Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 5

Tíðindi um bankamálið - 01.01.1899, Blaðsíða 5
5 vjcr höfum væri orðin eptir 90 ár. Hversvegna Iifir vöruskiptaverzl- iinin í landinu enn þá í fullum blóma. Svarið: Af því vjer h'ófuni engan verzlunarbanka. 'En til frekari skýringar vil jeg þó taka það fram, að af því innlendir kaupmenn geta venjulega ekki fengið peningalán að neinum mun hjá hinum erlendu umboðsmönn- um sínum, (því betur borgar sig fyrir þá að lána vörur en pen- inga fyrir 6°/o rexti), þá geta peir ekki keypt innlendar vörur fyrir peninga. Innlenda kaupmenn vant- ar peningalánslind í landinu sjálfu til þess að geta keypt vörur fyrir peninga, sem þeir vildu gjöra og sem öllum væri fyrir beztu að gert væri. Traust kaupmanna og landsins. Eg hef opt fundið til þess hve mikil þjóðarskömm það er, að innlendir kaupmenn og pönt- unarfélög skuli þurfa að ganga betlandi um lán fyrir svo að segja hvers útlends stórkaupmanns dyr, sýnandi fátækt sína og sýn- andi það, að annaðhvort hafi þeir ekkert lánstraust í banka á Islandi eða að ísland sé ekki svo á vegi statt að það eigi neinn verzlunarbanka, sem verzlun Islands geti stuðzt við. Og venjulega hugsa þeir hið fyrra, þvi útlendir kaupmenn er lijer reka selstöðuverzlun liggja sjald- an á liði sínu að rýra traust hjer innlendra kaupmanna sem mcst rnega þeir. Það má nærri geta að lánstraust þeirra, sem tiausts eru verðir, hlyti að njóta sín bet- ur ef lánslindin væri í landinu sjálfu þar sem lánveitandi þekkti hag hvers lántakanda. Auðvald. Það hefur komið fram ótti hja ýmsum mönnum fyrir því að banki með nægu fje myndaði hér auðvald og hafa þeir talað um það rjett eins og að vjer nú vær- um lausir við áhrif auðvaldsins. En sannleikurinn er, að vjer stíg- um ekkert fótmál, svo að vjer sje- um ekki háðir útlendu auðvaldi sem gefur að skilja, því meðan vjer sjálfir ekki eigum fjeð til þess að reka með verzlun, búskap, iðnað og sjávarútveg, hljótum vjer að vera háðir auðvaldinu að meira eða minna leyti eptir efnahagn- um. Eða skyldu sveita- og sjáv- arbændur ekki vera háðir auð- valdi, sem taka vörulán í búðf Jeg held vissulega og flestir bænd- ur munu verða að sæti því að taka lán þar. Og hvernig væru ástæður efnilegs iðnaðarmanns, sem ætlaði sjer að byggja dýrt hús með lánstrausti? Hann yrði að lara í búðiniar til þess að fá efnið lánað í staðinn fvrir að fá miklu ódýrara lán í banka. Um kaupmannastjettina hefi jeg þeg- ar talað. BúJirnar eru því bank- ar öldungis eins og þær voru áð- ur en landsbankinn var settur á stofn, og fé bankans, þó það væri allt notnð í landinu sjálfu, sem ekki er gert, og þó bætt væri við seðlafúlguna V3 sem mesta fásinna væri að gera, þá gæti landsbankinn ekki forðað Islend- ingunr frá því að vera ávallt í klóm útlends auðvalds. Hann væri ekki einusinni megnugur að bjarga einni einustu stjett lands- ins frá því að vera háð auð- valdi. Að verzlunin verði frekar bund- in Dönum ef þessi nýi banki væri stofnsettur. Það hefur verið brúkað sem nrikilvæg ástæða, að verzlunin yrði bundin Dönum ef banki væri hjer byggður á dönsku fje. En hvernig eru þá ástæðurn- ar núf Þær eru þannig, að vegna þess að Danir einir kunna tökin á því, að lána íslenzkum kaup- mönnum lán um óákveðinn tíma, og að flestum kaupmönnum hjer er illa sýnt um að tala fyrir sig á öðrum málum en dönsku, þá geta innlendir kaupmenn, almennt tekið, ekki skipt við annað land en Danmörku. Þessar tvær ástæður binda því verzlunina við Danmörku. Það er ekki venja í öðrum nágranna- löndum vorum að lána vörur öðru- vísi en með styttri og ákveðnari gjaldfresti en Danir veita. Ef hjer væri öflug peninga- lánslind, þar sem kaupmenn gætu fengið peninga lánaða til vöru- kaupa, þá liggur í augum uppi, að kaupmenn ættu hægara með en nú að kaupa vörurnar þar sem þeir vildu. En setjum nú svo, að þessi nýji banki fengi svo alóhæfa stjórn, að bankinn hliðraði sjer hjá að lána þeim kaupmönnum peninga, sem ekki verzlaði fyrir þá í Danmörku. Hvað tapaðist við það? Ekkert; þeir kaupmenn sem yrðu fyrir þeirri hlutdrægni bankastjórnar- innar, yrðu að sæta því, að taka vörulán erlendis alveg eins og þeir gera nú. Ástandið fyrir þá yrði því ekkert verra en það nú er. Og ef kaupmenn hefðu pen- inga í höndum til þess að kaupa fyrir, þá er jeg ekki viss um, að innlendir kaupmenn, sem allir eru smáir, fengi öllu betri kaup ann- arstaðar en í Danmörku. Að minnsta kosti keyptu þeir þá nauðsynja vörurnar þar eins ó' dýrt og á Bretlandi, Þýzkalalandi og í Noregi.

x

Tíðindi um bankamálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíðindi um bankamálið
https://timarit.is/publication/835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.