Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 6

Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 6
6 Að menn eyði peningum ef þeim er gefinn greiðari aðgangur að þeim en núverandi banki veitir, er ein mótbáran. Ef þetta væri rjett ástæða, þá væri svo sem auðvitað hollast fyrir landið að loka bankanum nú þegar til fulls. En sú ástæða er einhver sú ljettvægasta og vesalmannlegasta sem komið liefur fram gegn þess- ari nýju bankastofnun. Eptir því á bankinn að vera forsjón hvers manns, takast á hendur að sjá um, að engir taki peningalán nema þeir, sem verji því í rjetta átt að ba?ikastjórnarimmr áliti. Jeg tel víst, að þingið hafi alls ekki og muni alls ekki leggja neinni bankastjórn á herðar að annast þessa forsjón, það gæti þingið heldur ekki gert, því ef slík forsjón ætti að ná tilgangi sínum, þá yrði bankastjórnin einn- ig að hafa gætur á því hvað menn tækju að láni annarstaðar, t. d. í biiðunum. Það verður að vera alveg undir menningu einstaklings- ins komið hvernig hann notar lánstrauit sitt. Þinginu getur að- eins komið við að styðja að því eptir megni að einstaklingurinn geti fengið sem ódýrast lán. Og langódýrustu lánin eru einmitt pen- ingalánin. Það bendir ekki á inikla þekkingu á viðskiptum hjer í landi að segja, að hættara sje við að menn jeti upp peningalán en t. d. búðarlán. Það er öðru nær en svo sje. Jeg hef bæði verið við vöru- skipta lánsverzlun, og verzlun sem seldi aðeins fyrir peninga og hef jeg sjeð stórmikinn mun á því hvað menn verzla hyggilegar þegar þeir hafa peninga til þess að kaupa fyrir, en þegar þeir taka út vörurnar í búð úr reikningi sínum. Að hinn nýi banki eignist ailar jarðir landsins og gengi harðara aðmönnumen núverar.di banki. Það er ein mótbáran ekki síður ljettvæg en hin. Það hlyti að vera óskiljanlega skamm- sýn bankastjórn, sem skoðaði sjer hag við það að ná jörð- um undir sig enda þótt fyrir lágt verð væri og setja fje sitt þar fast í staðinn fyrir að hafa það í verzlun sinni. Og enda þótt, bankinn væri byggður á útlendu fje, og að hann eignaðist jarðirnar, þá færi hann þó ekki með þær úr landi. Eins væri honum ekki hægt að setja upp leigumála jarða þeirra er hann eignaðist, því þær mundu þá alls ekki byggjast, og þá auð- vitað heldur ekki gefa bankanum neina vexti. En svo er að því að gæta, að engin lög eru tilsem banna útlendingum að eiga hjer jarðir; gæti því hver útlendingur sem vildi keypt jarðir fyrir hálf- virði eða minna eins og nú á stendur. Og það er þróttleysi hins núverandi banka og stjórn hans sem valdið hefur því að jarðirnar hjer eru fallnar svo mik- ið í verði. Og það þarf meira en lítið fje til þess að koma peningaástand- inu aptur í viðunanlegt horf, þann- ig að jarðir og hús komizt aptur upp í sitt sanna verð. Hvað viðvíkur því, að liinn nýi banki gengi harðara að mönn- um en nú verandi banki þegar um skulda heimtu væri að ræða, þá vil jeg fyrst taka það fram, að það kemur ekki til af góðu að nú verandi banki ekki gengur harðara að skuldunautum en hann gerir.það er blátt áfram af því að það væri sama scm að skera bankann á liáís ef hann gerði það. Ef liann gengi að veðun- um eins og nú er ástatt, þá yrði hann að taka þau sjálfur því eng- inn getur keypt af því enginn ba?iki hefur verið til ?m á anttað ár að kalla má, engin lánstofnun lil á öllu landinu. Það eitt hef- ur gert fasteignirnar verðlausar eins og gefurað skilja. Þó bank- inn hefði gengið að mönnum og fengið þau fyrir svo að segja ekkert, þá gat hann alls ekki borgað sparisjóðs-eigendunum ineð þeim, það var því blátt á- fram hyggilegt og sjálfsagt fyrir bankann að ganga ekki að veð- unum, þó menn ekki stæðu í skil- um, því með því eina móti gat bankinn búizt við að reita eitt- hvað inn af peningum til þess að borga sparisjóðs-eigendum með inn- eign sína. Hjer stendur þá þannig á. En ef banki væri hjer stofn- settur meg nægu fje, þá mundu kringumstæðurnar vera allt öðru- vísi. Fyrir þá sök að bankinn hefði alltaf nægt fje til þess að lána, þá mundu jarðir og hús ganga kaupum og sölum milli manna með fullu verði, peninga- afl bankans skapaði þá nægð af kaupcndum eins og gefur að skilja. Og af því að ekki þyrfti þá að hepta eðlilegar og sjálfsagðar lántökur einstaklinganna, þá mundi sjaldan koma til þess að bankinn þyrfti að selja fasteignir, það væri þá aðeins hjá mjög ráðlitlum mönnum, því flestir mundu frem- ur kjósa að selja eign sína til einstakra manna með sanngjörnu verði, en að láta bankann selja þær við nauðungaruppboð. Kau pmaðar. Framh. af i. slðu. Og á því er nú enginn vafi, að vér erum komnir á það stig að þ'ognin er hœttuleg.

x

Tíðindi um bankamálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi um bankamálið
https://timarit.is/publication/835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.