Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 8

Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 8
8 stað þess að ábyrgjast skuld ann- ars, eins og alþing þó ætlaðist til þegar það samþykkti banka- lögin og fyrir þa sök að úr land- sjóði hefir verið tekið fé fram- yfir það, sem upphaflega var ætlast til og lagt til landsbank- ans gegn svo að segja engum vöxtum og vafasamri tryggingu. En hvernig er ástand bankans sjálfs? Fyrst og fremst er það nú víst að verðhrun þeirra eigna, sem hann hefir lánað fé út á og láns- traustsmissir þeirra manna, sem hann hefir á persónulegar skuld- bindingar, veikir stórvægilega stöðu hans þrátt fyrir það þótt hann samkvæmt bankalögunum geti látið landsjóð um það að leysa inn seðlanna. Ennfremurer allmikil upphæð af fé bankans komin í torselda eign og lítt arðberandi þar sem er hin nýja steinhúsbygging baukans er ekki skal farið hér frekar út í. — Og einnig munu menn þykjast vita þ'ið víst að ekki séu öll hin útlendu »verðbréf« bank- ans sem haganlegast keypt en ekki skal heldur farið hér frekar út í það mál að þessu sinni. Það sem aðaláherzlan liggur á er þetta, að bankinn hefir vafa- laust lánað allt of mikið fé út á fasteignir í sambandi við það fjármagn, sem hann hafði til að starfa með. — Staða bankans er því nú svo veik að það er fullkominn, knýjandi ástœða til að athuga það samband, sem hann stendur í til landsjóðs og að líta á það hvernig fara mundi ef það atvik bæri að höndum, sem bankalög 18. sept. 1885. 32. gr. gjöra ráð fyrir, sem sé það: „ef bankinn legðist niður “ eða framkvæmdir bankans hættu. Að þessu sinni skal heldur ekki tara út í það hve mikið, eða réttara sagt, hve lítið, þyrfti til þess að almenn vandræði bæri að höndum vegna þess hve mik- ið fé er sett fast í lán með löng- um gjaldfrestum af starfsfé bank- ans. — Hér er þetta að eins lauslega sett fram tii þess að sýna, að ræða getur verið um, að rás við- burðanna treysti á og brjóti til mergjar hið sanna ástand land- sjóðs og bankans og ennfremur til þess að gefa viðvörum gegn hinni háskalegu uppástungu um aukning bankaseðlamergðarinnar upp á ábyrgð landsjóðs. — Menn kunna að vilja spyrja hvernig því sé varið, að stofnun bankars hafi getað komið þessu öllu til leiðar þar sem þó er ját- að hér, að kenning hr. Eiríks Magnússor.ar, um hið reiknings- lega tap landssjóðs af seðlunum, sé röng. — En sé það athugað vel, sem hér er sagt að framan þá er hægt að orða þessa sömu spurning þanmg: Hvernig er því varið að banka- fyrirkomulaginu verður kent um verðhrun ísleiizkra eigna? Svarið liggur beint við. Bankafyrirkomulagið verður sak- að um hið ijárhagslega ástand Islands vegna þess, að reynslan hefir þegar sýnt (jafnvel þeim, sem voru of skammsýnir til þess að sjá það við stofnun bankans) að seðlar bankans voru frá upp- hafi þannig til orðnir að þeir hlutu að »spenna« alla peninga, gjaldgenga á heimsmarkaðinum, út úr hirzlum landsjóðs yfir til út- lendra skuldheimtumanna — ekki landsjóðs heldur einstakra manna úti á íslandi — en skilja eltir hjá landsjóði fé, gjaldgengt ein- göngu á íslandi, í?</starfsfé bank- ans var frá upphafi svo skaðlegi lítið, að það hlaut að freista bankastjórnarinnar til aðnotaþað einungis til þess að hjálpa lands- mönnum til að skifta um skuld- heimtumenn eða auka eyðslufé sitt í bráðina — og loks hefir öll framkvæmd bankalaganna í reyndinni miðað dyggilega að því, að dreifa öllu lausu og hand- bæru lánsfé bankans á sem flest- ar hendur svo hvergi hefir orðið neitt teljandi gagn að því til frarnfara í iðnaði eða framleiðslu. í einu orði má segja að bank- inn (og þar með landsjóður) standi r.ú uppi með þær kröfur á hendur landsmönnum, sem útlendir skuld- heimtumenn hefðu annars haft, en verðmæti þessara krafa á hendur íslendingum er aptur kornið undir verðmœti íslenzkra eigna og það er nú komið svo langt niður, sem allir meno sjá, sem vilja vita af því sanna. Hið sanna ástand bankans og landsjóðs er svo, að enginn má búast við því að hlð opinbera lánstraust landins verði notað erlendis til þess að bæta úr pen- inga-eklu þeirri sem heldur allri þjóðinni í heljarklóm framtaksleys- is og vandræða. Á hinn bóginn væri ijölgun hinna óinnleysanlegu landsbanka- seðla sama sem að hrinda þjóð- inni enn dýpra niður í fjárhags- lega glötun. — Og hvað er þá eptir til þess að ráða bót á því meini, sem ísland uú þjáist afog sem stofnar þjóðerni voru í ber- sýnilega hættu? Það eitt, eingöngu það eitt, að afla útlendra peninga til láns — ekki út á lánstraust landsjóðs sem ekki er til, — heldur út á per- sónulegan dugnað íslendinga og auðsuppsprettur landsins. Það eitt,eingöngu það eitt, get- ur bjargað landinu frá því að komast undir fjarhagslega umsjón og forráð Danastjórnar aptur á ný, ef peningar þeir, sem boðnir hafa verið alþingi frá einstökum mönnum í Kaupmannahöfn verða þegnir í tíma til þess að stofna tneð þeim eiginlegan banka er sé fœr um að reisa eig niroglánstraustlandsmanna upp frá því falli, sem vofir yfir þeim nú, og verður íslandi til eyðileggingar ella, sent allir góð- ir og greindir menn hljóta að sjá fyrir. Þingmaður. Glasgovy-prents miðjan. Í899.

x

Tíðindi um bankamálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi um bankamálið
https://timarit.is/publication/835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.