Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 3

Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 3
3 fyrr en hann hefur gefið út sfð- asta seðilinn af þessari lU millj- ón. En þess fleiri lánbeiðendum sem hann neitar annars, þess fleiri menn verða til að leita uppi þá, sem eiga inni í sparisjóðnum, og þess fleiri verða til að taka út til að hjálpa mönnum, sem bjóða þeim hærri vöxtu, og vcð. Önnui hættan fyrir Landsbankann er því að innicigendur verði hræddir um að þeir fái ekki út það, sem þeir eiga inni, þegar þeir þuria á því að halda. Sú hræðsla er eitt af því, sem kann að koma fyrir, og hún verður til þess að koma nýju seðlunum fljótar út á milli almennings en menn vona nú. Landsjóður, Landsbanki og aðrir sjóðir sem hafa peninga fyr- irliggjandi halda seðlunum uppi með því að láta þá liggja lyrir hjá sjer. Bankinn liefur optast inn 100,000 kr. fyrirliggjandi, jarðabókarsjóður hefur Irefur í sín- um vörzlum hjerum bil 300,000 kr,, en þær geta ekki verið allar í scðlum. Aðra sjóði tel jeg ekki. — Fyrirliggjandi seðiar geta verið hjer 350—400,000, Það er ekki gjörandi ráð fyrir meira. Seðlar ganga manna á milli, koma og íara við og við, en svo lengi sem þessir tveir sjóðir liggja með 350-—400,000 kr. í seðlum, svo er þeim parti af seðlahrúgunni ekki hætt. Hinn helmingurinn er í höndum al- mennings. Ef þá kemur upp hræðsla við seðlana, og hún get- ur komið, bæði af því að menn vita að landssjóður getur ekki leyst þá inn þó hann væri allur af vilja gjörður, ogaf ótrú manna a landsbankanum. sem heldur ekki getur það, því það sem hann hefur í málmi er opt og einatt fyrir neðan 30,000. Að siðustu fiá er hvorki bankinn nje lands- sjóður skyldur til að leysa fiá inn; og það er meir en kunnugt. Fyrir utan þá seðla sem lands- sjóður og Landsbanki hafa í sjóði, og sem ekki falla þessvegna heldur landsjóður uppi líklega 150,000 kr. á ári, með því að taka þar upp í opinber gjöld. Stundum kemur sami seðillinn inn aðeins einu sinni, sumir koma opt og fara opt út. Þannig gætu sömu 50;000 kr. gengið á milli póststofunnar í Reykjavík og jarða- bókasjoðsins svo opt, að aðra seðla þyrfti ekki til þess. Enn ef Landsbankinn t. d. missti traust manna, honum yrði lokað, eða hann settur undir Ad- ministration svo sýnist ekki vera neinn vegur til þess að Lands- sjóður geti forðað seðlúnum frá falli eptir það, fyrr enn hann snýr sjer alvarlega að því að leysa þá inn og getur það. Ef menn vilja hugsa sjer að peningar væru allt í einu orðnir svo glóandi heitir, að illt væri að taka á þeim, og ofheitt að bera þá í vasanum, þá mundi lirœðsl- an við seðlana ef hún kæmi upp gjöra þá að glóandi heitum pen- um. Allir vildu koma þeim af sjer áður en þeir töpuðu á þeim. A slíkum tímum kaupa menn herfilegasta óþarfa, ef ekki er annað fyrir hendi, mcnn reyndu að koma þeim á pósthúsið og uppí skatta. Með öðrum orðum almenningi yrði ekkert af þeim við höndur fast. Að hræðslan yrði almenningi til skaða er ekki efamal, enn það er óvíst samt að hún felli seðlana. Fallið á þeim kæmi fyrst, el kaupmannastjettin snjerist á móti þeim. Kaupmenn sjá allir að slíkir seðlar eru þeim óhentugir, þeir munu líka marg- ir hugsa svo að þeir hafi svo lítil not, af bankanum, — sem nú er að breytast meira og meira í lánsstofnum fyrir fasteignir, — að þeim þyrfti ekki að vera annt um seðlana sem hann vinnur með bankans vegna. Þeir sem gætu það sendu seðlana á póst- húsið, til að borgast inn erlendis. Landsjóður fengi þá seðla hjer, en yrði að borga þá út nokkru síðar með gulli utanlands, það mundi smátt og smátt ausa upp peningaforða landsjóðs erlendis. Ef hræðslan hjeldi áfram — þá færu menn að senda seðlana til landmannsbankans, og fá þá innleysta þar, þó þeir fengju ekki meira en 99 kr. af 100 kr. þar; hann sendi þá jafnharðan til landsbankans og heimtaði gull fyrir þá. Það kæmi brátt að því, að það gull væri ekki til, og bankinn yrði að hætta að Iáta danska bankann leysa seðlana inn. Sama daginn sem það væri kunnugt í Höfn fjellu seðlarnir/ar niður í 90 af 100 eða meira, það hefði aptur óbeinlínis áhrif á ís- landi. Kaupmenn sem ekki þyrftu að senda seðla, sem þeir fengju, yrðu í vandræðum, þeir færu að taka þá með afföllum, líklcga settu þeir einn prís inn á vörur móti gulli og silfri, annan á vörur móti vörum, og þriðju á vörur á móti seðlum. Samningar færu að gjör- ast um borgun í gulli og borgun- in væri þá hinn sanni prís. Seðla vildu menn helzt ekki hafa, þeir hrúguðust saman í landsjóði þangað til hann gæti ekki tekið við meiru, en afganginum væru menn að hrinda á milli sín með afföllum. Það getur vel verið, að innieig- endur í sparisjóði haldi kyrru fyrir og að landsbankinn þurfi ekki fieirra vegna að selja hin útlendu verðbrjef sem hann á með afíoll- um. — Tímarnir erlendis eru svo bágir nú eins og menn vita að

x

Tíðindi um bankamálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi um bankamálið
https://timarit.is/publication/835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.