Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 2

Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 2
2 E I N I N G Ræ3a fluft i ríkisútvarpið á vegum Höfundur þessa erindis, Magnús Jónsson, stud. jur-, er einn af okk- ar efnilegustu ungu raenntamönnum. Hann er nú að ljúka við lög- fræðinám. Hann hefur um inargra ára bil verið traustur liðsmaður bind- indisstarfseminnar í landinu, og munu lesendur Einingar kannast við hann af útvarpserindum og annarri þátttöku í félagsmálum. Ritstj. Góðir áheyrendur. íslenzk æska! Arið 1944 rættist langþráður draumur íslenzku þjóðarinnar. Lýðveldi var stofn- sett á íslandi, og þjóðin endurheimti til fulls stjórnarfarslegt frelsi og sjálfstæði. í sambandi við þenna atburð í sögu þjóðarinnar hafa menn gjarnan rifjað upp liðna baráttu til þess að ná þessu marki. Horfinna sjálfstæðishetja hefur verið minnzt, og öll þjóðin hefur fundið það, hversu mikil hamingja henni féll í skaut að fá að reka smiðshöggið á verk þessara manna. Hinn fullkomni einhugur þjóðar- innar mun verða núlifandi kynslóð til verðugs sóma. En það er eitt, sem þjóðin má ekki g'eyma: Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið og henni getur aldrei -lokið. Auknu frelsi fylgir ætíð aukin ábyrgð. Vér þekkjum ö’l mörg dæmi um þjóðir, sem notið hafa fyllsta frelsis og sjálfstæðis, en hafa glatað því vegna andvaraleysis borg- aranna. í sögu vorrar eigin þjóðar geymist ein slík ömurleg frásögn. Vernd sjálfstæð- isins krefst engu minni árvekni en öflun þess. Vér vitum öll, að lega íslands er hern- aðarlega mikilvæg. Vér vitum einnig, að oft hafa litlar átyllur verið notaðar til þess að svifta þær þjóðir frelsi, sem byggt hafa slík lönd. Vér vitum, að íslendingar geta aldrei varið sjálfstæði sitt með vopn- um, heldur er það menningarlegur og siðferðislegur þroski þjóðarinnar einn og þjóðareining, sem getur tryggt þjóðinni sjálfstæði hennar, þannig að engin þjóð geti nokkru sinni fengið átyllu til að hlutast til um málefni hennar. Stofnun lýðveldisins á einmitt að verða þjóðinni vakningartími, og hún á að sam- einast um að uppræta öll þau mein, sem náð hafa að festa rætur í íslenzku þjóð- iífi. Þjóðin hyggur nú á stórfelldar verk- legar og efnahagslegar framfarir, og er það fagnaðarefni, að minnimáttarkenndin skuli vera að hverfa, en vér skulum vel gera oss það ljóst, að andlegur og sið- ferðislegur þroski og heilbrigði borgar- anna er undirstaða allra framfara, og. fremur öllu öðru skilyrði þess, að þjóð geti varðveitt stjórnarfarslegt frelsi sitt. Andlega styrk þjóð með heilbrigt sið- ferðisþrek verður aldrei kúguð. Mörgum kann að finnast þetta ein- kennilegur inngangur að erindi um bind- S. 6. S. þann 1. febr. 1945 Magnús Jónsson stud• jur. indismál, en að minni hyggju er þetta eðlilegur og nauðsynlegur inngangur. Það er alveg sérstök ástæða fyrir bindindis- samtökin að vekja athygli alþjóðar á þeirri staðreynd og sannindum, að heil- brigt siðferði og andlegur og Kkamlegur þróttur er einn veigamesti stólpinn, sem hið unga íslenzka lýðveldi hlýtur að hvíla á. Hin gengdarlausa áfengis- og tóbaks- neyzla er einn af þeim skaðlegu sýklum, sem eyða þarf úr þjóðlífinu — sýkill, sem hefur svo geigvænlega gegnsýrt þjóð- ina, að siðferði hennar og andlegri og líkamlegri heilbrigði er veruleg hætta búin. Forystumönnum þjóðarinnar og reyndar þjóðinni allri er nú tíðrætt um dýrtíðar- vandamálið og hættu þá, sem þjóðinni og framtíðaröryggi hennar stafi af auk- inni verðbólgu, Leiðtogar þjóðarinnar og blöð ta.:a um að hrun sé framundan, ef ekki takist að leysa þetta mikla vanda- mál á happsælan (hátt. Án efa er þetta alveg rétt, og reynir hér á stjórnmála- þroska þjóðarinnar og forráðamanna hennar og að