein Concord þota full af fólki færist daglega. Það hefur ein Concord þota farist frá því að þær voru teknar í notkun fyrir um 30 árum og fátt hefur verið meira um talað. Nú hefur sumum Concord þotum verið lagt á meðan rannsókn Concord slyssins fer fram. I þessum efnum er fyrst og fremst við vegfarendur, ökumenn, að sakast. Þeir sýna einfaldlega ekki nægilega aðgæslu miðað við aðstæður. Ökumenn eru látnir komast upp með ólöglegan hraða og verstir allra eru ökumenn stórra bíla. Flutningabílamir æða eftir þjóðvegum landsins, með aftanívagn, á og yfir 100 km. hraða og það gera rútumar fullar af fólki líka. Annar hver jeppi dregur á eftir sér húsvagn eða fellihýsi og hraðinn er yfir leyfilegum mörkum. íslenskt vegakerfi býður einfaldlega ekki upp á þennan hraðakstur. Sjóflutningar em nánast aflagðir og allir vömflutningar fara nú fram á þjóðvegum landsins. Hvenær var íslenska vegakerfið byggt upp fyrir þessa þungaflutninga eða hraðakstur? I löndum þar sem vegakerfið er byggt upp fyrir þungaflutninga og hraðakstur hafa verið settar nýjar reglur. Hámarkshraði er færður niður og ákveðnir þungaflutningar em aðeins leyfðir á þeim tímum sólarhringsins sem ahnenn umferð er minni. Þetta ætti samgönguráðherra að athuga. Umferðarráð er frekar gagnlaust apparat. Þeirra sýnilega hlutverk virðist vera að láta vita hvar framkvæmdir eru í borginni á hverjum tíma. Háfeti sem vaknar alltaf fyrir allar aldir hlustar gjarnan á morgunútvarp Rásar 2, hlustar á sömu tugguna dag eftir dag. Hvar má vænta truflunar á umferð og annað í þeim dúr, vitaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki verið að segja frá vegabótum í Breiðdalnum eða á Siglufjarðarvegi. Nei innan Stór-Reykjavíkursvæðisins skal það vera. Nokkmm sinnum í sumar hefur Umferðarráð fjallað um spegla á ökutækjum, sem draga vagna. Háfeti fullyrðir að aðeins brot af þeim bflum sem em með húsvagn eða fellihýsi er með aukaspegla. Þegar þessi klisja Umferðarráðs buldi sem hæst keyrði Háfeti frá Reykjavík austur á land. Þetta var á föstudegi og helgarumferðin byrjuð. Eitt, aðeins eitt af tíu ökutækjum með aftanívagn var með aukaspegla. En það er kannski vegna þess að Umferðarráði hefur ekki borist um þetta tilkynning frá gatnamálastjóra Reykjavíkur! Lögreglan er frekar afskiptalaus. Enda þeim sennilega ekki borgað nógu vel. Þar sem Háfeti þekkir til koma afleysingalöggur á sumrin. Þeirra aðalhlutverk virðist vera að líma miða á ökutæki sem hafa verið lögð öfug. Á meðan bruna ungir ökumenn á ölöglegum hraða, jafnvel á óskoðuðum ökutækjum meðfram og gefa þeim langt nef - í laumi. Fyrrnefndur umferðarfulltrúi benti á að hraðamælingar á þjóðvegunum væru ekki nægilega margar. Upp reis auðvitað með það sama einhver lögregluvarðstjóri og hafði allt annað að segja. Hann gat samt ekki afsannað fullyrðingar umferðafulltrúans. Sturla samgönguráðherra treystir sér ekki til að meta hvort ímynd landsins hafi skaðast vegna öryggismála en hann segir hálendisslysin vekja sérstaka athygli. „Þær ferðir eru þess eðlis að fara verður varlega og þess vegna er Vegagerðin vakandi yfir því að loka leiðum og benda á hættur,“ segir samgönguráðherra. En hvað með þjóðvegina á ekki að loka þeim. Það fara miklu fleiri Islendingar um þjóðvegina en útlendingar um hálendisvegina. Háfeti skrifar r hefur öllum eignum ráðsins verið ráðstafað, nema skjallegum gögn- um, sem væntanlega verða vistuð á skjalasafni. Frá starfi Kjördæmisráðsins er margs að minnast. Á vegum þess hafa starfað mikilsvirtir stjómmála- menn, sem áttu sinn þátt í lands- stjóminni og allir Austfirðingar minnast með þakklæti og stolti. Þarft væri að rita sögu ráðsins, þar sem skömnga þessara væri minnst með verðugum hætti, lýst verkefnum ráðsins á hverjum tíma, starfí einstakra aðildarfélaga og rifjuð upp atriði úr kosningabaráttu á ýmsum tímum. