Eining - 01.04.1943, Page 4

Eining - 01.04.1943, Page 4
E I N I N G ** ÚTGEFENDUR: Samviimuneíud Stórstúku íslands, íþróttasambands íslands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. NEFNDARMENN: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi. Páll Pálsson, stud. jur. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Guðmundur Sveinsson, stud. theol. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: pósthólf 982, Reykjavík. Sím 5956. Heilagt stríð Bindindismenn og menningarvinir! Við eigum í stríði. Það er heilagt stríð, því að við berjumst fyrir hreinleik, heiðarleik og réttlæti. Við berjumst fyr- ir rétt kvenna og mæðra og barna, og við berjumst fyrir fullkomnari menn- ingu, meira öryggi í siðgæðismálum og velsæmi í hvívetna, en gegn kúgun og ofbeldi, ólifnaði og spillingu, slysum og glæpum og öllu því illa, sem áfengis- neyzlan fæðir af sér. Við höfum á móti okkur: 1. áfengisauðmagnið, og það er sterkt; 2. skemmtanalíf og samkvæmistízku, sem hvorttveggja er sterkt; 3. léttúðugan og gálausan lýð, sem þvæl- ist mjög fyrir; 4. töluvert stóran hóp forskrúfaðra og illa ræktaðra embættismanna, sem mæla áfengisviðskiptum bót, halda við drykkjusiðum og telja sælgætis- át og tóbaksneyzlu óskaðlegt. Sumir þessara manna fá all mikla áheyrn undir yfirskini vísindamennsku. 5. Við höfum ennfremur á móti okkur breyskleika og nautnasýki manna, sem er þungur púki í lestinni. 6. Við höfum á móti okkur sællífa yfir- stéttarmenn, sem ráða yfir fjár- magni og ráða því oftast yfir víð- lesnustu blöðunum. Allt þetta saman- lagt er skæður her og beittum vopn- um búinn, enda flýtur bæði blóð og tár, og börn og konur gráta. Stöndum því saman, þjálfum liðið, myndum órjúfandi eining, klæðumst hertýgjum ljóssins og hrekjum svo hneykslið af heilögum stað. Útbreiðum Eining, gerum blaðið víð- lesið, svo það geti haldið á málstað okk- ar að verulegu gagni. Lotnir menn Að fást við þraut og þyngstu tök var þeirra iðja. Þeir fá jafnan bogin bök, sem brautir ryðja. P. S. „Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd“. Blindur stjórnandi Þarna á myndinni sjáið þið manninn, sem stjórnar heiminum. Hann er blindur. Hann hefur annaðhvort dollara, krónur eða einhvern annan pening fyrir augunum. Annað sér hann ekki. Þá verður skiljanlegt hve illa fer um þá, sem hann leiðir og stjórnar. Hann stjórnar í blindni, þar af öll hröpin, hrunið, árekstrarnir og slysin. Hann selur vopn, hann selur munaðarvöru, hann selur menn í þræl- dóm og hann selur áfengið. Hann sér ekkert af slysunum í kringum sig, því að hann sér ekki annað en krónu eða dollar, eða einhverja aðra mynt. MYNDIN: 1. Fangelsið, 2. kirkjugarðurinn, 3. geðveikrahælið, 4. fátækrahælið, 5. gálginn, 6. eyðilagt heimili, 7. götubardagi, 8. járn- brautarslys, 9. drukkinn maður frosinn í hel, 10. sorgarleikur á heimil- inu, 11. munaðarlaus börn, 12. fátæktin, 13. síðasti drykkurinn, 14. bíl- slys, 15. betlari, 16. morð, 17. sjálfsmorð. Astasæla eða ii. Fyrsta hluta þessarar greinar endaði eg í síðasta blaði Einingar á þeirri ásök- un í garð eldri kynslóðarinnar, að hún svikist um að ala upp úrvals mannsefni og ágæta kvenkosti. Bæði væri uppeldi yngri kynslóðarinnar stórgallað, eins og það hefur æfinlega verið, og aldrei vís- indalegt, en auk þess vanrækti eldri kynslóðin að fræða æskumenn og meyj- ar hyggilega um vandamálið mesta. En eldri kynslóðin getur fært margt fram sér til afsökunar: kunnáttuleysi, van- þekkingu, gallað uppeldi, erfðavenjur, tíðarandann og almenningsálit, og ekki sízt mótþróa og sjálfstæðishneigð æsk- unnar. Erfitt verk og vandasamt leysir menn ekki frá skyldum þeirra gagnvart því. Þótt eitt og annað sé erfitt, þarf það ekki að vera óvinnandi. En mönnum er tamt að ganga framhjá erfiðu hlutverk- unum og fitla heldur við hið léttvæga. Það er ólíkt auðveldara að kenna ungl- ingum skrift, reikning, tungumál og alls konar fræði, en að rækta siðferðisþrek- ið og móta ákjósanlega skapgerð þeirra, og þess vegna hafa flestir skólar heims- ins og aðrir uppalandi kraftar gefið sig aðallega við hinu fyrr talda og léttvæg- ara. sorgarleikur Þá er ólíkt auðveldara að kenna æsku- lýð algeng vinnubrögð, innan húss og utan, þótt fjarri sé nú, að allir menn hafi „verksvit“, en að kenna ungum sveinum og meyjum það, sem hamingja og farsæld þeirra byggist á fyrst og fremst, en það er: þroskaður skilning- ur á ástalífi, hjúskap, heimilisstjórn, barnauppeldi og öllu því, er lýtur að samlífi karls og konu. En nátengt þessu verður alltaf vænleikinn, drengskapur- inn, réttlætishyggjan og viljafestan. Ef til vill má með sanni segja, að mannkynið hafi kvalið sig, svívirt og smánað á öllum sviðum, frá alda öðli, þegar litið er á styrjaldir, meðferð á börnum, konum, vinnulýð og valdalaus- um, en ekki sízt hefur mannkynið sví- virt sig og kvalið í sambandi við ástalíf og sambúð karls og konu. Það er hrylli- leg saga: Hræðilegar sjúkdómsplágur, kúgun og kvalir, geðveiki og brjálun, ólifnaður og ónáttúra, drykkjuskapur og mellulifnaður. Fjöldi karla og kvenna hafa fyrr og síðar gefið sig á vald áfengisnotkun, sjálfrátt eða ósjálfrátt, eingöngu til þess að geta fremur opnað sér leiðir í heimi ástarinnar. Allt, sem á til þenslumátt, leitast við að sprengja af sér böndin, ef þau herða að um of eða særa. Almenningsálitið, sem fyrr á

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.