nokkru leyti á fórnarlund borgara hins unga lýðveldis. Hinsvegar virðist það ekki valda neinum almennum áhyggjum, þótt gert sé ráð fyrir á fjár- lögum, að þjóðin neyti á fyrsta ári hins íslenzka lýðvaldis áfengis fyrir yfir 30 milljónir króna. Tekjur ríkisins af áfeng- issölu eru á árinu 1945 áætlaðar yfir 20 miHjónir króna. Án efa veitir ríkis- sjóði ekki af þessu fé til margvíslegra framkvæmda, en mér er ekki grunlaust um, að þessar tekjur séu dýrara verði keyptar en þjóðin hefir efni á að gjalda fyrir þær. Og hvert er þetta endurgjald? Hvernig er ástandið í áfengismálunum ? í stuttu máli verður því ekki lýst til hlítar, enda gerist þess naumast þörf, því að fæstir munu komast hjá að sjá alvöru þess f einhverri mynd. Töluvert margir menn eru andlega og líkamlega orðnir fullkomn- ir aumingjar vegna drykkjuskapar og eingöngu þjóðinni til byrði. Til skamms tíma hefur ekki einu sinni verið til hæli fyrir þessa menn, og enn rangla sllíkir menn jafnvel um götur höfuðborgarinnar og „slá“ vegfarendur um nokkra aura til þess að slökkva sárasta þorstann. Svo að segja á hvaða tímá sólarhrings sem er, má sjá drukkna menn flækjast um götur höfuðstaðarins, og er slíkt ekki vansa- laust í sjálfri miðstöð þjóðlífsins og höf- uðborg landsins. Lögreglan vinnur ósleiti- .ega, enda fer mikið af hennar starfi í margskonar ráðstafanir og aðgerðir vegna drykkjuskapar. Oft er í blöðum frá því sagt, að lögreglan hafi tekið svo marga ,,úr umferð“ — eins og það er kallað — að hleypa hafi orðið út þeim fyrstu til þess að geta haft rúm fyrir þá síðastteknu í húsakynnum lögreglustöðvarinnar og fangahússins. Svo margir hafa verið teknir fyrir að aka bifreið ölvaðir, að ekki. var auðið að láta þá taka út refsingu vegna skorts á húsnæði. Mest ber þó á áfengis- nautninni í sambandi við samkvæmislíf þjóðarinnar, en það má segja að sé gegn- sýrt af siðleysi áfengisnautnarinnar. Naum- ast er sá dansleikur haldinn, að Bakkus sé þar ekki hafður í öndvegi og óspart dýrkaður. Margt ungt fólk getur jafnvel ekki hugsað sér að fara á skemmtun án þess að neyta áfengis. í sveitum, f nánd við kaupstaði og kauptún er naumast gerlegt að halda dansleiki vegna þess að þangað safnast drykkjulýður úr kaup- stöðunum, sem ekki getur notið sín þar til fulls, vegna betri löggæzlu en í sveitun- um. Samkomur íþróttafélaga og annarra menningarfélaga verða jafnvel hér ekki undanskildar, þótt félögin hafi fullan hug á að útiloka áfengisnautn frá samkomum sínum. Það er í sannleika sagt oft á tíð- um fjarri því að vera glæsilegt eða á- nægjuleg sjón að horfa yfir sali, þar sem íslenzk æska skemmtir sér nú á dögum. Kornungar blómarósir reika milli borð- anna, oft fjarri því að vera blómlegar, og ungir piltar og jafnvel drengir meira og minna ölvaðir og oft ofurölvi. Þetta er æskan, sem á að taka við forustu hins íslenzka lýðveldis. Þetta er æskan, sem á að gera ísland að fyrirmyndarríki í aug- um annarra þjóða og leggja hornsteina að nýju og betra íslandi. Æskan þarf að skemmta sér, en það er mikils um vert, hvernig skemmtanir hún temur sér, því að þær hafa sín miklu uppeldisáhrif, hvort sem er til góðs eða ills. Andlega heilbrigð æska á ekki að þurfa örvandi eiturlyf til þess að geta skemmt sér. Gervikæti áfengisins á ekk- ert skylt við eðlilegt æskufjör. En bað eru auðvitað til margar fallegar myndir úr félagslífi og skemmtanalífi ís- lenzkrar æsku, og ég hefi enga löngun til bess að gera óeðlilega Iítið úr siðferðis- þreki hennar og Iíkamlegum þrótti. Fjöl- menn æskulýðssamtök vinna ómetanlegt verk með því að stuðla að því að ala upp hrausta og dugmikla og siðferðislega þrótt mikla æsku, sem geti verið fær um að

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.