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi hefur frá upphafi verið óbilandi bakhjarl þeirra, sem trúað hafa á jafnrétti og virka þátttöku almennings í atvinnulífi á félagslegum gmnni. Atburðarás stjómmálanna síð- ustu þijú árin hefur ráðið því að Kjördæmisráðið lýkur nú göngu sinni. Þeir sem síðastir fara frá borði hafa þó síður en svo horfið frá skoðunum sínum og trú á bjarta framtíð félagshyggju og sósíal- isma. Þar sem tiltölulega fáir landsmenn em nú að eignast mik- inn meirihluta þjóðarauðsins má telja fullvíst að á næstu ámm verði hafin gagnsókn þeirra sem hafa borið skarðan hlut og sýnast eiga að vera upp á velvild ljármagns- eigenda komnir í náinni framtíð. Sú baráttu mun ekki vinnast á einum degi, heldur mun hún lík- lega standa í áratugi, jafnvel aldir. Og svo vel þekki ég austfirska alþýðu að hún mun ekki skerast úr leik, heldur skipa sér í forystu fyrir þeim sem losa vilja íslenskt mann- líf úr viðjum villtra gróðasjónar- miða og innleiða hugsunarhátt jafitaðar og félagshyggju, þar sem einstaklingsfrelsið verður bundið persónum en ekki háð eignuin og ættgöfgi. Vikublaðið Austurland hefur verið traustur förunautur Kjör- dæmisráðsins frá upphafi, en blað- ið er reyndar eldra en Alþýðu- bandalagið og Austurlandskjör- dæmi. Á kveðjustund skulu þökk- uð þau óteljandi skref, hinn ómældi sviti, hinar ótölulegu and- vökunætur, sem ritstjórar og aðrir starfsmenn hafa lagt á sig í þágu þess, oftar en ekki án þess að krefj- ast launa. Ef krafta alls þessa elju- fólks hefði ekki notið við, hefðum við ekki yfir jafn glæsilegum ferli að guma og raun ber vitni. Megi ftiður og farsæld fylgja öllum þeim sem leggja Austurlandi lið hér eftir sem hingað til. Sigurjón Bjamason, formaður kjördœmisráðs Alþýðubandalagsins í A usturlandskjördœmi. - Félagsleg heimaþjónusta Oskum eftir fólki til starfa við félagslega heimaþjónustu í Neskaupstað. Sérstök óhersla lögð ó samskipti, óbyrgð og sjólfstæði í starfi. Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi ó dagvinnutíma. - Dagmæður Óskum eftir óbyrgu, óhugasömu og barngóðu fólki til þess að taka að sér daggæslu barna í heimahúsum í Neskuapstað. Nónari upplýsingar veitir forstöðumaður félagsþjónustu- sviðs Fjarðabyggðar í síma 470 9037 Fjarðabyggð Norsk Hydro endurnýjar og stækkar álver í Noregi í síðustu viku tilkynnti Norsk Hydro að fyrirtækið hygðist stækka og endurnýja álverksmiðju sína í Sunndal í Noregi. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða og er gert ráð fyrir að fyrirhuguðum framkvæmd- um ljúki á árinu 2004. Stjórnendur Norsk Hydro hafa lagt sérstaka áherslu á að þessi fjár- festing í Sunndal hafi engin áhrif á þátttöku fyrirtækisins í starfsemi Reyðaráls og breyti alls ekki áformum um byggingu nýs álvers á Reyðarfirði.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.